Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins

Virðisrýrnun útlána Íslandsbanka á fyrstu þremur mánuðum ársins var neikvæð um tæpa 3,5 milljarða króna og arðsemi eigin fjár hjá bankanum var neikvæð um þrjú prósent.

íslandsbanki
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, tap­aði 1,4 millj­arði króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020. Á sama tíma í fyrra hagn­að­ist bank­inn um 2,6 millj­arða króna og því er um fjög­urra millj­arða króna við­snún­ing að ræða milli ára. 

Þetta kemur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri bank­ans sem birt var í dag.

Þar segir að virð­is­breyt­ingar útlána til við­skipta­vina bank­ans hafi verið nei­kvæðar um tæp­lega 3,5 millj­arða króna og útskýrir það tapið að mestu. Hún var 907 millj­ónir króna á sama tíma í fyrra og hækk­aði því um 2,6 millj­arða króna milli ára. Arð­semi eigin fjár hjá bank­anum var nei­kvæð um þrjú pró­sent.

Auglýsing

Virð­is­rýrn­unin á útlánum bank­ans teng­ist að uppi­stöðu lánum sem hann hefur veitt til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. 

Tap á veltu­bók verð­bréfa og nið­ur­færslna eigna í fjár­fest­ing­ar­bók var 1,7 millj­arðar króna.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir að rekstr­ar­nið­ur­staðan sé lituð af nei­kvæðri virð­is­rýrn­un, tapi á veltu­bók verð­bréfa og nið­ur­færslna eigna í fjár­fest­ing­ar­bók. Arð­semi eigin fjár sé því undir mark­miði sem skýrist af aðstæðum í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins sem eigi sér enga hlið­stæðu. „Ís­lands­banki hefur með hlut­verki sínu að vera hreyfi­afl til góðra verka skuld­bundið sig til að vinna náið með við­skipta­vinum og styðja við þá í þeim áskor­unum sem alheims­far­aldur veld­ur. Nú þegar hafa aðgerðir eins og tíma­bundin frestun afborg­ana og vaxta af lánum verið kynnt­ar. Rík­is­stjórnin hefur einnig kynnt fjöl­margar aðgerðir sem vinna gegn atvinnu­leysi og tíma­bundnum tekju­missi og munu stuðla að við­spyrnu hag­kerf­is­ins þegar far­ald­ur­inn gengur nið­ur.“

Rekstr­ar­kostn­aður Íslands­banka á fyrsta árs­fjórð­ungi lækk­aði um 8,4 pró­sent á milli ára og  vaxta­tekjur juk­ust um 8,1 pró­sent. Ný útlán námu 57 millj­örðum króna og juk­ust um 4,8 pró­sent frá ára­mót­um.

Eigið fé Íslands­banka er 179,5 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 22,3 pró­sent. Eignir bank­ans er 1.199 millj­arðar króna og í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins kemur fram að end­ur­fjár­mögn­un­ar­þörf bank­ans í erlendri mynt á þessu ári sé nær eng­in. 

Kostn­að­ar­hlut­fall sam­stæð­unnar hækk­aði úr 59,6 í 62,9 pró­sent milli ára. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent