Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna

Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.

Börn spila fótbolta
Auglýsing

Rík­is­sjóður greiddi út 12,1 millj­arð króna í tekju­tengdar barna­bætur vegna árs­ins 2019. Það er hækkun um 3,5 pró­sent milli ára. Alls fá tæp­lega 48 þús­und manns barna­bætur greiddar út nú vegna síð­asta árs, sem er 2,2 pró­senta fjölgun milli ára.

Þetta kemur fram í umfjöllun á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga í fyrra.

Þessi hækkun kemur til vegna þess að bóta­fjár­hæðir voru hækk­aðar um fimm pró­sent milli ára og tekju­skerð­ing­ar­mörk um rúm­lega 24 pró­sent. 

Auglýsing

Til við­bótar við hefð­bundnu tekju­tengdu barna­bæt­urnar ákváðu stjórn­völd, í tengslum við neyð­ar­að­gerðir sínar vegna efna­hags­legra afleið­inga COVID-19 far­ald­urs­ins, að greiða út þrjá millj­arða króna til alls 78 þús­und ein­stak­linga í formi sér­staks barna­bóta­auka. Hann var greiddur út á föstu­dag. 

Barna­bóta­auk­inn er útfærður þannig að þeir fram­fær­endur sem fá greiddar tekju­tengdar barna­bætur sam­kvæmt nið­ur­stöðu álagn­ingar fá til við­bótar greiddar 42 þús­und krónur á hvert barn og þeir fram­fær­endur sem ekki fá greiddar neinar tekju­tengdar barna­bætur vegna skerð­ing­ar­á­kvæða fá greiddan sér­stakan barna­bóta­auka að fjár­hæð 30 þús­und krónur á hvert barn. Það þýðir að ein­stak­lingar sem  eiga börn, en hafa að öllu jöfnu verið með of há laun til að fá greiddar barna­bætur fengu 30 þús­und hver í gær óháð því hverjar heild­ar­tekjur þeirra eru.

Fátækt­ar­hjálp fyrir tekju­lágar fjöl­skyldur

Barna­bóta­kerfið á Íslandi hefur verið harð­lega gagn­rýnt af verka­lýðs­hreyf­ing­unni und­an­farin ár. Í skýrslu um íslenska barna­­bóta­­kerfið sem dr. Kol­beinn Stef­áns­­son vann fyrir BSRB og kynnt var á fundi banda­lags­ins í des­em­ber 2019 var nið­ur­staðan að tíma­­bært væri að end­­ur­­skoða íslenska barna­­bóta­­kerf­ið.

Í skýrslu Kol­beins er barna­­bóta­­kerfið hér á landi borið saman við kerfi hinna Norð­­ur­land­anna en sam­­kvæmt skýrsl­unni íslenska barna­­bóta­­kerfið mjög lág­­tekju­miðað sem er ólíkt barna­­bóta­­kerfum hinna Norð­­ur­land­anna. Ís­land er ekki eitt um að ver­a ­með tekju­tengdar barna­bætur því bæt­­urnar eru einnig tekju­tengdar í Dan­mörku.

Þar í landi liggja þó skerð­ing­ar­mörkin mun hærra og skerð­ing­ar­hlut­föllin lægri en hér á landi og fyrir vikið svipar danska barna­bóta­kerf­inu nokkuð til kerf­anna í Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð sem eru ekki tekju­tengd.

Því var það nið­ur­staða skýrsl­unnar að barna­bætur á Íslandi væru fyrst og fremst nokk­­urs konar fátækt­ar­hjálp fyrir mjög tekju­lágar barna­fjöl­skyld­ur. Skerð­ing­­ar­­mörk bót­anna væru lág í nor­rænum sam­an­­burði og því fengi tölu­verður fjöldi lág­tekju­fjöl­skyldna skertar tekj­ur, sem bitn­aði sér­­stak­­lega á ein­­stæðum for­eldr­­ar. Auk þess fengju milli­­­tekju­­fjöl­­skyldur hér á landi lít­inn sem engan stuðn­­ing í gegnum kerfið hér á landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent