Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“

Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.

Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar telja mögu­legt að um 250 þús­und ferða­menn komi til lands­ins það sem eftir lifir árs. Hugs­an­lega gætu þeir orðið 300-350 þús­und ef allt fellur með grein­inni. Hags­munir þjóð­ar­bús­ins af 250 þús­und ferða­mönnum nema á bil­inu 20-30 millj­örðum og lík­lega getur sá fjöldi ferða­fólks haldið uppi um 4.000 störfum í grein­inni.

Ef hins vegar er gert ráð fyrir að ferða­vilji fólks í þeim vest­rænu ríkjum sem hafa orðið illa úti í far­aldr­inum sé lít­ill, líkt og nið­ur­stöður kann­anna benda til, og aðeins einn af hverjum fjórum rík­is­borg­urum ann­arra ríkja skili sér til lands­ins þá gæti ferða­mönnum fækkað úr 1,1 milljón á seinni hluta árs í fyrra í 180 þús­und í ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg sjón­ar­mið við losun ferða­tak­mark­ana. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fara að til­lögu sótt­varna­læknis um opnun landamæra með skimun komu­far­þega frá og með 15. júní. Til grund­vallar þeirri ákvörðun stjórn­valda liggur einnig mat á hag­rænum þátt­u­m. 

En efna­hags­leg áhrif los­unar ferða­tak­mark­ana eru hjúpuð mik­illi óvissu. Fjöldi ferða­manna sem kemur hingað til lands ræðst ekki aðeins af ákvörð­unum um sótt­varn­ir. Flug­fram­boð, efna­hags­að­stæður og ferða­vilji íbúa helstu mark­aðs­svæða eru þar ekki síður ráð­andi þætt­ir. 

Auglýsing

COVID-19 stefnir í að verða stærsta efna­hags­á­fall á heims­vísu í hart­nær hund­rað ár. Alþjóða­stofn­anir og aðrir grein­ing­ar­að­ilar áætla að efna­hags­bat­inn hefj­ist strax á næsta ári en að ferða­þjón­usta verði meðal síð­ustu atvinnu­greina til að jafna sig á áfall­inu. Flug­sam­göngur munu lík­lega ekki ná fyrri styrk fyrr en að nokkrum árum liðn­um. Langur tími gæti því liðið þar til fjöldi ferða­manna á Íslandi kemst nálægt tveimur millj­ónum á ný, segir í grein­ar­gerð­inni.

Að minnsta kosti 93 pró­sent jarð­ar­búa hafa síð­ustu mán­uði búið við ferða­tak­mark­an­ir, þar af þrír millj­arðar í löndum sem hafa alfarið lokað landa­mærum sín­um. Yfir­völd mæl­ast víð­ast hvar til þess að íbúar forð­ist óþörf ferða­lög og á flestum stöðum er enn gerð krafa um tveggja vikna sótt­kví við komu.  Nú stefnir í að til­slak­anir verði á þessum reglum innan Evr­ópu en meiri óvissa ríkir um þróun mála í Banda­ríkj­unum og Kína.

Miðað við þetta virð­ast mestar líkur á að ferða­menn frá Evr­ópu sæki Ísland heim á þessu ári en tals­verð óvissa er um áhuga fólks á ferða­lög­um. Kann­anir um ferða­vilja í Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Asíu benda til þess að víða sé fólk hik­andi við að leggja land undir fót eftir að far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Á það sér bæði fjár­hags­legar og heilsu­fars­legar skýr­ing­ar.

Þrír val­kostir metnir

Í grein­ar­gerð­inni er lagt mat á þrjá val­kosti við til­slak­anir á ferða­tak­mörk­un­um. Fyrsti kost­ur­inn eru óbreyttar tak­mark­anir þar sem öllum nema þeim sem koma frá Fær­eyjum og Græn­landi er gert að sæta tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins. Því fyr­ir­komu­lagi þyrfti lík­lega að við­halda í langan tíma til að sótt­varn­ar­mark­mið næð­ust. Efna­hags­legar afleið­ingar slíkrar ráð­stöf­unar yrðu gríð­ar­leg­ar.

Hinir tveir val­kost­irnir snúa að því að opna landa­mærin með eða án kvaða um skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða vott­orð. Margt virð­ist benda til þess að eft­ir­spurn eftir ferða­lögum til Íslands verði í lág­marki næstu vikur og jafn­vel mán­uði. Því er ekki aug­ljóst að kvaðir um skimun hafi mik­inn fæl­ing­ar­mátt til skamms tíma. Þær gætu hins vegar dregið veru­lega úr fjölda smita sem ber­ast til lands­ins. Í grein­ar­gerð­inni kemur einnig fram að rétt þyki að ferða­menn greiði sjálfir fyrir próf­ið.

Ferðamenn við Seljalandsfoss á meðan allt lék í lyndi. Mynd: Birgir Þór

Flestar hag­spár gera ráð fyrir komu fárra ferða­manna það sem eftir lifir árs en mun fleirum á næsta ári. Spá Seðla­banka Íslands frá því í maí og sviðs­myndir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins gera t.d. ráð fyrir um milljón ferða­mönnum árið 2021. Er þetta aðeins helm­ingur þeirra ferða­manna sem sóttu landið heim árið 2019 og sami fjöldi og árið 2014.

Opin­berar hag­spár eiga það einnig sam­merkt að vænta veru­legrar fjölg­unar árið 2021, ekki síst frá 2. árs­fjórð­ungi þess árs. „Ef landið verður áfram lokað ferða­mönnum munu þær spár ekki ræt­ast og vöxt­ur­inn verða mun þrótt­minni og atvinnu­leysi hátt og við­var­and­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Vegna hás atvinnu­leysis nú, sér­stak­lega meðal þeirra sem áður störf­uðu í ferða­þjón­ustu, er mik­il­vægt að mati fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins að ferða­þjón­ustan nái sér á strik sem fyrst, jafn­vel þótt starf­semin verði aðeins brot af því sem áður var. „Til þess að svo megi verða er nauð­syn­legt að nákvæm útfærsla los­unar ferða­tak­mark­ana liggi fyrir sem fyrst, því ella halda afbók­anir áfram.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent