Guðrún Johnsen ráðin efnahagsráðgjafi VR

Stærsta stéttarfélag landsins hefur ráðið Guðrúnu Johnsen sem efnahagsráðgjafa. Hún mun einnig sinna rannsóknarstörfum á sviði rekstrarhagfræði og fjármála- og stjórnarhátta fyrirtækja.

Guðrún Johnsen.
Guðrún Johnsen.
Auglýsing

Guð­rún John­sen hag­fræð­ingur hefur verið ráðin í hluta­starf sem efna­hags­ráð­gjafi VR. Þar mun hún vera for­manni, fram­kvæmda­stjóra og stjórn þessa stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins „til ráð­gjafar í rann­sóknum og stefnu­mótun tengdum kjara­mál­u­m.“

Guð­rún hefur setið í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir hönd VR frá því í ágúst í fyrra og í til­kynn­ingu segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, það mik­inn feng fyrir starf og bar­áttu VR að hafa fengið Guð­rúnu til liðs við félag­ið.

Guð­rún á að baki um 20 ára feril sem háskóla­kenn­ari við Háskóla Íslands, Háskól­ann í Reykja­ví, og Osló­ar­há­skóla og sem rann­sak­andi á sviði fjár­mála og efna­hags­mála hjá alþjóð­legum stofn­un­um. Hún hefur lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá ENS í Frakk­landi og meistara­gráðum í bæði töl­fræði og hag­nýtri hag­fræði frá Uni­versity of Michig­an. Í til­kynn­ing­unni segir að hún sé „ein fárra hag­fræð­inga sem frá árinu 2005 var­aði við skulda­krepp­unni miklu sem raun­gerð­ist árið 2008 og frá 2009-2010 starf­aði Guð­rún hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, en eftir hana liggja margar grein­ar, bók­arkaflar og bók um fjár­málakrepp­una miklu.“

Auglýsing
Guðrún sat í stjórn Arion banka í tæp­lega átta ár en var látin hætta þar síðla árs 2017.Hún greiddi meðal ann­­ars atkvæði í stjórn­­inni gegn umdeildri sölu á hlut bank­ans í Bakka­vör í nóv­­em­ber 2015 og lagði það síðan til á fundi stjórnar Arion banka 14. nóv­­em­ber 2018 að ­gerð yrði könnun á sölu­­­ferli eign­­­ar­hlut­­­ar­ins. Sú til­­­laga var felld. 

Í minni­blaði sem Banka­­sýsla rík­­is­ins skrif­aði Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þeirrar sölu, sem stofn­unin mat að rík­­is­­sjóður hafi tapað 2,6 millj­­örðum króna á, kom fram að degi eftir að Guð­rún lagði fram til­­lög­una hafi henni verið tjáð að „breyt­ingar væru fyr­ir­hug­að­ar á stjórn bank­ans og [henn­­­ar] að­komu væri ekki óskað“. 

Ragnar Þór, for­maður VR, hefur einnig verið mik­ill áhuga­maður um að fram fari rann­sókn á söl­unni á Bakka­vör, en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna var á meðal þeirra sem seldu. Ragnar Þór hefur opin­ber­lega sagt að sú sala gæti verið eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar og farið sam­hliða fram á opin­bera rann­sókn á hvort líf­eyr­is­sjóðir hafi verið blekkt­ir.

Guð­rún skrifar reglu­lega í Vís­bend­ingu, viku­legt rit um efna­hags­mál, við­skipti og nýsköpun sem Kjarn­inn miðlar gefa út. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent