Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví

Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.

Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar eru í miklu sterk­ari stöðu til að nýta sér „upp­hafið að hinum breytta heimi“ en margar aðrar þjóð­ir, sagði Ólafur Ragnar Gríms­son í Silfr­inu á RÚV í dag. For­set­inn fyrr­ver­andi lagði til að Ísland myndi bjóða fólk vel­komið til þess að flýja kór­ónu­veiruna og að sett yrði upp ein­hvers konar „mið­stöð“ til þess að setja fólk í sótt­kví við kom­una til lands­ins.

Ólafur Ragnar sagði að Ísland sé nú að njóta enn einnar bylgju jákvæðrar umfjöllun í alþjóð­legum fjöl­miðlum vegna veiru­við­bragð­anna hér­lendis við og að það skapi tæki­færi, jafn­vel til þess að bjóða Ísland fram sem val­kost fyrir við­kvæma hópa sem vilja losna, til dæm­is, úr þétt­býlum borgum erlend­is.

„Hver vill vera í bið­röð í London, Par­ís, svo maður nefni nú ekki Asíu eða innan um kraða­kið á göt­unum þegar menn eiga kost á því að vera nán­ast einir í nátt­úr­unni á Ísland­i?“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Auglýsing

„Ég held að ef okkur tekst að hugsa þetta með nýjum hætti getum við boðið ver­öld­inni tæki­færi, aðstöðu og upp­lifun á næstu mán­uðum og miss­erum og árum sem önnur lönd geta ekki,“ sagði Ólafur Ragn­ar, sem sagð­ist vita til þess að fjöldi fólks væri til­bú­inn að ferð­ast þrátt fyrir að þurfa að vera í sótt­kví.

„Eins og menn mynd­uðu Ferða­þjón­ustu bænda hér fyrir nokkrum ára­tug­um, þá held ég að við þurfum að mynda ein­hverja mið­stöð sem sam­einar það að fylgj­ast með fólki, greina það, prófa það, setja það í sótt­kví, en líka gefa því tæki­færi að fara á Norð­ur­land, Aust­firði, Suð­ur­land­ið. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Telur stöðu Asíu og sér í lagi Kína vera að styrkj­ast

Hann var einnig spurður út í stöð­una í heims­málum eins og hún blasir við honum á tímum far­ald­urs­ins og sagði að Vest­ur­lönd þyrftu nú að horfast í augu við það að heims­myndin væri breytt og að við­brögðin við veirunni í stærstu ríkjum Evr­ópu, að und­an­skildu ef til vill Þýska­landi, hefðu verið slöpp. Við­brögðin í Banda­ríkj­unum hefðu síðan „end­an­lega rústað því að ver­öldin horfi til Banda­ríkj­anna sem fyr­ir­myndar eða til þess að veita for­yst­u.“

Ólafur Ragnar sagði að ríki Asíu hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við veiruna og að í kjöl­farið myndu þau og sér í lagi Kína, standa sterk­ari eft­ir. Kína yrði þannig eina ríkið sem yrði aflögu­fært til þess að hjálpa Afr­íku, ef eða þegar kór­ónu­veiran færi að valda hörm­ungum þar. Evr­ópa yrði það ekki og ekki Banda­ríkin held­ur. Þá hefði Evr­ópu­sam­bandið reynst van­mátt­ugt þegar á reyndi.

„Kína verður eina landið sem getur hjálpað Afr­íku. Ég held að það verði mjög erfitt, á Vest­ur­lönd­um, á næstu miss­erum og árum að telja almenn­ingi trú um það að hinn mikli óvinur okkar á 21. öld sé Asía. Þvert á móti held ég að það verði mjög erfitt en líka ögrandi verk­efni fyrir for­ystu­sveitir á Vest­ur­lönd­um, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, og fjöl­miðla­fólk, að hjálpa hinum lýð­ræð­is­legu sam­fé­lögum að átta sig á þess­ari nýju heims­mynd.

Þetta er hinn nýi veru­leiki, sem við verðum að taka með í reikn­ing­inn, því þetta er ekki búið. Þetta er ekki eina til­vikið á næstu ára­tug­um. Við þurfum að búa okkur undir það að veirur og nátt­úran banki upp á, og gleymum ekki lofts­lags­breyt­ing­un­um, með þeim hætti sem við höfum aldrei fyrr séð í sögu mann­kyns,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent