Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví

Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.

Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar eru í miklu sterk­ari stöðu til að nýta sér „upp­hafið að hinum breytta heimi“ en margar aðrar þjóð­ir, sagði Ólafur Ragnar Gríms­son í Silfr­inu á RÚV í dag. For­set­inn fyrr­ver­andi lagði til að Ísland myndi bjóða fólk vel­komið til þess að flýja kór­ónu­veiruna og að sett yrði upp ein­hvers konar „mið­stöð“ til þess að setja fólk í sótt­kví við kom­una til lands­ins.

Ólafur Ragnar sagði að Ísland sé nú að njóta enn einnar bylgju jákvæðrar umfjöllun í alþjóð­legum fjöl­miðlum vegna veiru­við­bragð­anna hér­lendis við og að það skapi tæki­færi, jafn­vel til þess að bjóða Ísland fram sem val­kost fyrir við­kvæma hópa sem vilja losna, til dæm­is, úr þétt­býlum borgum erlend­is.

„Hver vill vera í bið­röð í London, Par­ís, svo maður nefni nú ekki Asíu eða innan um kraða­kið á göt­unum þegar menn eiga kost á því að vera nán­ast einir í nátt­úr­unni á Ísland­i?“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Auglýsing

„Ég held að ef okkur tekst að hugsa þetta með nýjum hætti getum við boðið ver­öld­inni tæki­færi, aðstöðu og upp­lifun á næstu mán­uðum og miss­erum og árum sem önnur lönd geta ekki,“ sagði Ólafur Ragn­ar, sem sagð­ist vita til þess að fjöldi fólks væri til­bú­inn að ferð­ast þrátt fyrir að þurfa að vera í sótt­kví.

„Eins og menn mynd­uðu Ferða­þjón­ustu bænda hér fyrir nokkrum ára­tug­um, þá held ég að við þurfum að mynda ein­hverja mið­stöð sem sam­einar það að fylgj­ast með fólki, greina það, prófa það, setja það í sótt­kví, en líka gefa því tæki­færi að fara á Norð­ur­land, Aust­firði, Suð­ur­land­ið. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Telur stöðu Asíu og sér í lagi Kína vera að styrkj­ast

Hann var einnig spurður út í stöð­una í heims­málum eins og hún blasir við honum á tímum far­ald­urs­ins og sagði að Vest­ur­lönd þyrftu nú að horfast í augu við það að heims­myndin væri breytt og að við­brögðin við veirunni í stærstu ríkjum Evr­ópu, að und­an­skildu ef til vill Þýska­landi, hefðu verið slöpp. Við­brögðin í Banda­ríkj­unum hefðu síðan „end­an­lega rústað því að ver­öldin horfi til Banda­ríkj­anna sem fyr­ir­myndar eða til þess að veita for­yst­u.“

Ólafur Ragnar sagði að ríki Asíu hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við veiruna og að í kjöl­farið myndu þau og sér í lagi Kína, standa sterk­ari eft­ir. Kína yrði þannig eina ríkið sem yrði aflögu­fært til þess að hjálpa Afr­íku, ef eða þegar kór­ónu­veiran færi að valda hörm­ungum þar. Evr­ópa yrði það ekki og ekki Banda­ríkin held­ur. Þá hefði Evr­ópu­sam­bandið reynst van­mátt­ugt þegar á reyndi.

„Kína verður eina landið sem getur hjálpað Afr­íku. Ég held að það verði mjög erfitt, á Vest­ur­lönd­um, á næstu miss­erum og árum að telja almenn­ingi trú um það að hinn mikli óvinur okkar á 21. öld sé Asía. Þvert á móti held ég að það verði mjög erfitt en líka ögrandi verk­efni fyrir for­ystu­sveitir á Vest­ur­lönd­um, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, og fjöl­miðla­fólk, að hjálpa hinum lýð­ræð­is­legu sam­fé­lögum að átta sig á þess­ari nýju heims­mynd.

Þetta er hinn nýi veru­leiki, sem við verðum að taka með í reikn­ing­inn, því þetta er ekki búið. Þetta er ekki eina til­vikið á næstu ára­tug­um. Við þurfum að búa okkur undir það að veirur og nátt­úran banki upp á, og gleymum ekki lofts­lags­breyt­ing­un­um, með þeim hætti sem við höfum aldrei fyrr séð í sögu mann­kyns,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent