Farþegum Icelandair í apríl fækkaði úr 318 þúsund í 1.700 milli ára

Millilandaflug Icelandair lagðist nánast af í síðasta mánuði og gríðarlegur samdráttur var einnig í innanlandsflugi. Fraktflutningar drógust hins vegar minna saman.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Alls flugu um 1.700 manns með Icelandair í apr­íl­mán­uði 2020. Í saman mán­uði árið áður voru far­þeg­arnir 318 þús­und tals­ins. Það þýðir að 99 pró­sent sam­dráttur var á milli ára. 

Þetta kemur fram í nýjum flutn­ings­tölum sem Icelandair birti í dag.

Þar kemur líka fram að gríð­ar­legur sam­dráttur var í inn­an­lands­flugi. „Fjöldi far­þega hjá Air Iceland Conn­ect var rúm­lega 1.970 í apr­íl­mán­uði og fækk­aði um 91 pró­sent á milli ára. Fram­boð minnk­aði um 87% og var sæta­nýt­ing 46,2 pró­sent sam­an­borið við 69 pró­sent í apríl 2019. Seldir blokk­tímar í leiguflug­starf­semi félags­ins dróg­ust saman um 75 pró­sent í mars­mán­uð­i. 

Frakt­flutn­ingar dróg­ust hins vegar minna sam­an, eða um 37 pró­sent. „Á helstu flutn­inga­leiðum hefur allt fram­boð verið að fullu nýtt og sam­drætti í far­þega­flugi verið mætt með auka ferðum af frakt­vélum félags­ins til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þannig hefur félagið náð að tryggja útflutn­ing og verð­mæti sjáv­ar­af­urða og ann­arra útflutn­ings­vara og flutt inn nauð­synja­vörur til Íslands.“

Auglýsing
Icelandair Group tap­aði 30,1 millj­­arði króna á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs. Það er rúm­lega tvisvar sinnum sam­eig­in­legt tap félags­ins á árunum 2018 og 2019, sem voru þó slæm rekstr­ar­ár. Það er rúm­lega fjórum sinnum hærri upp­hæð en Icelandair tap­aði á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra. 

Og það er fyr­ir­liggj­andi að Icelandair var í fullri starf­semi þorra þeirra mán­aða sem um ræð­ir. Helstu mark­aðir fóru ekki að lok­ast fyrr en eftir að Banda­ríkin greindu frá sínu ferða­banni 12. mars. Evr­ópa fylgdi svo í kjöl­far­ið. Mark­aðsvirði Icelandair fór undir 30 millj­arða króna í fyrsta sinn í átta ár snemma í mars. Það er nú um níu millj­arðar króna. 

Eigið fé Icelandair Group var 27,2 millj­­arðar króna í lok mars, eða 191,2 millj­­ónir dala. Lausa­­fjár­­­staðan nam 40 millj­­örðum króna, eða 281 milljón dala, í lok mars og er því enn yfir 29 millj­­arðar króna, 200 milljón dala, við­mið­inu sem Icelandair vinnur eftir að fara ekki und­­ir. Í lok árs 2019 átti Icelandair um 302 millj­­ónir dala í laust fé. 

Icelandair sagði upp 2.140 manns í síð­­­ustu viku til við­­bótar við þá 230 sem félagið rak í lok mars. Í síð­­­ustu viku til­­kynntu stjórn­­völd um að þau myndu greiða stóran hluta launa starfs­­fólks fyr­ir­tækja eins og Icelandair í upp­­sagn­­ar­fresti og að þau myndu skoða að lána félag­inu eða ábyrgj­­ast lán til þess ef það tæk­ist að end­­ur­­skipu­­leggja sig fjár­­hags­­lega. Sú end­­ur­­skipu­lagn­ing felur í sér að biðla til kröf­u­hafa að breyta kröfum í hlutafé og að auka hlutafé félags­­ins um 30 þús­und milljón hluti, sem myndi þynna núver­andi hlut­hafa að óbreyttu niður í sam­eig­in­­lega 15,3 pró­­sent eign. Vonir standa til að Icelandair geti safnað 29 millj­­örðum króna í nýtt hlutafé með þessum hætt­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent