Guðrún Johnsen ráðin efnahagsráðgjafi VR

Stærsta stéttarfélag landsins hefur ráðið Guðrúnu Johnsen sem efnahagsráðgjafa. Hún mun einnig sinna rannsóknarstörfum á sviði rekstrarhagfræði og fjármála- og stjórnarhátta fyrirtækja.

Guðrún Johnsen.
Guðrún Johnsen.
Auglýsing

Guð­rún John­sen hag­fræð­ingur hefur verið ráðin í hluta­starf sem efna­hags­ráð­gjafi VR. Þar mun hún vera for­manni, fram­kvæmda­stjóra og stjórn þessa stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins „til ráð­gjafar í rann­sóknum og stefnu­mótun tengdum kjara­mál­u­m.“

Guð­rún hefur setið í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna fyrir hönd VR frá því í ágúst í fyrra og í til­kynn­ingu segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, það mik­inn feng fyrir starf og bar­áttu VR að hafa fengið Guð­rúnu til liðs við félag­ið.

Guð­rún á að baki um 20 ára feril sem háskóla­kenn­ari við Háskóla Íslands, Háskól­ann í Reykja­ví, og Osló­ar­há­skóla og sem rann­sak­andi á sviði fjár­mála og efna­hags­mála hjá alþjóð­legum stofn­un­um. Hún hefur lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá ENS í Frakk­landi og meistara­gráðum í bæði töl­fræði og hag­nýtri hag­fræði frá Uni­versity of Michig­an. Í til­kynn­ing­unni segir að hún sé „ein fárra hag­fræð­inga sem frá árinu 2005 var­aði við skulda­krepp­unni miklu sem raun­gerð­ist árið 2008 og frá 2009-2010 starf­aði Guð­rún hjá Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, en eftir hana liggja margar grein­ar, bók­arkaflar og bók um fjár­málakrepp­una miklu.“

Auglýsing
Guðrún sat í stjórn Arion banka í tæp­lega átta ár en var látin hætta þar síðla árs 2017.Hún greiddi meðal ann­­ars atkvæði í stjórn­­inni gegn umdeildri sölu á hlut bank­ans í Bakka­vör í nóv­­em­ber 2015 og lagði það síðan til á fundi stjórnar Arion banka 14. nóv­­em­ber 2018 að ­gerð yrði könnun á sölu­­­ferli eign­­­ar­hlut­­­ar­ins. Sú til­­­laga var felld. 

Í minni­blaði sem Banka­­sýsla rík­­is­ins skrif­aði Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, vegna þeirrar sölu, sem stofn­unin mat að rík­­is­­sjóður hafi tapað 2,6 millj­­örðum króna á, kom fram að degi eftir að Guð­rún lagði fram til­­lög­una hafi henni verið tjáð að „breyt­ingar væru fyr­ir­hug­að­ar á stjórn bank­ans og [henn­­­ar] að­komu væri ekki óskað“. 

Ragnar Þór, for­maður VR, hefur einnig verið mik­ill áhuga­maður um að fram fari rann­sókn á söl­unni á Bakka­vör, en Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna var á meðal þeirra sem seldu. Ragnar Þór hefur opin­ber­lega sagt að sú sala gæti verið eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar og farið sam­hliða fram á opin­bera rann­sókn á hvort líf­eyr­is­sjóðir hafi verið blekkt­ir.

Guð­rún skrifar reglu­lega í Vís­bend­ingu, viku­legt rit um efna­hags­mál, við­skipti og nýsköpun sem Kjarn­inn miðlar gefa út. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent