Ólafur Ragnar telur marga vilja koma til Íslands í sóttkví

Ólafur Ragnar Grímsson telur að það verði mögulegt að lokka ferðafólk til Íslands í stórum stíl á næstu misserum, þrátt fyrir að fólk þyrfti að vera í sóttkví við komuna. Jákvæð alþjóðleg umfjöllun um veiruviðbrögðin hér á landi vinni með Íslendingum.

Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu í morgun.
Auglýsing

Íslendingar eru í miklu sterkari stöðu til að nýta sér „upphafið að hinum breytta heimi“ en margar aðrar þjóðir, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Silfrinu á RÚV í dag. Forsetinn fyrrverandi lagði til að Ísland myndi bjóða fólk velkomið til þess að flýja kórónuveiruna og að sett yrði upp einhvers konar „miðstöð“ til þess að setja fólk í sóttkví við komuna til landsins.

Ólafur Ragnar sagði að Ísland sé nú að njóta enn einnar bylgju jákvæðrar umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum vegna veiruviðbragðanna hérlendis við og að það skapi tækifæri, jafnvel til þess að bjóða Ísland fram sem valkost fyrir viðkvæma hópa sem vilja losna, til dæmis, úr þéttbýlum borgum erlendis.

„Hver vill vera í biðröð í London, París, svo maður nefni nú ekki Asíu eða innan um kraðakið á götunum þegar menn eiga kost á því að vera nánast einir í náttúrunni á Íslandi?“ sagði Ólafur Ragnar.

Auglýsing

„Ég held að ef okkur tekst að hugsa þetta með nýjum hætti getum við boðið veröldinni tækifæri, aðstöðu og upplifun á næstu mánuðum og misserum og árum sem önnur lönd geta ekki,“ sagði Ólafur Ragnar, sem sagðist vita til þess að fjöldi fólks væri tilbúinn að ferðast þrátt fyrir að þurfa að vera í sóttkví.

„Eins og menn mynduðu Ferðaþjónustu bænda hér fyrir nokkrum áratugum, þá held ég að við þurfum að mynda einhverja miðstöð sem sameinar það að fylgjast með fólki, greina það, prófa það, setja það í sóttkví, en líka gefa því tækifæri að fara á Norðurland, Austfirði, Suðurlandið. Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Ólafur Ragnar.

Telur stöðu Asíu og sér í lagi Kína vera að styrkjast

Hann var einnig spurður út í stöðuna í heimsmálum eins og hún blasir við honum á tímum faraldursins og sagði að Vesturlönd þyrftu nú að horfast í augu við það að heimsmyndin væri breytt og að viðbrögðin við veirunni í stærstu ríkjum Evrópu, að undanskildu ef til vill Þýskalandi, hefðu verið slöpp. Viðbrögðin í Bandaríkjunum hefðu síðan „endanlega rústað því að veröldin horfi til Bandaríkjanna sem fyrirmyndar eða til þess að veita forystu.“

Ólafur Ragnar sagði að ríki Asíu hefðu staðið sig mun betur í baráttunni við veiruna og að í kjölfarið myndu þau og sér í lagi Kína, standa sterkari eftir. Kína yrði þannig eina ríkið sem yrði aflögufært til þess að hjálpa Afríku, ef eða þegar kórónuveiran færi að valda hörmungum þar. Evrópa yrði það ekki og ekki Bandaríkin heldur. Þá hefði Evrópusambandið reynst vanmáttugt þegar á reyndi.

„Kína verður eina landið sem getur hjálpað Afríku. Ég held að það verði mjög erfitt, á Vesturlöndum, á næstu misserum og árum að telja almenningi trú um það að hinn mikli óvinur okkar á 21. öld sé Asía. Þvert á móti held ég að það verði mjög erfitt en líka ögrandi verkefni fyrir forystusveitir á Vesturlöndum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og fjölmiðlafólk, að hjálpa hinum lýðræðislegu samfélögum að átta sig á þessari nýju heimsmynd.

Þetta er hinn nýi veruleiki, sem við verðum að taka með í reikninginn, því þetta er ekki búið. Þetta er ekki eina tilvikið á næstu áratugum. Við þurfum að búa okkur undir það að veirur og náttúran banki upp á, og gleymum ekki loftslagsbreytingunum, með þeim hætti sem við höfum aldrei fyrr séð í sögu mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent