Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví

Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.

Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Auglýsing

Íslend­ingar eru í miklu sterk­ari stöðu til að nýta sér „upp­hafið að hinum breytta heimi“ en margar aðrar þjóð­ir, sagði Ólafur Ragnar Gríms­son í Silfr­inu á RÚV í dag. For­set­inn fyrr­ver­andi lagði til að Ísland myndi bjóða fólk vel­komið til þess að flýja kór­ónu­veiruna og að sett yrði upp ein­hvers konar „mið­stöð“ til þess að setja fólk í sótt­kví við kom­una til lands­ins.

Ólafur Ragnar sagði að Ísland sé nú að njóta enn einnar bylgju jákvæðrar umfjöllun í alþjóð­legum fjöl­miðlum vegna veiru­við­bragð­anna hér­lendis við og að það skapi tæki­færi, jafn­vel til þess að bjóða Ísland fram sem val­kost fyrir við­kvæma hópa sem vilja losna, til dæm­is, úr þétt­býlum borgum erlend­is.

„Hver vill vera í bið­röð í London, Par­ís, svo maður nefni nú ekki Asíu eða innan um kraða­kið á göt­unum þegar menn eiga kost á því að vera nán­ast einir í nátt­úr­unni á Ísland­i?“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Auglýsing

„Ég held að ef okkur tekst að hugsa þetta með nýjum hætti getum við boðið ver­öld­inni tæki­færi, aðstöðu og upp­lifun á næstu mán­uðum og miss­erum og árum sem önnur lönd geta ekki,“ sagði Ólafur Ragn­ar, sem sagð­ist vita til þess að fjöldi fólks væri til­bú­inn að ferð­ast þrátt fyrir að þurfa að vera í sótt­kví.

„Eins og menn mynd­uðu Ferða­þjón­ustu bænda hér fyrir nokkrum ára­tug­um, þá held ég að við þurfum að mynda ein­hverja mið­stöð sem sam­einar það að fylgj­ast með fólki, greina það, prófa það, setja það í sótt­kví, en líka gefa því tæki­færi að fara á Norð­ur­land, Aust­firði, Suð­ur­land­ið. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Telur stöðu Asíu og sér í lagi Kína vera að styrkj­ast

Hann var einnig spurður út í stöð­una í heims­málum eins og hún blasir við honum á tímum far­ald­urs­ins og sagði að Vest­ur­lönd þyrftu nú að horfast í augu við það að heims­myndin væri breytt og að við­brögðin við veirunni í stærstu ríkjum Evr­ópu, að und­an­skildu ef til vill Þýska­landi, hefðu verið slöpp. Við­brögðin í Banda­ríkj­unum hefðu síðan „end­an­lega rústað því að ver­öldin horfi til Banda­ríkj­anna sem fyr­ir­myndar eða til þess að veita for­yst­u.“

Ólafur Ragnar sagði að ríki Asíu hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við veiruna og að í kjöl­farið myndu þau og sér í lagi Kína, standa sterk­ari eft­ir. Kína yrði þannig eina ríkið sem yrði aflögu­fært til þess að hjálpa Afr­íku, ef eða þegar kór­ónu­veiran færi að valda hörm­ungum þar. Evr­ópa yrði það ekki og ekki Banda­ríkin held­ur. Þá hefði Evr­ópu­sam­bandið reynst van­mátt­ugt þegar á reyndi.

„Kína verður eina landið sem getur hjálpað Afr­íku. Ég held að það verði mjög erfitt, á Vest­ur­lönd­um, á næstu miss­erum og árum að telja almenn­ingi trú um það að hinn mikli óvinur okkar á 21. öld sé Asía. Þvert á móti held ég að það verði mjög erfitt en líka ögrandi verk­efni fyrir for­ystu­sveitir á Vest­ur­lönd­um, bæði í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um, og fjöl­miðla­fólk, að hjálpa hinum lýð­ræð­is­legu sam­fé­lögum að átta sig á þess­ari nýju heims­mynd.

Þetta er hinn nýi veru­leiki, sem við verðum að taka með í reikn­ing­inn, því þetta er ekki búið. Þetta er ekki eina til­vikið á næstu ára­tug­um. Við þurfum að búa okkur undir það að veirur og nátt­úran banki upp á, og gleymum ekki lofts­lags­breyt­ing­un­um, með þeim hætti sem við höfum aldrei fyrr séð í sögu mann­kyns,“ sagði Ólafur Ragn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent