Rekstrartap Icelandair var 26,8 milljarðar króna frá áramótum og út mars

Lausafjárstaða Icelandair Group er ekki komin undir þau viðmið sem félagið vinnur eftir, en fer þangað bráðum. Útflæði fjármagns hjá félaginu minnkar um 1,7 milljarða króna á næstu þremur mánuðum eftir að það rak stóran hluta starfsfólks.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Útflæði fjár­magns hjá félag­inu minnkar um 1,7 millj­arða króna á næstu þremur mán­uðum eftir að það rak stóran hluta starfs­fólks.

Icelandair Group skil­aði 26,8 millj­arða króna rekstr­ar­tapi á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Þetta kemur fram í bráða­birgða­tölum upp­gjörs félags­ins fyrir fyrsta árs­fjórð­ung árs­ins 2020 sem birt var í Kaup­höll Íslands í kvöld. End­an­legt upp­gjör verður birt á mánu­dag, 4. maí.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir að útbreiðsla COVID-19 og yfir­grips­miklar ferða­tak­mark­anir í kjöl­far hennar hafi leitt til mik­ils sam­dráttar í eft­ir­spurn eftir flugi og ferða­lögum og haft veru­leg áhrif á starf­semi Icelandair Group. „Bráða­birgða­tölur úr upp­gjöri félags­ins gefa til kynna að tekjur hafi dreg­ist saman um 16% og numið 26,9 millj­örðum króna (209 millj­ónum dala). Virð­is­rýrnun við­skipta­vildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 millj­örðum króna (115 millj­ónum dala). Þá hafði nei­kvæð þróun elds­neyt­is­varna, sem nam 6,6 millj­örðum króna (51 milljón dala), einnig veru­lega nei­kvæð áhrif á afkomu félags­ins í fjórð­ungn­um. Að teknu til­liti til þess­ara þátta, gefa bráða­birgða­tölur í upp­gjöri félags­ins fyrir fyrsta árs­fjórð­ung 2020 til kynna að EBIT hafi verið nei­kvætt um 26,8 millj­arða króna (208 millj­ónir dala).“

Lausa­fjár­staða félags­ins er enn sögð yfir því við­miði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausa­fjár­staða félags­ins fari ekki undir 29 millj­arða króna (200 millj­ónir dala) á hverjum tíma. „Miðað við áætl­anir um áfram­hald­andi lág­marks­tekju­flæði, gerir félagið ráð fyrir að lausa­fjár­staða þess fari undir ofan­greint við­mið á næstu vik­um. Þá hefur félag­ið, í ljósi nei­kvæðrar þró­unar elds­neyt­is­varna milli­fært 2,6 millj­arða (18 millj­ónir dala) inn á bundna reikn­inga hjá mót­að­ilum sín­um.“

Icelandair hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausa­fjár­stöðu sína á und­an­förnum vik­um. Auk þess hefur félagið sagt stórum hluta starfs­fólks upp störf­um, en fyrr í vik­unni var 2.140 manns sagt upp til við­bótar við þá 230 sem reknir voru í lok mar­s.. Sam­an­lagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjár­magns um 1,7 millj­arða króna á næstu þremur mán­uð­um, þegar tekið er til­lit til mót­væg­is­að­gerða íslenskra stjórn­valda þar sem hluti upp­sagn­ar­frests starfs­fólks er greidd­ur.

Útboð framundan sem þynnir núver­andi hlutafa veru­lega út

Í gær var greint frá því að Icelandair Group ætli að auka hlutafé sitt um 30 þús­und milljón hluti. Útgefið hlutafé í dag er 5.437.660.653 hlut­­ir. Núver­andi eign hlut­hafa verður því 15,3 pró­­sent af útgefnu hlutafé ef það tekst að selja alla ætl­­uðu hluta­fjár­­aukn­ing­una. 

Auglýsing
Fyr­ir­hugað hluta­fjár­­út­­­boð, sem verður almennt og fer fram í jún­í­mán­uði, á að safna rúm­­lega 29 millj­­örðum króna, eða 200 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala, í aukið hluta­­fé. Miðað við það má ætla að til standi að selja hvern hlut í hluta­fjár­­út­­­boð­inu á rúm­­lega eina krónu á hlut. Gengi Icelandair við lok við­­skipta í gær í Kaup­höll­inni var 2,37 krónur á hlut.

Á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fundi í gær var sam­­­þykkt til­­­laga fjög­­­urra ráð­herra, þar á meðal for­­­manna allra stjórn­­­­­ar­­­flokk­anna, um að ríkið væri til­­­­­búið að eiga sam­­­tal um mög­u­­­lega veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til Icelandair Group. 

Í til­­­kynn­ingu á vef stjórn­­­­­ar­ráðs­ins sagði að aðkoma stjórn­­­­­valda sé háð því að full­nægj­andi árangur náist í fjár­­­hags­­­legri end­­­ur­­­skipu­lagn­ingu félags­­­ins í sam­ræmi við þær áætl­­­­­anir sem kynntar hafa ver­ið, þar með talið að afla nýs hluta­fjár.

Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráð­herra, sagði í Kast­­ljósi í gær­kvöldi að ábyrgðir rík­­is­ins gætu hið minnsta numið yfir tíu millj­­örðum króna. 

Líf­eyr­is­­sjóðir verða í stóru hlut­verki

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group, ­­banda­ríski fjár­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­ar­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­­­sent í 13,2 pró­­­sent. Fyrst með því að selja 0,2 pró­­­sent hlut og svo aftur með því að selja 0,3 pró­­­sent hlut á allra síð­­­­­ustu dög­­­um. 

Þetta má sjá á nýbirtum hlut­haf­a­lista Icelandair Group þar sem fjöldi hluta­bréfa í eigu PAR Capi­tal Mana­gement, hefur dreg­ist saman um 16,5 millj­­­ónir frá því í síð­­­­­ustu viku.

Næst stærsti eig­and­inn í Icelanda­ir, á eftir Par Capi­tal Mana­gement, er Líf­eyr­is­­­­­sjóður verzl­un­ar­manna með 11,8 pró­­­­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­in­u. 

Núver­andi eign hlut­hafa mun fara niður í 15,3 pró­­sent við vænta hluta­fjár­­aukn­ingu, tak­ist að selja hana alla.

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans munu íslensku líf­eyr­is­­­­­sjóð­irnir sem eru á meðal stærstu eig­enda félags­­ins leika lyk­il­hlut­verk í end­­­ur­fjár­­­­­mögnun Icelandair Group. Því er við­­búið að þeir haldi sterkri stöðu í eig­enda­hópn­­um.

Vilja að kröf­u­hafar breyti skuldum í hlutafé

Í til­­kynn­ing­unni sem send var út í gær­kvöldi kom líka fram að sam­hliða hluta­fjár­­út­­­boð­inu muni Icelandair Group kanna mög­u­­leika á því að breyta skuldum í hluta­­fé. Á meðal þeirra sem Icelandair skuldar umtals­vert fé er rík­­is­­bank­inn Lands­­bank­inn. Léleg rekstr­­ar­n­ið­­ur­­staða Icelandair á árinu 2018 gerði það að verkum að skil­­málar skulda­bréfa sem félagið hafði gefið út voru brotn­­ir. Mán­uðum saman stóðu yfir við­ræður við skulda­bréfa­eig­end­­urna um að end­­ur­­semja um flokk­anna vegna þessa. Þær við­ræður skil­uðu ekki árangri og 11. mars 2019 var greint frá því að Icelandair hefði fengið lánað 80 millj­­ónir dala, þá um tíu millj­­arða króna, hjá inn­­­lendri lána­­stofnun gegn veði í tíu Boeing 757 flug­­­vélum félags­­ins, sem eru komnar nokkuð til ára sinna. Láns­fjár­­hæðin var nýtt sem hluta­greiðsla inn á útgefin skulda­bréf félags­­ins.

Því var verið að flytja hluta af fjár­­­mögnun Icelandair frá skulda­bréfa­eig­endum og yfir á banka í eigu íslenska rík­­is­ins vegna þess að ekki tókst að semja við þá. Hinn rík­­is­­bank­inn, Íslands­­­banki, hefur líka lánað Icelandair fé, en bein rík­­is­á­­byrgð er á starf­­semi beggja bank­anna í gegnum eign á hluta­­fé.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent