Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“

Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.

Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar telja mögu­legt að um 250 þús­und ferða­menn komi til lands­ins það sem eftir lifir árs. Hugs­an­lega gætu þeir orðið 300-350 þús­und ef allt fellur með grein­inni. Hags­munir þjóð­ar­bús­ins af 250 þús­und ferða­mönnum nema á bil­inu 20-30 millj­örðum og lík­lega getur sá fjöldi ferða­fólks haldið uppi um 4.000 störfum í grein­inni.

Ef hins vegar er gert ráð fyrir að ferða­vilji fólks í þeim vest­rænu ríkjum sem hafa orðið illa úti í far­aldr­inum sé lít­ill, líkt og nið­ur­stöður kann­anna benda til, og aðeins einn af hverjum fjórum rík­is­borg­urum ann­arra ríkja skili sér til lands­ins þá gæti ferða­mönnum fækkað úr 1,1 milljón á seinni hluta árs í fyrra í 180 þús­und í ár.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein­ar­gerð efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um efna­hags­leg sjón­ar­mið við losun ferða­tak­mark­ana. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur ákveðið að fara að til­lögu sótt­varna­læknis um opnun landamæra með skimun komu­far­þega frá og með 15. júní. Til grund­vallar þeirri ákvörðun stjórn­valda liggur einnig mat á hag­rænum þátt­u­m. 

En efna­hags­leg áhrif los­unar ferða­tak­mark­ana eru hjúpuð mik­illi óvissu. Fjöldi ferða­manna sem kemur hingað til lands ræðst ekki aðeins af ákvörð­unum um sótt­varn­ir. Flug­fram­boð, efna­hags­að­stæður og ferða­vilji íbúa helstu mark­aðs­svæða eru þar ekki síður ráð­andi þætt­ir. 

Auglýsing

COVID-19 stefnir í að verða stærsta efna­hags­á­fall á heims­vísu í hart­nær hund­rað ár. Alþjóða­stofn­anir og aðrir grein­ing­ar­að­ilar áætla að efna­hags­bat­inn hefj­ist strax á næsta ári en að ferða­þjón­usta verði meðal síð­ustu atvinnu­greina til að jafna sig á áfall­inu. Flug­sam­göngur munu lík­lega ekki ná fyrri styrk fyrr en að nokkrum árum liðn­um. Langur tími gæti því liðið þar til fjöldi ferða­manna á Íslandi kemst nálægt tveimur millj­ónum á ný, segir í grein­ar­gerð­inni.

Að minnsta kosti 93 pró­sent jarð­ar­búa hafa síð­ustu mán­uði búið við ferða­tak­mark­an­ir, þar af þrír millj­arðar í löndum sem hafa alfarið lokað landa­mærum sín­um. Yfir­völd mæl­ast víð­ast hvar til þess að íbúar forð­ist óþörf ferða­lög og á flestum stöðum er enn gerð krafa um tveggja vikna sótt­kví við komu.  Nú stefnir í að til­slak­anir verði á þessum reglum innan Evr­ópu en meiri óvissa ríkir um þróun mála í Banda­ríkj­unum og Kína.

Miðað við þetta virð­ast mestar líkur á að ferða­menn frá Evr­ópu sæki Ísland heim á þessu ári en tals­verð óvissa er um áhuga fólks á ferða­lög­um. Kann­anir um ferða­vilja í Evr­ópu, Banda­ríkj­unum og Asíu benda til þess að víða sé fólk hik­andi við að leggja land undir fót eftir að far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Á það sér bæði fjár­hags­legar og heilsu­fars­legar skýr­ing­ar.

Þrír val­kostir metnir

Í grein­ar­gerð­inni er lagt mat á þrjá val­kosti við til­slak­anir á ferða­tak­mörk­un­um. Fyrsti kost­ur­inn eru óbreyttar tak­mark­anir þar sem öllum nema þeim sem koma frá Fær­eyjum og Græn­landi er gert að sæta tveggja vikna sótt­kví við kom­una til lands­ins. Því fyr­ir­komu­lagi þyrfti lík­lega að við­halda í langan tíma til að sótt­varn­ar­mark­mið næð­ust. Efna­hags­legar afleið­ingar slíkrar ráð­stöf­unar yrðu gríð­ar­leg­ar.

Hinir tveir val­kost­irnir snúa að því að opna landa­mærin með eða án kvaða um skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli eða vott­orð. Margt virð­ist benda til þess að eft­ir­spurn eftir ferða­lögum til Íslands verði í lág­marki næstu vikur og jafn­vel mán­uði. Því er ekki aug­ljóst að kvaðir um skimun hafi mik­inn fæl­ing­ar­mátt til skamms tíma. Þær gætu hins vegar dregið veru­lega úr fjölda smita sem ber­ast til lands­ins. Í grein­ar­gerð­inni kemur einnig fram að rétt þyki að ferða­menn greiði sjálfir fyrir próf­ið.

Ferðamenn við Seljalandsfoss á meðan allt lék í lyndi. Mynd: Birgir Þór

Flestar hag­spár gera ráð fyrir komu fárra ferða­manna það sem eftir lifir árs en mun fleirum á næsta ári. Spá Seðla­banka Íslands frá því í maí og sviðs­myndir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins gera t.d. ráð fyrir um milljón ferða­mönnum árið 2021. Er þetta aðeins helm­ingur þeirra ferða­manna sem sóttu landið heim árið 2019 og sami fjöldi og árið 2014.

Opin­berar hag­spár eiga það einnig sam­merkt að vænta veru­legrar fjölg­unar árið 2021, ekki síst frá 2. árs­fjórð­ungi þess árs. „Ef landið verður áfram lokað ferða­mönnum munu þær spár ekki ræt­ast og vöxt­ur­inn verða mun þrótt­minni og atvinnu­leysi hátt og við­var­and­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Vegna hás atvinnu­leysis nú, sér­stak­lega meðal þeirra sem áður störf­uðu í ferða­þjón­ustu, er mik­il­vægt að mati fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins að ferða­þjón­ustan nái sér á strik sem fyrst, jafn­vel þótt starf­semin verði aðeins brot af því sem áður var. „Til þess að svo megi verða er nauð­syn­legt að nákvæm útfærsla los­unar ferða­tak­mark­ana liggi fyrir sem fyrst, því ella halda afbók­anir áfram.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent