ASÍ krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar

Alþýðusamband Ísland vill meðal annars að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 318 þúsund krónur og að tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt tímabundið úr þremur mánuðum að hámarki í sex mánuði.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) krefst þess að grunnatvinnu­leys­is­bætur verði 95 pró­sent af lág­marks­tekju­trygg­ingu í stað 86 pró­sent eins og nú er. Við það myndu grunn­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði hækka úr 289.510 krónum í 318.250 krón­ur. Hámark tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, sem eru aldrei hærri en 70 pró­sent af með­al­tali heild­ar­launa á ákveðnu við­mið­un­ar­tíma­bili, mundi fara úr 456.404 krónum í 529.381 krón­ur. 

ASÍ vill enn fremur að dregið verði úr tekju­teng­ingu þannig að tekjur upp að dag­vinnu­tekju­trygg­ingu skerði ekki tekju­tengdar bætur og að tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta verði lengt tíma­bundið úr þremur mán­uðum að hámarki í sex mán­uði.

Auglýsing
Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem ASÍ sendi frá sér í morg­un. Þar segir að ASÍ  hafi um nokk­urra miss­era skeið lagt áherslu á að lögin um atvinnu­leys­is­trygg­ingar verði end­ur­skoðuð í heild sinni. „Sú afstaða byggir ann­ars vegar á þeim breyt­ingum sem orðið hafa og eru að verða á vinnu­mark­aði og skipu­lagi vinn­unnar og hins vegar á þeirri skoðun að mik­il­vægt sé að fólk í atvinnu­leit hafi geti nýtt þann tíma til að styrkja stöðu sína á vinnu­mark­aði með því að sækja sér menntun eða auka hæfni sína með öðrum hætti. Alþýðu­sam­bandið hefur jafn­framt lagt ríka áherslu á að atvinnu­leys­is­bætur verði þegar í stað hækk­aðar og tekju­tengda tíma­bilið leng­t.“

Við þær aðstæður sem nú séu uppi á vinnu­mark­aði og fyr­ir­sjá­an­legar séu á næstu miss­erum sé nauð­syn­legt að gera breyt­ingar til að forða fólki sem misst hefur vinn­una frá enn verri áföllum en fel­ast í atvinnu­missi og því tekju­tapi sem honum fylg­ir. 

Í ljósi þess leggur ASÍ til áður­nefndar breyt­ingar miðað við núgild­andi lög og upp­hæðir atvinnu­leys­is­bóta. „Um er að ræða hóf­legar breyt­ingar sem eru ein­faldar og hægt er að hrinda strax í fram­kvæmd en með því for­orði þó að heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna fari fram og þá verði fjár­hæðir atvinnu­leys­is­bóta og annar stuðn­ingur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði tek­inn til gagn­gerrar skoð­unar með það að mark­miði að forða fólki frá tekju­fall­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent