ASÍ krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar

Alþýðusamband Ísland vill meðal annars að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 318 þúsund krónur og að tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt tímabundið úr þremur mánuðum að hámarki í sex mánuði.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) krefst þess að grunnatvinnu­leys­is­bætur verði 95 pró­sent af lág­marks­tekju­trygg­ingu í stað 86 pró­sent eins og nú er. Við það myndu grunn­bætur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði hækka úr 289.510 krónum í 318.250 krón­ur. Hámark tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta, sem eru aldrei hærri en 70 pró­sent af með­al­tali heild­ar­launa á ákveðnu við­mið­un­ar­tíma­bili, mundi fara úr 456.404 krónum í 529.381 krón­ur. 

ASÍ vill enn fremur að dregið verði úr tekju­teng­ingu þannig að tekjur upp að dag­vinnu­tekju­trygg­ingu skerði ekki tekju­tengdar bætur og að tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta verði lengt tíma­bundið úr þremur mán­uðum að hámarki í sex mán­uði.

Auglýsing
Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem ASÍ sendi frá sér í morg­un. Þar segir að ASÍ  hafi um nokk­urra miss­era skeið lagt áherslu á að lögin um atvinnu­leys­is­trygg­ingar verði end­ur­skoðuð í heild sinni. „Sú afstaða byggir ann­ars vegar á þeim breyt­ingum sem orðið hafa og eru að verða á vinnu­mark­aði og skipu­lagi vinn­unnar og hins vegar á þeirri skoðun að mik­il­vægt sé að fólk í atvinnu­leit hafi geti nýtt þann tíma til að styrkja stöðu sína á vinnu­mark­aði með því að sækja sér menntun eða auka hæfni sína með öðrum hætti. Alþýðu­sam­bandið hefur jafn­framt lagt ríka áherslu á að atvinnu­leys­is­bætur verði þegar í stað hækk­aðar og tekju­tengda tíma­bilið leng­t.“

Við þær aðstæður sem nú séu uppi á vinnu­mark­aði og fyr­ir­sjá­an­legar séu á næstu miss­erum sé nauð­syn­legt að gera breyt­ingar til að forða fólki sem misst hefur vinn­una frá enn verri áföllum en fel­ast í atvinnu­missi og því tekju­tapi sem honum fylg­ir. 

Í ljósi þess leggur ASÍ til áður­nefndar breyt­ingar miðað við núgild­andi lög og upp­hæðir atvinnu­leys­is­bóta. „Um er að ræða hóf­legar breyt­ingar sem eru ein­faldar og hægt er að hrinda strax í fram­kvæmd en með því for­orði þó að heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna fari fram og þá verði fjár­hæðir atvinnu­leys­is­bóta og annar stuðn­ingur úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði tek­inn til gagn­gerrar skoð­unar með það að mark­miði að forða fólki frá tekju­fall­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent