Ekki skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að leggja mikið undir í íslensku flugfélagi

Beinast liggur við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunnar HÍ. Ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þótt það fari í þrot. Lánardrottnar gætu samið við fyrri stjórnendur um að halda rekstrinum áfram.

Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Auglýsing

Þótt líf­eyr­is­sjóðir eigi tæpan helm­ing alls hluta­fjár í Icelandair Group, og raunar stóran hluta eig­in­fjár í íslensku atvinnu­lífi, er ýmis­legt sem mæli á móti því að þeir leggi meira fé í rekstur félags­ins. Stór hluti í einu flug­fé­lagi sé til að mynda vara­samur út frá sjón­ar­miðum um áhættu­dreif­ingu. Þá átti fyrri fjár­fest­ing hluta sjóð­anna í Icelandair Group, þegar félagið var fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagt eftir banka­hrun­ið, sér stað þegar til staðar voru fjár­magns­höft sem gerðu líf­eyr­is­sjóðum ekki kleift að fjár­festa í útlönd­um. Fjár­fest­ingin var því ekki til komin vegna þess að Icelandair Group hefði verið besti fjár­fest­inga­kostur sem til væri.Sigurður Jóhannesson Mynd: Háskóli Íslands 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Sig­urðar Jóhann­es­son­ar, for­stöðu­manns Hag­fræði­stofn­unnar Háskóla Íslands, sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem barst áskrif­endum í lok síð­ustu viku.

­Sig­urður segir þar að nú sé þrýst á líf­eyr­is­sjóði að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun Icelandair Group með þjóð­ar­hag í huga. „Hags­munir Icelandair fara vissu­lega saman við hags­muni margra félaga í íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, en einu hags­mun­irnir sem sam­eina alla sjóðs­fé­laga eru að sjóð­irnir ávaxt­ist vel og geti borgað góðan líf­eyri. Besta leiðin til þess að draga úr óvissu um líf­eyr­is­greiðslur á kom­andi árum er senni­lega að sjóð­irnir beini hluta­bréfa­kaupum sínum til útlanda. Aðrir fjár­festar hér á landi ráða lík­lega ekki yfir jafn­miklu fé og líf­eyr­is­sjóð­ir, en um þá gilda sömu rök: Lík­ast til er ekki skyn­sam­legt að þeir leggi mikið undir í íslensku flug­fé­lag­i.“

Ættu að sækja nýtt hlutafé til útlanda

Að mati Sig­urðar liggur bein­ast við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda. „Vissu­lega getur brugðið til beggja vona um gengi hluta­bréfa í félag­inu, en þau þurfa ekki að vera slæm fjár­fest­ing fyrir fjár­fest­ing­ar­sjóði sem eiga eignir víða. Eng­inn vafi er á að áfram verður flogið til Íslands. Icelandair er í betri stöðu en önnur félög í Íslands­flugi vegna þekk­ingar innan félags­ins á mark­að­inum og vel­vildar sem félagið nýt­ur.“ 

Auglýsing
Ríkisábyrgð vegna lána Icelandair myndi bæt­ast við aðrar björg­un­ar­að­gerðir rík­is­ins við íslenskt atvinnu­líf, en um miðjan maí var talið að þær næmu sam­tals 350 millj­örðum króna. Sig­urður segir að almenn sam­staða virð­ist vera um þær ef marka megi umræður í fjöl­miðlum og umsagnir um frum­vörp stjórn­ar­inn­ar. Alltaf veki til dæmis athygli þegar Við­skipta­ráð fagni miklum fjár­út­látum úr rík­is­sjóði og biður um meira. „Á mörgum má skilja að við þessar aðstæður sé allur stuðn­ingur rík­is­sjóðs við fyr­ir­tæki góð­ur. Þær ákvarð­anir reyn­ast ekki alltaf vel, sem teknar eru í slíku and­rúms­lofti. Hollt er að staldra við og spyrja hvað lands­menn hafa upp úr því að styðja meira við félagið en orðið er. Ýmis­legt tap­ast ef Icelandair verður gjald­þrota. End­ur­reist félag með nýja kenni­tölu mundi til dæmis greiða hærra áhættu­á­lag á vexti en Icelanda­ir. Á móti má spyrja hvort kostn­aður flug­fé­laga eigi ekki að end­ur­spegla raun­veru­legan kostnað við áhættu í rekstr­in­um. Í þessu sam­bandi má nefna að flug­véla­bensín hefur verið und­an­þegið kolefn­is­gjald­i.“

Umhverf­is­vernd­ar­sam­tök séuá meðal fárra sem mót­mæli nú rík­is­stuðn­ingi við flug­fé­lög. En einnig megi benda á að end­ur­skipu­lagn­ing á flug­mark­aði taki tíma. „Brott­hvarf Icelandair tefur fyrir upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu á næstu miss­er­um. Rök af þessu tagi verður að vega á móti kostn­aði sem stuðn­ingur við félagið leggur á skatt­greið­end­ur.“

Hvað ger­ist ef Icelandair á ekki fyrir skuld­um? 

Sig­urður segir í grein­inni að ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þó að það fari í þrot. For­ræði félags­ins fær­ist þá um sinn til lán­ar­drottna og fram­tíð þess yrði í höndum þeirra. „Þeir verða að svara spurn­ingum eins og: Fáum við meira upp í skuld­irnar með því að selja eignir eða halda rekstr­inum áfram? Er rekstr­inum kannski betur borgið í höndum nýrra stjórn­enda? Flug­vélar eru ekki í háu verði þessa dag­ana. Vand­ræði félags­ins verða ekki heldur rakin til mis­taka í rekstr­in­um. Ekki kæmi á óvart að lán­ar­drottnar semji við fyrri stjórn­endur um að halda rekstr­inum áfram, þó að engir rík­is­styrkir komi til.“

Hægt er að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent