Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir

Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.

Síminn
Auglýsing

Sím­inn hefur brotið gegn skil­yrðum í sáttum sem fyr­ir­tækið hefur á und­an­förnum árum gert við Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, að því er fram kemur í ákvörðun eft­ir­lits­ins sem birt var í dag. Sím­inn mun áfrýja ákvörð­un­inni til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála en fyr­ir­tækið telur hana skað­lega fyrir sam­keppni í land­inu.

Í ákvörð­un­inni kemur fram að mik­ill verð­munur og ólík við­skipta­kjör við sölu á Enska bolt­anum á Sím­anum Sport, eftir því hvort hann er boð­inn innan Heim­il­i­s­pakka Sím­ans eða einn og sér í stakri áskrift, hafi brotið gegn þeim skil­yrðum sem hvíla á fyr­ir­tæk­inu. Telur Sam­keppn­is­eft­ir­litið að brotin séu alvar­leg og sektar Sím­ann vegna þessa um 500 millj­ónir króna.

„Skil­yrð­unum sem Sím­inn braut er ætlað að vinna gegn því að Sím­inn geti, í ljósi sterkrar stöðu sinnar á mik­il­vægum mörk­uðum fjar­skipta, nýtt hið breiða þjón­ustu­fram­boð sitt til þess að draga að sér og halda við­skiptum á þann hátt að keppi­nautar þeirra geti ekki boðið sam­keppn­is­hæft verð eða þjón­ustu. Er skil­yrð­unum ætlað að koma í veg fyrir að Sím­inn geti með þessum hætti tak­markað sam­keppni almenn­ingi til tjóns,“ segir í til­kynn­ingu eft­ir­lits­ins á vef­síðu þess. 

Auglýsing

Þau skil­yrði sem Sím­inn hefur brotið gegn sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu eru eft­ir­far­andi:  • Skil­yrði 19. og 20. gr. í sátt frá 23. jan­úar 2015 sem gerir Sím­anum skylt að aðgreina ólíka þjón­ustu­þætti m.a. þannig að þeir séu nægi­lega aðgreindir og óháðir hverjir öðrum í verði og öðrum skil­mál­um. Sú sátt er að stofni til frá árinu 2013 og var gerð vegna sjö rann­sókna sem þá voru yfir­stand­andi, sem og vegna ítrek­aðra brota Sím­ans sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafði stað­reynt á árunum þar á und­an. Nán­ari umfjöllun um þetta er að finna hér.
  • Skil­yrði 3. gr. í sátt frá 15. apríl 2015 sem bannar Sím­anum að selja fjar­skipta­þjón­ustu og línu­legt áskrift­ar­sjón­varp tvinnað saman eða á kjörum sem jafn­gilda slíkri hegð­un. Þetta ákvæði er að stofni til úr sátt frá árinu 2005. Þá skuld­batt Sím­inn sig til að grípa ekki til til­tek­inna aðgerða þegar fyr­ir­tækið tók yfir Íslenska sjón­varps­fé­lagið (Skjá­inn). Sáttin frá 2005 var end­ur­skoðuð árið 2015 en fyr­ir­mælin í 3. gr. héldu sér, sbr. nánar hér. Á árinu 2012 stað­festi Hæsti­réttur þá nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að Sím­inn hefði brotið sömu fyr­ir­mæli í sátt­inni frá 2005 og stað­reynt er í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í dag.Fram kemur hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að fram­an­greindar sáttir hafi verið gerðar á grund­velli sam­keppn­islaga sem heim­ili Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að ljúka rann­sókn mála ef fyr­ir­tæki und­ir­ritar sátt og skuld­bindur sig til fram­búðar ann­að­hvort að fram­kvæma eitt­hvað eða grípa ekki til til­tek­inna aðgerða í því skyni að verja eða efla sam­keppni. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafi slegið því föstu að það sé „mjög brýnt“ að fyr­ir­tæki virði slík lof­orð.

Það er nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að Sím­inn hafi brotið 3. gr. í sátt frá 15. apríl 2015 með því að bjóða Heim­il­i­s­pakk­ann – með marg­vís­legri fjar­skipta­þjón­ustu – og Sím­ann Sport/Enska bolt­ann (línu­legt áskrift­ar­sjón­varp) með miklum verð­mun og ólíkum við­skipta­kjörum, eftir því hvort umrædd þjón­usta og þá sér­stak­lega Enski bolt­inn var seld saman eða sitt í hvoru lagi. Þannig hafi verð fyrir Sím­ann Sport/Enska bolt­ann aðeins verið 1.000 krónur á mán­uði þegar þjón­ustan var seld sem hluti af Heim­il­i­s­pakk­anum og Sjón­varpi Sím­ans Prem­i­um, en 4.500 krónur þegar hún var seld án þess að önnur þjón­usta væri keypt sam­hliða.Það er jafn­framt nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að Sím­inn hafi með hátt­semi sinni brotið 19. og 20. gr. í sátt frá 23. jan­úar 2015 sem meðal ann­ars kveða á um aðgrein­ingu þjón­ustu­þátta og mögu­leika við­skipta­vina til að kaupa hluta við­kom­andi þjón­ustu af öðrum án þess að það hafi áhrif á kjör ann­arrar þjón­ustu sem keypt er af Sím­an­um.

Brotin til þess fallin að styrkja stöðu Sím­ans á sjón­varps­mark­aði

Rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins leiddi í ljós að þorri við­skipta­vina Sím­ans, þ.e. nærri því 99 pró­sent þeirra sem kaupa Enska bolt­ann/Sím­ann Sport á kerfum fyr­ir­tæk­is­ins, hefðu keypt sjón­varps­efnið í heild­ar­þjón­ustu, þ.e. með Heim­il­i­s­pakk­anum og/eða Sjón­varpi Sím­ans Prem­ium í stað þess að kaupa þjón­ust­una eina og sér.

Nið­ur­staða Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er að verð­lagn­ing Sím­ans á Enska bolt­anum sem hluta af Heim­il­i­s­pakk­anum hafi lagt stein í götu keppi­nauta fyr­ir­tæk­is­ins og tak­markað mögu­leika þeirra til að laða til sín við­skipta­vini.

Fram­an­greind brot eru, sam­kvæmt eft­ir­lit­inu, til þess fallin að styrkja stöðu Sím­ans á sjón­varps­mark­aði og efla enn frekar stöðu fyr­ir­tæk­is­ins á fjar­skipta­mörk­uðum þar sem staða Sím­ans er sterk fyr­ir.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur að fram­an­greind brot séu alvar­leg og til þess fallin að skaða hags­muni almenn­ings til lengri tíma, á mörk­uðum sem skipta neyt­endur og efna­hags­lífið miklu máli. Því sé óhjá­kvæmi­legt að leggja sektir á Sím­ann vegna brot­anna. Sé það áhyggju­efni að Sím­inn hafi á ný gerst brot­legur með alvar­legum hætti.

Fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu liggur að taka afstöðu til fleiri kvart­ana sem borist hafa á liðnum mán­uðum vegna hátt­semi á fjar­skipta­mark­aði. Í til­kynn­ing­unni segir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið muni í fram­hald­inu taka til skoð­unar hvort efni séu til þess að gera breyt­ingar á þeim skil­yrðum sem nú hvíla á Sím­anum og tryggja eiga virka sam­keppni. Hafi Sím­inn jafn­framt óskað eftir sam­ræðum um end­ur­skoðun skil­yrð­anna.

Hægt er að lesa ákvörð­un­ina í heild sinni hér

Ákvörð­unin mikil von­brigði

Sím­inn sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far ákvörð­un­ar­innar þar sem fram kemur að fyr­ir­tækið telji hana „ekki aðeins mikil von­brigði heldur einnig skað­lega fyrir sam­keppni í land­in­u“. 

Að mati Sím­ans skýtur það afar skökku við, nú þegar loks sé til staðar hörð sam­keppni um sýn­ingu á íþrótta­efni hér á landi, að Sam­keppn­is­eft­ir­litið telji rétt að beita Sím­ann háum fjár­sektum vegna sams konar pakka­til­boða og tíðk­uð­ust yfir ára­tuga­skeið af þeim aðila sem hefur verið mark­aðs­ráð­andi á áskrift­ar­sjón­varps­mark­aði um ára­bil, 365 – sem nú er Sýn – en þetta mál sé einmitt til­komið vegna kvört­unar Sýn­ar.

„Í ákvörð­un­inni felst ekki að Sím­inn hafi brotið gegn sam­keppn­is­lögum heldur er Sím­inn tal­inn hafa brotið að formi til gegn til­teknum skil­yrðum í til­teknum ákvörð­unum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá fyrri árum. Á meint brot að hafa falist í því að Sím­inn bauð enska bolt­ann á of góðum kjörum að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, inn í pakka­til­boð­um.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur ítrekað ákveðið að sama hátt­semi Sýnar og áður 365 miðla væri ekki athuga­verð. Gat Sím­inn því ekki annað en verið í góðri trú um verð­lagn­ingu á umræddri þjón­ustu félags­ins. 

Verð á enska bolt­anum hefur ekki aðeins lækkað til neyt­enda eftir að Sím­inn tók við sýn­ing­ar­rétt­inum heldur hafa fleiri heim­ili aðgang að þjón­ust­unni en nokkru sinni fyrr. Annað íþrótta­efni sem aðrir bjóða upp á hefur einnig lækkað á sama tíma, vænt­an­lega vegna auk­innar sam­keppni frá Sím­an­um, og því neyt­endum til hags­bóta en ekki skaða,“ segir í til­kynn­ingu Sím­ans. 

Neyt­endur hér á landi aldrei áður haft jafn greiðan aðgang að enska bolt­anum

Þá kemur fram að þegar Sím­inn hóf und­ir­bún­ing að sýn­ingum frá ensku úrvals­deild­inni hafi verið horft til þess að gera vör­una sem aðgengi­leg­asta öllum á sem besta mögu­lega verði. Það hafi gengið eftir enda Sím­inn Sport aðgengi­leg á öllum dreifi­kerfum lands­ins, gömlum sem nýjum og opin öllum áskrif­endum óháð því hvar við­kom­andi kýs að hafa fjar­skipta­þjón­ustu sína.

„Neyt­endur hér á landi hafa aldrei áður haft jafn greiðan aðgang að enska bolt­an­um, á jafn hag­kvæmu verði. Það kann nú að breyt­ast því ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins virð­ist við fyrstu skoðun geta leitt til þess að Sím­anum verði nauð­ugur einn kostur að hækka áskrift að sjón­varps­efni veru­lega.“

Að lokum segir að þessi ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins muni hafa nei­kvæð áhrif á afkomu Sím­ans þar sem sektin verði gjald­færð á öðrum árs­fjórð­ungi. Ný EBITDA spá Sím­ans fyrir árið 2020 sé 9,9 til 10,3 millj­arðar króna að teknu til­liti til sekt­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent