Ekki skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að leggja mikið undir í íslensku flugfélagi

Beinast liggur við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunnar HÍ. Ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þótt það fari í þrot. Lánardrottnar gætu samið við fyrri stjórnendur um að halda rekstrinum áfram.

Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Auglýsing

Þótt líf­eyr­is­sjóðir eigi tæpan helm­ing alls hluta­fjár í Icelandair Group, og raunar stóran hluta eig­in­fjár í íslensku atvinnu­lífi, er ýmis­legt sem mæli á móti því að þeir leggi meira fé í rekstur félags­ins. Stór hluti í einu flug­fé­lagi sé til að mynda vara­samur út frá sjón­ar­miðum um áhættu­dreif­ingu. Þá átti fyrri fjár­fest­ing hluta sjóð­anna í Icelandair Group, þegar félagið var fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagt eftir banka­hrun­ið, sér stað þegar til staðar voru fjár­magns­höft sem gerðu líf­eyr­is­sjóðum ekki kleift að fjár­festa í útlönd­um. Fjár­fest­ingin var því ekki til komin vegna þess að Icelandair Group hefði verið besti fjár­fest­inga­kostur sem til væri.Sigurður Jóhannesson Mynd: Háskóli Íslands 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Sig­urðar Jóhann­es­son­ar, for­stöðu­manns Hag­fræði­stofn­unnar Háskóla Íslands, sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem barst áskrif­endum í lok síð­ustu viku.

­Sig­urður segir þar að nú sé þrýst á líf­eyr­is­sjóði að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun Icelandair Group með þjóð­ar­hag í huga. „Hags­munir Icelandair fara vissu­lega saman við hags­muni margra félaga í íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, en einu hags­mun­irnir sem sam­eina alla sjóðs­fé­laga eru að sjóð­irnir ávaxt­ist vel og geti borgað góðan líf­eyri. Besta leiðin til þess að draga úr óvissu um líf­eyr­is­greiðslur á kom­andi árum er senni­lega að sjóð­irnir beini hluta­bréfa­kaupum sínum til útlanda. Aðrir fjár­festar hér á landi ráða lík­lega ekki yfir jafn­miklu fé og líf­eyr­is­sjóð­ir, en um þá gilda sömu rök: Lík­ast til er ekki skyn­sam­legt að þeir leggi mikið undir í íslensku flug­fé­lag­i.“

Ættu að sækja nýtt hlutafé til útlanda

Að mati Sig­urðar liggur bein­ast við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda. „Vissu­lega getur brugðið til beggja vona um gengi hluta­bréfa í félag­inu, en þau þurfa ekki að vera slæm fjár­fest­ing fyrir fjár­fest­ing­ar­sjóði sem eiga eignir víða. Eng­inn vafi er á að áfram verður flogið til Íslands. Icelandair er í betri stöðu en önnur félög í Íslands­flugi vegna þekk­ingar innan félags­ins á mark­að­inum og vel­vildar sem félagið nýt­ur.“ 

Auglýsing
Ríkisábyrgð vegna lána Icelandair myndi bæt­ast við aðrar björg­un­ar­að­gerðir rík­is­ins við íslenskt atvinnu­líf, en um miðjan maí var talið að þær næmu sam­tals 350 millj­örðum króna. Sig­urður segir að almenn sam­staða virð­ist vera um þær ef marka megi umræður í fjöl­miðlum og umsagnir um frum­vörp stjórn­ar­inn­ar. Alltaf veki til dæmis athygli þegar Við­skipta­ráð fagni miklum fjár­út­látum úr rík­is­sjóði og biður um meira. „Á mörgum má skilja að við þessar aðstæður sé allur stuðn­ingur rík­is­sjóðs við fyr­ir­tæki góð­ur. Þær ákvarð­anir reyn­ast ekki alltaf vel, sem teknar eru í slíku and­rúms­lofti. Hollt er að staldra við og spyrja hvað lands­menn hafa upp úr því að styðja meira við félagið en orðið er. Ýmis­legt tap­ast ef Icelandair verður gjald­þrota. End­ur­reist félag með nýja kenni­tölu mundi til dæmis greiða hærra áhættu­á­lag á vexti en Icelanda­ir. Á móti má spyrja hvort kostn­aður flug­fé­laga eigi ekki að end­ur­spegla raun­veru­legan kostnað við áhættu í rekstr­in­um. Í þessu sam­bandi má nefna að flug­véla­bensín hefur verið und­an­þegið kolefn­is­gjald­i.“

Umhverf­is­vernd­ar­sam­tök séuá meðal fárra sem mót­mæli nú rík­is­stuðn­ingi við flug­fé­lög. En einnig megi benda á að end­ur­skipu­lagn­ing á flug­mark­aði taki tíma. „Brott­hvarf Icelandair tefur fyrir upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu á næstu miss­er­um. Rök af þessu tagi verður að vega á móti kostn­aði sem stuðn­ingur við félagið leggur á skatt­greið­end­ur.“

Hvað ger­ist ef Icelandair á ekki fyrir skuld­um? 

Sig­urður segir í grein­inni að ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þó að það fari í þrot. For­ræði félags­ins fær­ist þá um sinn til lán­ar­drottna og fram­tíð þess yrði í höndum þeirra. „Þeir verða að svara spurn­ingum eins og: Fáum við meira upp í skuld­irnar með því að selja eignir eða halda rekstr­inum áfram? Er rekstr­inum kannski betur borgið í höndum nýrra stjórn­enda? Flug­vélar eru ekki í háu verði þessa dag­ana. Vand­ræði félags­ins verða ekki heldur rakin til mis­taka í rekstr­in­um. Ekki kæmi á óvart að lán­ar­drottnar semji við fyrri stjórn­endur um að halda rekstr­inum áfram, þó að engir rík­is­styrkir komi til.“

Hægt er að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent