Hefur áhyggjur af því að enn og aftur verði unga fólkið skilið eftir

Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvort hún ætlaði „virkilega að skilja ungt fólk eftir enn eina ferðina“. Ráðherrann svaraði og sagði að töluvert hefði þegar verið undirbúið sem myndi mæta mjög mörgum námsmönnum á komandi sumri.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra út í aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart unga fólk­inu í land­inu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn sagði að í kjöl­far hruns­ins fyrir rúm­lega ára­tug hefði verið gripið til fjöl­margra úrræða sem áttu að bæta hag lands­manna. „Leið­rétt­ing­in, eins og hún var köll­uð, er dæmi um aðgerð stjórn­valda sem greiddi millj­arða­tugi til eldri kyn­slóða og eigna­fólks. Talað var um for­sendu­brest sem rétt­lætti þessa gríð­ar­legu eigna­til­færslu en yngri kyn­slóðin fékk enga leið­rétt­ingu. Sú kyn­slóð er enn að berj­ast við að geta fjár­fest í hús­næði. Sú kyn­slóð er fyrsta kyn­slóð Íslend­inga í ára­tugaraðir sem býr við lak­ari lífs­kjör en kyn­slóðin þar á und­an.“

Hún sagði að leið­rétt­ingin og nið­ur­fell­ing skulda hefðu ekki náð til þess­arar kyn­slóðar enda hefði hún ekki verið þátt­tak­andi í því skulda­kapp­hlaupi sem átti sér stað árin á und­an. Í góð­ær­inu sem nú hefði keyrt á vegg hefði hún heldur engra fríð­inda not­ið.

Auglýsing

Örygg­is­leysið um þessar mundir óásætt­an­legt

Þór­hildur Sunna sagð­ist enn fremur hafa þungar áhyggjur af því að nú ætti enn og aftur að skilja unga fólkið eft­ir. „Ég hef þungar áhyggjur af aðgerða­leysi stjórn­valda sem ég finn fyrir gagn­vart félags­legu öryggi ungs fólks og að það muni leiða af sér enn dýpra kyn­slóða­bil lífs­gæða í land­inu, að ungt fólk og þá sér í lagi náms­menn sem ekki fá notið úrræða stjórn­valda til jafns við aðra neyð­ist til að skuld­setja sig enn frekar og að ekki sjái fyrir end­ann á því.“

Hún sagði að örygg­is­leysið sem unga kyn­slóðin byggi við um þessar mundir væri óásætt­an­legt. „Þessi rík­is­stjórn virð­ist stað­ráðin í að svara þess­ari kyn­slóð engu um fram­tíð sína í kom­andi efna­hagslægð. Náms­menn sem sann­ar­lega hafa orðið fyrir for­sendu­bresti vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins fá engin svör um fjár­hags­legt öryggi sitt nema kannski að þeim býðst að skuld­setja sig frekar með sum­ar­náms­lánum sem eng­inn bað um.“

Þór­hildur Sunna spurði því Katrínu hvort hún ætl­aði „virki­lega að skilja ungt fólk eftir enn eina ferð­ina“.

Margar aðgerðir komið mjög til móts við ungt fólk

Katrín vildi byrja á að taka það fram að leið­rétt­ingin hefði verið í tíð fyrri rík­is­stjórnar á árunum 2013 til 2016 þannig að hún gæti illa borið ábyrgð á henni. „Hins vegar hafa margar þær aðgerðir sem núver­andi rík­is­stjórn hefur gripið til einmitt miðað að því að koma til móts við ungt fólk, meðal ann­ars vegna þess sem fram kom þegar við fórum í rann­sókn á því hvernig lífs­kjör í land­inu hafa þró­ast á árunum 1991 til 2017 og hefur nú verið upp­færð til 2018. Þar kemur fram að yngri kyn­slóðin hefur setið eftir þegar kemur að lífs­kjör­um. Meðal ann­ars þess vegna höfum við ráð­ist í aðgerðir til að hækka barna­bætur og lengja fæð­ing­ar­or­lof. Í þing­inu er frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna sem snýst um að taka í raun og veru upp styrkja­kerfi til náms­manna. Allar þær aðgerðir koma mjög til móts við ungt fólk,“ sagði ráð­herr­ann.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Skjáskot/Alþingi

Hún nefndi jafn­framt sér­stakar aðgerðir og sagði að nú þegar hefði verið gripið til aðgerða til að skapa 3.000 sum­ar­störf á vegum ríkis og sveit­ar­fé­laga sem hún von­að­ist til að yrði aug­lýst sem fyrst.

„Þá hefur sömu­leiðis verið sett inn gríð­ar­leg inn­spýt­ing í Nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna sem nam 80 millj­ónum króna en nemur nú 500 millj­ónum króna og mun skapa 500 ný störf á þeim vett­vangi og uppi eru áform um sum­ar­nám fyrir þá náms­menn sem geta nýtt það til að flýta námi sín­u,“ sagði hún.

Katrín telur enn fremur að stjórn­völd muni þurfa að taka stöð­una til að átta sig á því hvort ein­hverjir „lendi á milli skips og bryggju þrátt fyrir allar þessar umfangs­miklu aðgerðir og koma þá til móts við þann hóp náms­manna með ein­hverjum hætti. Ekki er hægt að segja annað en að tölu­vert hafi þegar verið und­ir­búið sem mun mæta mjög mörgum náms­mönnum á kom­andi sumri.“

Margir atvinnu­lausir í sumar

Þór­hildur Sunna fór aftur í pontu og sagði að for­sæt­is­ráð­herra héldi „hér ræðu um alla þá hluti sem hún telur rík­is­stjórn­ina vera að gera fyrir ungt fólk og náms­menn“ en að hún hefði samt ekki svarað því skýrt hvað tæki við hjá þeim náms­mönnum sem ekki fá vinnu í sum­ar.

„Við vitum alveg að það verður tölu­vert um náms­menn sem ekki fá vinnu í sum­ar, það liggur fyr­ir. Þar með hefur hæst­virt rík­is­stjórn ekki orðið við þeirri skýru kröfu stúd­enta­hreyf­ing­ar­innar að stúd­entar búi við fjár­hags­legt öryggi. Vissa stúd­enta um sitt fjár­hags­lega öryggi nær varla fram að næstu mán­aða­mót­um. Hvers konar skila­boð eru það til ungs fólks að það eigi að bíða upp á von og óvon um að fá kannski stuðn­ing stjórn­valda? Hvers vegna er þessi tregi hjá rík­is­stjórn­inni til að taka af allan vafa um að náms­menn muni eiga rétt á atvinnu­leys­is­bót­u­m?“

Hún lauk máli sínu á því að spyrja hvort Katrín væri sam­mála Ásmundi Ein­ari Daða­syni félags­mála­ráð­herra að ekki ætti að láta þessa nem­endur fá pen­ing fyrir að gera ekki neitt og vís­aði hún þar í orð ráð­herr­ans í Silfr­inu í gær.

Þarf auð­vitað að ráð­ast í aðgerðir til að grípa þá sem lenda milli skips og bryggju

Katrín svar­aði aftur og gerði athuga­semd við það orða­lag Þór­hildar Sunna „sem segir að rík­is­stjórnin telji sig vera að gera hluti, þegar ég fer yfir öll þau mál sem hafa verið afgreidd á þessu kjör­tíma­bili og gagn­ast svo sann­ar­lega ungu barna­fólki og hefur verið barist fyrir árum, ef ekki ára­tug­um, sam­an. Ég vitna þá sér­stak­lega í fæð­ing­ar­or­lofið og Mennta­sjóðs­frum­varpið og margt fleira. Hæst­virtur þing­maður verður að virða stað­reyndir þegar hún kemur hér upp,“ sagði hún.

For­sæt­is­ráð­herra sagði enn fremur að Þór­hildur Sunna léti eins og það væri engin aðgerð að fara í 3.500 sum­ar­störf. „Ég er nokkuð viss um að það er það sem flestir náms­menn vilja gera, þeir vilja eiga kost á starfi yfir sum­arið og sér­stak­lega ein­hverju áhuga­verðu starfi. Þegar hæst­virtur þing­maður lætur eins og það að fara í sum­ar­nám séu ekki raun­veru­legar aðgerðir fer hæst­virtur þing­maður hrein­lega ekki rétt með. Það sem ég sagði áðan er að síðan þarf auð­vitað að ráð­ast í aðgerðir til að grípa þá sem lenda milli skips og bryggju í þessum aðgerð­um. Þessi útfærsla liggur hjá félags- og barna­mála­ráð­herra og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og mér er kunn­ugt um að þau munu kynna nán­ari útfærslur í þess­ari viku,“ sagði hún að lokum í svari sínu.

Skynjar mikið van­traust og skiln­ings­leysi í garð ungs fólks

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, fjall­aði um málið á Face­book í dag en þar sagði hún að ef úrræði félags­mála­ráð­herra fyrir stúd­enta væru svona frá­bær þá kost­aði það ekki neitt að veita stúd­entum lág­marks­fjár­hags­ör­yggi með atvinnu­leys­is­bót­um.

„Nema hann van­treysti ungu fólki svona gríð­ar­lega og haldi að ungt fólk velji bætur fram­yfir vinnu­úr­ræði rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Eftir að hafa hlustað á svör hans og for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum rétt í þessu skynja ég mikið van­traust og skiln­ings­leysi í garð ungs fólks,“ skrif­aði hún.

Ef úrræði félags­mála­ráð­herra fyrir stúd­enta eru svona frá­bær þá kostar það ekki neitt að veita stúd­entum lág­marks­...

Posted by Hall­dóra Mog­en­sen on Monday, May 11, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent