Rekstrartap Icelandair var 26,8 milljarðar króna frá áramótum og út mars

Lausafjárstaða Icelandair Group er ekki komin undir þau viðmið sem félagið vinnur eftir, en fer þangað bráðum. Útflæði fjármagns hjá félaginu minnkar um 1,7 milljarða króna á næstu þremur mánuðum eftir að það rak stóran hluta starfsfólks.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Útflæði fjármagns hjá félaginu minnkar um 1,7 milljarða króna á næstu þremur mánuðum eftir að það rak stóran hluta starfsfólks.

Icelandair Group skilaði 26,8 milljarða króna rekstrartapi á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum uppgjörs félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2020 sem birt var í Kauphöll Íslands í kvöld. Endanlegt uppgjör verður birt á mánudag, 4. maí.

Í tilkynningu til Kauphallar segir að útbreiðsla COVID-19 og yfirgripsmiklar ferðatakmarkanir í kjölfar hennar hafi leitt til mikils samdráttar í eftirspurn eftir flugi og ferðalögum og haft veruleg áhrif á starfsemi Icelandair Group. „Bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16% og numið 26,9 milljörðum króna (209 milljónum dala). Virðisrýrnun viðskiptavildar í tengslum við COVID-19 nam 14,8 milljörðum króna (115 milljónum dala). Þá hafði neikvæð þróun eldsneytisvarna, sem nam 6,6 milljörðum króna (51 milljón dala), einnig verulega neikvæð áhrif á afkomu félagsins í fjórðungnum. Að teknu tilliti til þessara þátta, gefa bráðabirgðatölur í uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 til kynna að EBIT hafi verið neikvætt um 26,8 milljarða króna (208 milljónir dala).“

Lausafjárstaða félagsins er enn sögð yfir því viðmiði sem félagið vinnur eftir en stefna þess hefur verið sú að lausafjárstaða félagsins fari ekki undir 29 milljarða króna (200 milljónir dala) á hverjum tíma. „Miðað við áætlanir um áframhaldandi lágmarkstekjuflæði, gerir félagið ráð fyrir að lausafjárstaða þess fari undir ofangreint viðmið á næstu vikum. Þá hefur félagið, í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna millifært 2,6 milljarða (18 milljónir dala) inn á bundna reikninga hjá mótaðilum sínum.“

Icelandair hefur gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Auk þess hefur félagið sagt stórum hluta starfsfólks upp störfum, en fyrr í vikunni var 2.140 manns sagt upp til viðbótar við þá 230 sem reknir voru í lok mars.. Samanlagt er gert ráð fyrir að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni minnka útflæði fjármagns um 1,7 milljarða króna á næstu þremur mánuðum, þegar tekið er tillit til mótvægisaðgerða íslenskra stjórnvalda þar sem hluti uppsagnarfrests starfsfólks er greiddur.

Útboð framundan sem þynnir núverandi hlutafa verulega út

Í gær var greint frá því að Icelandair Group ætli að auka hlutafé sitt um 30 þús­und milljón hluti. Útgefið hlutafé í dag er 5.437.660.653 hlut­ir. Núver­andi eign hlut­hafa verður því 15,3 pró­sent af útgefnu hlutafé ef það tekst að selja alla ætl­uðu hluta­fjár­aukn­ing­una. 

Auglýsing
Fyr­ir­hugað hluta­fjár­út­boð, sem verður almennt og fer fram í júní­mán­uði, á að safna rúm­lega 29 millj­örðum króna, eða 200 millj­ónum Banda­ríkja­dala, í aukið hluta­fé. Miðað við það má ætla að til standi að selja hvern hlut í hluta­fjár­út­boð­inu á rúm­lega eina krónu á hlut. Gengi Icelandair við lok við­skipta í gær í Kaup­höll­inni var 2,37 krónur á hlut.

Á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í gær var sam­­þykkt til­­laga fjög­­urra ráð­herra, þar á meðal for­­manna allra stjórn­­­ar­­flokk­anna, um að ríkið væri til­­­búið að eiga sam­­tal um mög­u­­lega veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til Icelandair Group. 

Í til­­kynn­ingu á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins sagði að aðkoma stjórn­­­valda sé háð því að full­nægj­andi árangur náist í fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu félags­­ins í sam­ræmi við þær áætl­­­anir sem kynntar hafa ver­ið, þar með talið að afla nýs hluta­fjár.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, samgöngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, sagði í Kast­ljósi í gærkvöldi að ábyrgðir rík­is­ins gætu hið minnsta numið yfir tíu millj­örðum króna. 

Líf­eyr­is­sjóðir verða í stóru hlut­verki

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group, ­­banda­ríski fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­sjóð­­­­­ur­inn PAR Capital Management, hefur und­an­farið minnkað hlut sinn í félag­inu úr 13,7 pró­­sent í 13,2 pró­­sent. Fyrst með því að selja 0,2 pró­­sent hlut og svo aftur með því að selja 0,3 pró­­sent hlut á allra síð­­­ustu dög­­um. 

Þetta má sjá á nýbirtum hlut­haf­a­lista Icelandair Group þar sem fjöldi hluta­bréfa í eigu PAR Capital Management, hefur dreg­ist saman um 16,5 millj­­ónir frá því í síð­­­ustu viku.

Næst stærsti eig­and­inn í Icelandair, á eftir Par Capital Management, er Líf­eyr­is­­­­sjóður verzlunarmanna með 11,8 pró­­­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­­­sent) og Birta (7,1 pró­­­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­in­u. 

Núver­andi eign hlut­hafa mun fara niður í 15,3 pró­sent við vænta hluta­fjár­aukn­ingu, tak­ist að selja hana alla.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans munu íslensku líf­eyr­is­­­­sjóð­irnir sem eru á meðal stærstu eig­enda félags­ins leika lyk­il­hlut­verk í end­­ur­fjár­­­mögnun Icelandair Group. Því er við­búið að þeir haldi sterkri stöðu í eig­enda­hópn­um.

Vilja að kröfu­hafar breyti skuldum í hlutafé

Í til­kynn­ing­unni sem send var út í gærkvöldi kom líka fram að sam­hliða hluta­fjár­út­boð­inu muni Icelandair Group kanna mögu­leika á því að breyta skuldum í hluta­fé. Á meðal þeirra sem Icelandair skuldar umtals­vert fé er rík­is­bank­inn Lands­bank­inn. Léleg rekstr­ar­nið­ur­staða Icelandair á árinu 2018 gerði það að verkum að skil­málar skulda­bréfa sem félagið hafði gefið út voru brotn­ir. Mán­uðum saman stóðu yfir við­ræður við skulda­bréfa­eig­end­urna um að end­ur­semja um flokk­anna vegna þessa. Þær við­ræður skil­uðu ekki árangri og 11. mars 2019 var greint frá því að Icelandair hefði fengið lánað 80 millj­ónir dala, þá um tíu millj­arða króna, hjá inn­lendri lána­stofnun gegn veði í tíu Boeing 757 flug­vélum félags­ins, sem eru komnar nokkuð til ára sinna. Láns­fjár­hæðin var nýtt sem hluta­greiðsla inn á útgefin skulda­bréf félags­ins.

Því var verið að flytja hluta af fjár­mögnun Icelandair frá skulda­bréfa­eig­endum og yfir á banka í eigu íslenska rík­is­ins vegna þess að ekki tókst að semja við þá. Hinn rík­is­bank­inn, Íslands­banki, hefur líka lánað Icelandair fé, en bein rík­is­á­byrgð er á starf­semi beggja bank­anna í gegnum eign á hluta­fé.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent