Íslandsbanki tapaði 1,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins

Virðisrýrnun útlána Íslandsbanka á fyrstu þremur mánuðum ársins var neikvæð um tæpa 3,5 milljarða króna og arðsemi eigin fjár hjá bankanum var neikvæð um þrjú prósent.

íslandsbanki
Auglýsing

Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, tap­aði 1,4 millj­arði króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020. Á sama tíma í fyrra hagn­að­ist bank­inn um 2,6 millj­arða króna og því er um fjög­urra millj­arða króna við­snún­ing að ræða milli ára. 

Þetta kemur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri bank­ans sem birt var í dag.

Þar segir að virð­is­breyt­ingar útlána til við­skipta­vina bank­ans hafi verið nei­kvæðar um tæp­lega 3,5 millj­arða króna og útskýrir það tapið að mestu. Hún var 907 millj­ónir króna á sama tíma í fyrra og hækk­aði því um 2,6 millj­arða króna milli ára. Arð­semi eigin fjár hjá bank­anum var nei­kvæð um þrjú pró­sent.

Auglýsing

Virð­is­rýrn­unin á útlánum bank­ans teng­ist að uppi­stöðu lánum sem hann hefur veitt til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. 

Tap á veltu­bók verð­bréfa og nið­ur­færslna eigna í fjár­fest­ing­ar­bók var 1,7 millj­arðar króna.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, segir að rekstr­ar­nið­ur­staðan sé lituð af nei­kvæðri virð­is­rýrn­un, tapi á veltu­bók verð­bréfa og nið­ur­færslna eigna í fjár­fest­ing­ar­bók. Arð­semi eigin fjár sé því undir mark­miði sem skýrist af aðstæðum í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins sem eigi sér enga hlið­stæðu. „Ís­lands­banki hefur með hlut­verki sínu að vera hreyfi­afl til góðra verka skuld­bundið sig til að vinna náið með við­skipta­vinum og styðja við þá í þeim áskor­unum sem alheims­far­aldur veld­ur. Nú þegar hafa aðgerðir eins og tíma­bundin frestun afborg­ana og vaxta af lánum verið kynnt­ar. Rík­is­stjórnin hefur einnig kynnt fjöl­margar aðgerðir sem vinna gegn atvinnu­leysi og tíma­bundnum tekju­missi og munu stuðla að við­spyrnu hag­kerf­is­ins þegar far­ald­ur­inn gengur nið­ur.“

Rekstr­ar­kostn­aður Íslands­banka á fyrsta árs­fjórð­ungi lækk­aði um 8,4 pró­sent á milli ára og  vaxta­tekjur juk­ust um 8,1 pró­sent. Ný útlán námu 57 millj­örðum króna og juk­ust um 4,8 pró­sent frá ára­mót­um.

Eigið fé Íslands­banka er 179,5 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fallið 22,3 pró­sent. Eignir bank­ans er 1.199 millj­arðar króna og í til­kynn­ingu vegna upp­gjörs­ins kemur fram að end­ur­fjár­mögn­un­ar­þörf bank­ans í erlendri mynt á þessu ári sé nær eng­in. 

Kostn­að­ar­hlut­fall sam­stæð­unnar hækk­aði úr 59,6 í 62,9 pró­sent milli ára. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent