„Við erum bara hýslar, bara leiksvið fyrir veiruna“

Getur nýja kórónuveiran stökkbreyst og orðið hættulegri? Hún mun þróast en við getum haft áhrif á hvernig það gerist með því að fækka smitum. Þannig breytum við leiksviðinu og minnkum möguleikana á að hún stökkbreytist, segir Arnar Pálsson erfðafræðingur.

Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Þegar orðin stökk­breyt­ing og kór­ónu­veiran eru að finna í sömu setn­ingu rennur sjálf­sagt mörgum kalt vatn milli skinns og hör­unds. ­Stökk­breyt­ing er eitt­hvað sem við heyrum í vís­inda­skáld­skap – orðið er ­gild­is­hlaðið og í hugum margra nei­kvætt. Fyrsta hugsun okkar gæti verið að ­stökk­breyt­ing geti ekki leitt neitt gott af sér.

 Svo það er skilj­an­legt að margar fyr­ir­spurnir sem ber­ast Vís­inda­vef Háskóla Íslands um þessar mundir snú­ist um einmitt þetta: Getur nýja kór­ónu­veiran stökk­breyst? Og ef svarið er já – getur hún þá orðið hættu­legri?

Vís­inda­menn Háskóla Íslands svara spurn­ingum sem ber­ast Vís­inda­vefnum af kost­gæfni og einn þeirra er erfða­fræð­ing­ur­inn Arnar Páls­son sem líkt og aðrir fræði­menn aflar sér stöðugt nýrra upp­lýs­inga um rann­sóknir á veirunni.

„Mér sýn­ist að fólk ótt­ist að veiran geti stökk­breyst og orðið svæsnari,“ segir Arn­ar. Hann er pró­fessor í líf­upp­lýs­inga­fræði og er staddur á skrif­stof­unni sinni í Öskju, nátt­úru­fræði­húsi Háskóla Íslands, þeg­ar hann flettir í gegnum rann­sóknir sem hann hefur nýlega lesið til að svara fyr­ir­spurn ­blaða­manns Kjarn­ans.

Auglýsing

Líf­upp­lýs­inga­fræð­i... hvað er það nú eig­in­lega?

„Líf­upp­lýs­inga­fræði er til­tölu­lega ný grein, svona ­tísku­orð,“ segir hann og hlær. Í grunn­inn er hann erfða­fræð­ingur og í störf­um sínum rann­sakar hann meðal ann­ars þróun teg­unda eins og bleikj­unnar hér­lend­is, ­gena­kerfi líf­vera og þar fram eftir göt­un­um.

Arnar situr í rit­nefnd Vís­inda­vefs­ins og hefur síð­ustu vikur svarað fjöl­mörgum spurn­ingum í tengslum við far­aldur kór­ónu­veirunn­ar. Fyrst og fremst spurn­ingum um mögu­legar stökk­breyt­ingar veirunnar sem virð­ast brenna mjög á fólki.

„Ís­lenska orðið stökk­breyt­ing er svo­lítið óþægi­legt og vek­ur ugg,“ segir hann um áhuga Íslend­inga á þessum þætti. „Margir virð­ast tengja það við vís­inda­skáld­sögur þar sem allt fer á versta veg. Mér finnst mjög mik­il­vægt að slá á þessa hræðslu og þess vegna hef ég svarað ítar­lega mörgum spurn­ing­um um stökk­breyt­ingar veira á Vís­inda­vefn­um. Af nógu þurfum við að hafa áhyggj­ur svo þessar bæt­ist ekki við.“

Kórónuveirur draga nafn sitt af útliti sínu.  Mynd: Shutterstock

Og svörin við algeng­ustu spurn­ing­unum eru: Já, veir­ur ­stökk­breytast, en nei, þær gera okkur ekki að upp­vakn­ingum með því að taka yfir­ heila­starf­sem­ina og leggja okkur orð í munn. En þær geta vissu­lega ver­ið hættu­leg­ar. Jafn­vel lífs­hættu­leg­ar.

Stökk­breyt­ingar eru hluti af nátt­úru­legum ferlum, útskýr­ir ­Arn­ar. „Menn eru með tug­millj­ónir stökk­breyt­inga en flestar þeirra hafa ekki skað­leg áhrif. Í hverri kyn­frumu sem við fáum frá móður eru tutt­ugu nýjar ­stökk­breyt­ingar og í hverri kyn­frumu frá föður eru þær enn fleiri. Ein­hverjar ­stökk­breyt­ingar geta verið slæmar en við þurfum samt ekki að vera hrædd við þær.“

Á end­anum nýt­ast sumar stökk­breyt­ingar okk­ur, til dæmis í því að gera ens­ímin okkar betri eða gera okkur þolin gagn­vart geisl­un. „­Stökk­breyt­ingar eru hrá­efni fyrir þró­un. Flestar sem eru algengar meðal manna hafa ekki nokkur áhrif á okk­ur, þær gera okkur ekki betri í lífs­bar­átt­unni en ekki verri held­ur.“

Vegna þess hve orðið stökk­breyt­ing er gild­is­hlaðið segir Arnar oft betra að nota orðið „erfða­breyti­leik­i“.

Veirur breyt­ast sér í hag

Í upp­hafi far­ald­urs­ins ríkti mikil óvissa. Veiran var ný og ekk­ert vitað um hvernig hún hag­aði sér. Snemma var ljóst að til voru ólík­ir ­stofnar af henni sem er þó ekki óvænt þar sem hún tekur stöð­ugum breyt­ingum á meðan hún ferð­ast manna á milli um allan heim. Það sem olli almenn­ingi ótta var að í fyrstu voru óljósar fregnir um að ólík afbrigði hennar virt­ust valda mis­al­var­legum sjúk­dóms­ein­kenn­um. „En miðað við þær rann­sóknir sem hafa ver­ið ­gerðar hingað til bendir ekk­ert til þess að svo sé,“ segir Arn­ar. „En það þýð­ir ekki að annað afbrigði af henni verði ekki til í fram­tíð­inni. Þá stendur eft­ir ­spurn­ing­in, verður hún þá hættu­meiri eða hættu­minni fyrir okkur mann­fólk­ið?“

Veiran mun þró­ast. Valið verður fyrir stökk­breyt­ingum sem eru henni best í hag. Henni er ekki sér­stak­lega annt um okkur – svo mikið er víst. „Við erum bara hýsl­ar, bara leik­svið fyrir veiruna. Þess vegna er svo ­mik­il­vægt að hafa í huga að allt sem við gerum breytir þessu leik­sviði. Ef við ­gætum að hrein­læti, forð­umst mann­marga staði og höldum fjar­lægð okkar á milli­, þá hægir það á fjölgun veirunn­ar. Hún á þá erf­ið­ara upp­drátt­ar, hefur færri lík­ama til að sýkja.“

Eitt það veiga­mesta í aðgerðum okkar er að fækka smitum því í hvert skipti sem veiran fjölgar sér þá getur hún stökk­breyst. „Og í hvert ­skipti sem hún gerir það aukast lík­urnar á því að breyt­ingar verði, sem eru henni sjálfri í hag. En opna spurn­ingin er, hvað er henni í hag?“

Að gæta að ítrasta hreinlæti dregur úr líkum á því að veiran fjölgi sér og þar með stökkbreytist. Mynd: EPA

Er betra fyrir veiruna að sýkja sem flesta og sem hraðast? Eða ­valda frekar langvar­andi sýk­ingu? Nú eða valda alvar­legri eða mild­ari sjúk­dómi? Í ljósi sög­unnar þá haga ólíkar veirur sér með mis­mun­andi hætti. Afleið­ing­ar ­sýk­ingar af þeirra völdum eru mis­jafn­ar. Þær geta valdið dauða eða þær geta ­valdið ein­kennum sem verða til þess að við­kom­andi veira á auð­veld­ara með að dreifa ­sér og fjölga. Þannig var til dæmis veiran sem olli stóru bólu. Margar bólur ­mynd­uð­ust á húð sýktra ein­stak­linga og þannig átti veiran greiða leið út úr einum lík­ama og í þann næsta. „Aðrar veirur velja mild­ari leið,“ segir Arn­ar. „Þær valda lang­vinnu kvefi en geta þá að sama skapi smitað yfir langt tíma­bil.“

And­inn er úr glas­inu

Og út frá fræð­unum er því að sögn Arn­ars nokk­uð ó­fyr­ir­sjá­an­legt hvaða leið hver veira fer. Þannig að það að fækka smitum manna á milli – með fjar­lægð og fleiri aðgerðum – breytum við kjör­lendi veirunn­ar. „En við getum ekki bara horft á þetta út frá Íslandi eða Evr­ópu,“ bendir hann á. „Í þessu sam­bandi skiptir máli hvað ger­ist alls staðar í heim­in­um. Ef við ­náum ekki taum­haldi á henni í fátækt­ar­hverfum eða flótta­manna­búðum þá mun þessi veira sveima um heim­inn og koma aftur og aft­ur.“

Og er ekki hætta á því, nú þegar veiruna er að finna um víða ver­öld?

„Sér­fræð­ingar í smit­sjúk­dómum hafa bent á að sé tölu­verð hætta á því,“ svarar Arn­ar. „And­inn er úr glas­inu, því mið­ur. Og hann er ekki ljúfur í lund.“

Þannig að saman tek­ið, eins og Arnar skrifar í svari sínu á Vís­inda­vefn­um:

  • Stökk­breyt­ingar geta haft jákvæð, nei­kvæð eða engin áhrif á þró­un­ar­fræði­lega hæfni ein­stak­linga.
  • Það er frekar ólík­legt að stökk­breyt­ingar leið­i til þess að nýja kór­ónu­veiran verði hættu­legri.
  • Ekki er ástæða til að hræð­ast stökk­breyt­ingar í veirunni sér­stak­lega því flest erfða­frá­vik eru hlut­laus.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent