ASÍ krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar

Alþýðusamband Ísland vill meðal annars að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 318 þúsund krónur og að tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt tímabundið úr þremur mánuðum að hámarki í sex mánuði.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) krefst þess að grunnatvinnu­leys­is­bætur verði 95 pró­sent af lág­marks­tekju­trygg­ingu í stað 86 pró­sent eins og nú er. Við það myndu grunn­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði hækka úr 289.510 krónum í 318.250 krón­ur. Hámark tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, sem eru aldrei hærri en 70 pró­sent af með­al­tali heild­ar­launa á ákveðnu við­mið­un­ar­tíma­bili, mundi fara úr 456.404 krónum í 529.381 krón­ur. 

ASÍ vill enn fremur að dregið verði úr tekju­teng­ingu þannig að tekjur upp að dag­vinnu­tekju­trygg­ingu skerði ekki tekju­tengdar bætur og að tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta verði lengt tíma­bundið úr þremur mán­uðum að hámarki í sex mán­uði.

Auglýsing
Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem ASÍ sendi frá sér í morg­un. Þar segir að ASÍ  hafi um nokk­urra miss­era skeið lagt áherslu á að lögin um atvinnu­leys­is­trygg­ingar verði end­ur­skoðuð í heild sinni. „Sú afstaða byggir ann­ars vegar á þeim breyt­ingum sem orðið hafa og eru að verða á vinnu­mark­aði og skipu­lagi vinn­unnar og hins vegar á þeirri skoðun að mik­il­vægt sé að fólk í atvinnu­leit hafi geti nýtt þann tíma til að styrkja stöðu sína á vinnu­mark­aði með því að sækja sér menntun eða auka hæfni sína með öðrum hætti. Alþýðu­sam­bandið hefur jafn­framt lagt ríka áherslu á að atvinnu­leys­is­bætur verði þegar í stað hækk­aðar og tekju­tengda tíma­bilið leng­t.“

Við þær aðstæður sem nú séu uppi á vinnu­mark­aði og fyr­ir­sjá­an­legar séu á næstu miss­erum sé nauð­syn­legt að gera breyt­ingar til að forða fólki sem misst hefur vinn­una frá enn verri áföllum en fel­ast í atvinnu­missi og því tekju­tapi sem honum fylg­ir. 

Í ljósi þess leggur ASÍ til áður­nefndar breyt­ingar miðað við núgild­andi lög og upp­hæðir atvinnu­leys­is­bóta. „Um er að ræða hóf­legar breyt­ingar sem eru ein­faldar og hægt er að hrinda strax í fram­kvæmd en með því for­orði þó að heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna fari fram og þá verði fjár­hæðir atvinnu­leys­is­bóta og annar stuðn­ingur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði tek­inn til gagn­gerrar skoð­unar með það að mark­miði að forða fólki frá tekju­fall­i.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent