Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví

Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.

Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar eru í miklu sterk­ari stöðu til að nýta sér „upp­hafið að hinum breytta heimi“ en margar aðrar þjóð­ir, sagði Ólafur Ragnar Gríms­son í Silfr­inu á RÚV í dag. For­set­inn fyrr­ver­andi lagði til að Ísland myndi bjóða fólk vel­komið til þess að flýja kór­ónu­veiruna og að sett yrði upp ein­hvers konar „mið­stöð“ til þess að setja fólk í sótt­kví við kom­una til lands­ins.

Ólafur Ragnar sagði að Ísland sé nú að njóta enn einnar bylgju jákvæðrar umfjöllun í alþjóð­legum fjöl­miðlum vegna veiru­við­bragð­anna hér­lendis við og að það skapi tæki­færi, jafn­vel til þess að bjóða Ísland fram sem val­kost fyrir við­kvæma hópa sem vilja losna, til dæm­is, úr þétt­býlum borgum erlend­is.

„Hver vill vera í bið­röð í London, Par­ís, svo maður nefni nú ekki Asíu eða innan um kraða­kið á göt­unum þegar menn eiga kost á því að vera nán­ast einir í nátt­úr­unni á Ísland­i?“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Auglýsing

„Ég held að ef okkur tekst að hugsa þetta með nýjum hætti getum við boðið ver­öld­inni tæki­færi, aðstöðu og upp­lifun á næstu mán­uðum og miss­erum og árum sem önnur lönd geta ekki,“ sagði Ólafur Ragn­ar, sem sagð­ist vita til þess að fjöldi fólks væri til­bú­inn að ferð­ast þrátt fyrir að þurfa að vera í sótt­kví.

„Eins og menn mynd­uðu Ferða­þjón­ustu bænda hér fyrir nokkrum ára­tug­um, þá held ég að við þurfum að mynda ein­hverja mið­stöð sem sam­einar það að fylgj­ast með fólki, greina það, prófa það, setja það í sótt­kví, en líka gefa því tæki­færi að fara á Norð­ur­land, Aust­firði, Suð­ur­land­ið. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Telur stöðu Asíu og sér í lagi Kína vera að styrkj­ast

Hann var einnig spurður út í stöð­una í heims­málum eins og hún blasir við honum á tímum far­ald­urs­ins og sagði að Vest­ur­lönd þyrftu nú að horfast í augu við það að heims­myndin væri breytt og að við­brögðin við veirunni í stærstu ríkjum Evr­ópu, að und­an­skildu ef til vill Þýska­landi, hefðu verið slöpp. Við­brögðin í Banda­ríkj­unum hefðu síðan „end­an­lega rústað því að ver­öldin horfi til Banda­ríkj­anna sem fyr­ir­myndar eða til þess að veita for­yst­u.“

Ólafur Ragnar sagði að ríki Asíu hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við veiruna og að í kjöl­farið myndu þau og sér í lagi Kína, standa sterk­ari eft­ir. Kína yrði þannig eina ríkið sem yrði aflögu­fært til þess að hjálpa Afr­íku, ef eða þegar kór­ónu­veiran færi að valda hörm­ungum þar. Evr­ópa yrði það ekki og ekki Banda­ríkin held­ur. Þá hefði Evr­ópu­sam­bandið reynst van­mátt­ugt þegar á reyndi.

„Kína verður eina landið sem getur hjálpað Afr­íku. Ég held að það verði mjög erfitt, á Vest­ur­lönd­um, á næstu miss­erum og árum að telja almenn­ingi trú um það að hinn mikli óvinur okkar á 21. öld sé Asía. Þvert á móti held ég að það verði mjög erfitt en líka ögrandi verk­efni fyrir for­ystu­sveitir á Vest­ur­lönd­um, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, og fjöl­miðla­fólk, að hjálpa hinum lýð­ræð­is­legu sam­fé­lögum að átta sig á þess­ari nýju heims­mynd.

Þetta er hinn nýi veru­leiki, sem við verðum að taka með í reikn­ing­inn, því þetta er ekki búið. Þetta er ekki eina til­vikið á næstu ára­tug­um. Við þurfum að búa okkur undir það að veirur og nátt­úran banki upp á, og gleymum ekki lofts­lags­breyt­ing­un­um, með þeim hætti sem við höfum aldrei fyrr séð í sögu mann­kyns,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent