Lýsa yfir miklum vonbrigðum með einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair

Flugfreyjufélag Íslands segir í yfirlýsingu að þrátt fyrir ríkan samningsvilja og ítrekuð móttilboð hafi Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga.

icelandair
Auglýsing

Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum von­brigðum með ein­arða og óbil­gjarna afstöðu Icelandair í þeim árang­urs­lausu samn­inga­við­ræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síð­ustu vik­ur. Þrátt fyrir ríkan samn­ings­vilja FFÍ og ítrekuð mót­til­boð hefur Icelandair haldið sig að mestu við upp­haf­legt til­boð sitt og sýnt lít­inn vilja til samn­inga.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Flug­freyju­fé­lagi Íslands í dag.

Þar segir að Icelandair hafi mánu­dag­inn 18. maí lagt enn á ný fram til­boð sem sé keim­líkt því sem áður hafi verið hafnað með skýrri afstöðu félags­manna FFÍ. Samn­inga­nefnd FFÍ hafi lagt fram mót­til­boð í dag og geri sér fulla grein fyrir alvar­leika stöð­unnar sem nú er uppi.

Auglýsing

Ítrekar samn­ings­vilja

„Á und­an­förnum vikum hefur samn­inga­nefnd FFÍ ítrekað lagt fram til­boð til að koma til móts við fyr­ir­tækið af fullri ein­lægni og með ein­dreg­inn samn­ings­vilja. Til­boðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnu­fram­lag, eft­ir­gjöf á flug-, vakt- og hvíld­ar­tíma­á­kvæðum sem gefa fyr­ir­tæk­inu mögu­leika til veru­legrar hag­ræð­ing­ar, auk­ins sveigj­an­leika og vaxt­ar. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar á engum tíma­punkti verið til­búið til við­ræðna á raun­hæfum grunni.

Nið­ur­staða við samn­inga­borð í kjara­deilu næst ekki með afar­kostum frá öðrum aðil­an­um, heldur í sam­tali á jafn­ræð­is­grund­velli. FFÍ neitar að láta hræðslu­á­róður for­svars­manna Icelandair beygja félags­menn í duft­ið. FFÍ hefur ríkan stuðn­ing nor­rænu- og evr­ópsku flutn­inga­manna­sam­tak­anna og íslenska verka­lýðs­hreyf­ingin stendur þétt við bakið á FFÍ enda varðar sú staða sem nú er uppi allt launa­fólk á Íslandi.

FFÍ ítrekar enn á ný samn­ings­vilja sinn og óskar þess að slíkt hið sama hefði verið uppi á borðum hjá við­semj­end­um, sem því miður fara fram með ein­hliða yfir­lýs­ingar og minni samn­ings­vilja en gefið er í skyn á opin­berum vett­vang­i,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent