Lýsa yfir miklum vonbrigðum með einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair

Flugfreyjufélag Íslands segir í yfirlýsingu að þrátt fyrir ríkan samningsvilja og ítrekuð móttilboð hafi Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga.

icelandair
Auglýsing

Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum von­brigðum með ein­arða og óbil­gjarna afstöðu Icelandair í þeim árang­urs­lausu samn­inga­við­ræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síð­ustu vik­ur. Þrátt fyrir ríkan samn­ings­vilja FFÍ og ítrekuð mót­til­boð hefur Icelandair haldið sig að mestu við upp­haf­legt til­boð sitt og sýnt lít­inn vilja til samn­inga.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Flug­freyju­fé­lagi Íslands í dag.

Þar segir að Icelandair hafi mánu­dag­inn 18. maí lagt enn á ný fram til­boð sem sé keim­líkt því sem áður hafi verið hafnað með skýrri afstöðu félags­manna FFÍ. Samn­inga­nefnd FFÍ hafi lagt fram mót­til­boð í dag og geri sér fulla grein fyrir alvar­leika stöð­unnar sem nú er uppi.

Auglýsing

Ítrekar samn­ings­vilja

„Á und­an­förnum vikum hefur samn­inga­nefnd FFÍ ítrekað lagt fram til­boð til að koma til móts við fyr­ir­tækið af fullri ein­lægni og með ein­dreg­inn samn­ings­vilja. Til­boðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnu­fram­lag, eft­ir­gjöf á flug-, vakt- og hvíld­ar­tíma­á­kvæðum sem gefa fyr­ir­tæk­inu mögu­leika til veru­legrar hag­ræð­ing­ar, auk­ins sveigj­an­leika og vaxt­ar. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar á engum tíma­punkti verið til­búið til við­ræðna á raun­hæfum grunni.

Nið­ur­staða við samn­inga­borð í kjara­deilu næst ekki með afar­kostum frá öðrum aðil­an­um, heldur í sam­tali á jafn­ræð­is­grund­velli. FFÍ neitar að láta hræðslu­á­róður for­svars­manna Icelandair beygja félags­menn í duft­ið. FFÍ hefur ríkan stuðn­ing nor­rænu- og evr­ópsku flutn­inga­manna­sam­tak­anna og íslenska verka­lýðs­hreyf­ingin stendur þétt við bakið á FFÍ enda varðar sú staða sem nú er uppi allt launa­fólk á Íslandi.

FFÍ ítrekar enn á ný samn­ings­vilja sinn og óskar þess að slíkt hið sama hefði verið uppi á borðum hjá við­semj­end­um, sem því miður fara fram með ein­hliða yfir­lýs­ingar og minni samn­ings­vilja en gefið er í skyn á opin­berum vett­vang­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent