Íslenska ríkið dæmt til að greiða miskabætur vegna ómannúðlegrar meðferðar lögreglu á útlendingi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli Tyrkja sem taldi afskipti lögreglu af sér almennt hafa einkennst af tungumálaörðugleikum og fordómum gagnvart múslímum.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 201
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi íslenska ríkið í lok maí síð­ast­lið­ins til að greiða Tyrkja af kúrdískum upp­runa 500.000 krónur í miska­bætur vegna þving­un­ar­ráð­staf­ana lög­reglu og athafna lög­reglu í tengslum við saka­mál á árinu 2018 þar sem stefn­andi hafði stöðu sak­born­ings. Málin voru síðar öll felld niður á rann­sókn­ar­stigi. Gjaf­sókn­ar­kostn­aður manns­ins greið­ist enn fremur úr rík­is­sjóði, þar með talin þóknun lög­manns hans að fjár­hæð 2.157.600 krón­ur.

Mað­ur­inn, sem er tyrk­neskur rík­is­borg­ari en af kúrdískum upp­runa, taldi afskipti lög­reglu af sér almennt hafa ein­kennst af tungu­mála­örð­ug­leikum og for­dómum gagn­vart múslímum. Hann krafð­ist þess að ríkið myndi greiða honum bætur að fjár­hæð 3.252.250 krónur með vöxt­um, sem og máls­kostn­að.

Íslenska ríkið hafn­aði frá upp­hafi bóta­skyldu og vís­aði til þess að mað­ur­inn hefði sjálfur stuðlað að eða valdið aðgerðum lög­reglu sem hefði að öllu öðru leyti verið rétt­læt­an­leg­ar.

Auglýsing

Þá taldi mað­ur­inn að þving­un­ar­ráð­staf­anir í máli hans hefðu ekki verið í nægi­legu sam­hengi við hegðun hans og þá hátt­semi sem honum var gefin að sök.

Mað­ur­inn taldi að ljóst væri að lög­regla og önnur stjórn­völd hefðu í máli hans brotið gegn með­al­hófi við val á þving­un­ar­ráð­stöf­unum og þannig sýnt af sér sak­næma og ólög­mæta hátt­semi sem hefði valdið honum tjóni, sem íslenska ríkið bæri ábyrgð á með vísan til almennu sak­ar­regl­unn­ar.

Þá taldi hann að bein orsaka­tengsl væru á milli and­legs tjóns sem hann hefði orðið fyrir og hinnar bóta­skyldu hátt­semi sem lýst er hér að fram­an. Hann kvað málin hafa valdið sér veru­legu hug­ar­angri, kvíða og hræðslu und­an­farið ár og haft áhrif á dag­lega líðan hans og fjöl­skyldu­líf.

Líta bæri til þess að um umfangs­miklar aðgerðir hefði verið að ræða sem fólu í sér víð­tæk inn­grip í frið­helgi einka­lífs hans. Að síð­ustu taldi mað­ur­inn einnig að rétt væri að líta til þess að marg­þættar rann­sókn­ar­að­gerðir lög­reglu hefðu engan árangur borið en öll málin voru felld niður gagn­vart hon­um.

Heim­ilt að beita mann­inn valdi til þess að tryggja öryggi hans og ann­arra

Í nið­ur­stöðu dóms­ins segir að þann 13. maí árið 2018 hafi lög­regla verið kölluð að heim­ili fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu manns­ins eftir til­kynn­ingu frá henni. Segir í stefnu að mað­ur­inn hafi verið búinn að skera sig á kvið og læsa sig inni á bað­her­bergi þegar lög­reglu bar að garði. Þá ber gögnin máls­ins og fram­burði fyrir dómi saman um að þegar lög­regla kom á stað­inn hafi mað­ur­inn verið æst­ur, blóð­ugur og búinn að hella yfir sig eld­fimu efni. Einnig kom fram að hann hafði skorið sig með dúka­hníf í við­ur­vist lög­reglu­manna sem reyndu að ræða við hann og hót­aði hann að kveikja í sér. Máttu lög­reglu­menn því allt eins gera ráð fyrir því að stefn­andi væri vopn­að­ur.

Eins og aðstæðum var háttað í umrætt sinn telur dóm­ari engan vafa ríkja um að lög­reglu­mönn­um, það á meðal sér­sveit­ar­mönn­um, hafi verið heim­ilt að beita mann­inn valdi til þess að tryggja öryggi hans og ann­arra og afstýra því hættu­á­standi sem hegðun hans olli.

„Ekki er á það fall­ist að sú aðgerð að skjóta 40 mm þar til gerðri kúlu að stefn­anda hafi verið úr hófi eða verði með ein­hverjum hætti virt lög­reglu­mönnum til sak­ar, hvorki með vísan til reglna lög­regl­unnar um vald­beit­ingu né almenns sak­næm­is­mæli­kvarða. Ekki er um það deilt að eftir hand­töku var stefn­andi fluttur á geð­deild og honum sleppt að lok­inni aðhlynn­ingu án frek­ari eft­ir­mála af hálfu lög­reglu. Var sá tími sem stefn­andi tald­ist hand­tek­inn þar af leið­andi skamm­ur,“ segir í dómn­um. 

Að mati dóm­ara verður hand­taka manns­ins í umrætt sinn og vald­beit­ing henni tengd alfarið rakin til stór­háska­legrar hátt­semi hans sjálfs. Vegna þess­ara atvika átti mað­ur­inn því hvorki rétt á bót­um, að því er fram kemur í dómn­um.

Fékk sím­ann sinn til baka eftir 11 daga

Varð­andi annað atvik er snerti hald­lagn­ingu á síma manns­ins 13. maí 2018 „liggur fyrir að athafnir lög­reglu byggð­ust á grun um að stefn­andi hygð­ist nota myndir af fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni, sem hugs­an­lega voru geymdar í sím­an­um, í refsi­verðum til­gangi. Hvað sem þessu líð­ur, svo og þeim vafa sem uppi er um það hvernig sím­inn komst nákvæm­lega í hendur lög­reglu, er ekki komin fram við­hlít­andi sönnun fyrir því að stefn­andi hafi valdið eða stuðlað að þess­ari aðgerð lög­reglu.“

Þá telur dóm­ari að nokkuð langur tími hafi liðið frá því að hald var lagt á sím­ann þar til mað­ur­inn fékk hann afhentan til baka, eða 11 dag­ar. Er þá litið til þess að stefn­andi hafi veitt sam­þykki fyrir afritun sím­ans og greiddi þannig fyrir afritun hans. Dóm­ur­inn fellst á að mað­ur­inn eigi rétt á ein­hverjum miska vegna téðrar rann­sókn­ar­að­gerð­ar, en hann hefur ekki uppi fjár­kröfu af þessu til­efni.

Rétt á bótum vegna hand­töku

Þriðja atvikið átti sér stað þann 28. maí 2018 en þá var mað­ur­inn hand­tek­inn í fram­haldi af því að dóttir fyrrum sam­býl­is­konu manns­ins hafði haft sam­band við lög­reglu og til­kynnt að hann væri ölv­aður á bif­reið að elta móður henn­ar. Var mað­ur­inn hand­tek­inn á heim­ili sínu í fram­haldi af til­kynn­ing­unni, meðal ann­ars vegna gruns um ölv­un­arakst­ur, og færður á lög­reglu­stöð.

Á það verður fall­ist með íslenska rík­inu að eins og atvikum var háttað hafi verið nægi­legt til­efni fyrir lög­reglu að færa mann­inn á lög­reglu­stöð til blóð­rann­sókn­ar. „Hvað sem þessu líður er ekk­ert komið fram um að stefn­andi hafi valdið eða stuðlað að hand­tök­unni með ein­hverjum hætt­i.“ Á hann því rétt á bótum vegna hand­tök­unnar enda er ekki deilt um að málið var síðar fellt nið­ur, að því er fram kemur í dómn­um.

„Við mat á fjár­hæð bóta verður að horfa til þess að stefn­anda var haldið í nokkurn tíma á lög­reglu­stöð­inni, þ.á m. var stefn­andi hafður í haldi í fanga­klefa í u.þ.b. einn og hálfan klukku­tíma eftir að töku síð­ara blóð­sýnis lauk án þess að fram hafi komið við­hlít­andi skýr­ingar af hálfu stefnda á nauð­syn þeirrar vist­un­ar,“ segir í dómn­um. Eins og ástandi manns­ins var háttað í umrætt sinn verður lög­reglu hins vegar ekki gefið sjálf­stætt að sök að hafa gert leit á stefn­anda áður en hann var vistaður í fanga­klefa.

Um að ræða erlendan mann með skerta burði til sam­skipta

Þá kemur fram að fyrir liggi við­ur­kenn­ing íslenska rík­is­ins á því að mis­tök hafi orðið við með­ferð máls manns­ins í umrætt sinn með því að ítrek­uðum beiðnum hans um aðstoð lög­manns og túlks hafi ekki verið sinnt, þó þannig að ríkið vísi til þess að mað­ur­inn hafi virst, þrátt fyrir allt, hafa haft nægi­lega kunn­áttu í ensku til að ræða við lög­reglu­menn og átta sig sak­ar­gift­um. Þá mót­mælir íslenska ríkið því að mað­ur­inn hafi orðið fyrir rétt­ar­spjöllum vegna skorts á lög­manns­að­stoð.

Að mati dóms­ins verður að horfa til þess að réttur hand­tek­ins manns til lög­manns­að­stoðar heyrir til grund­vall­ar­rétt­inda hans. Þótt ekki hafi verið um að ræða form­lega skýrslu­töku af stefn­anda sé eng­inn vafi á því að lög­reglu­mönnum hafi borið að bregð­ast við ítrek­uðum óskum hans þar að lút­andi. Þá telur dóm­ur­inn að brot lög­reglu hafi verið þeim mun alvar­legra að um var að ræða erlendan mann með skerta burði til sam­skipta og skiln­ings á þeim aðstæðum sem uppi voru. Var því í reynd einnig vegið að rétti manns­ins til rétt­látrar máls­með­ferð­ar.

Gild ástæða til afskipta lög­reglu en ekki hand­töku

Í fjórða lagi var mað­ur­inn hand­tek­inn þann 10. nóv­em­ber 2018 og eru máls­at­vik að mestu ágrein­ings­laus. „Í mál­inu verður að leggja til grund­vallar að á þessu tíma­marki hafi nálg­un­ar­banni stefn­anda gagn­vart fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu hans verið lok­ið. Ekki er fram komið með óyggj­andi hætti, gegn mót­mælum stefn­anda, að hann hafi í reynd hótað fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sinni og syni hennar eða brotið gegn áður­greindu nálg­un­ar­banni meðan á því stóð. Gildir þá einu þótt í úrskurði hér­aðs­dóms 15. nóv­em­ber 2018, þar sem stefn­andi var að nýju lát­inn sæta nálg­un­ar­banni, sé því slegið föstu að rök­studdur grunur sé um refsi­verða hátt­semi stefn­anda að þessu leyt­i.“

Þótt dóm­ur­inn telji að gild ástæða hafi verið til afskipta lög­reglu af stefn­anda í umrætt sinn, meðal ann­ars vegna þeirra atvika sem á undan höfðu geng­ið, jafn­gildi það ekki því að mað­ur­inn hafi valdið eða stuðlað að hand­tök­unni. Þá sé hald­laus sú máls­á­stæða íslenska rík­is­ins að hand­taka manns­ins við þessar aðstæður hafi mátt helg­ast af því að koma hafi átt í veg fyrir áfram­hald­andi brot, enda hafi þá lög­reglu borið að leiða mann­inn án und­an­dráttar fyrir dóm­ara, krefj­ast gæslu­varð­halds og að því búnu gefa taf­ar­laust út ákæru.

Var lát­inn dvelja í 17 klukku­stundir í fanga­klefa klæða­laus, án dýnu og við­hlít­andi aðhlynn­ingu

Af gögnum máls­ins verður ráðið að stefn­andi hafi verið í haldi lög­reglu í um það bil 24 klukku­stundir og fyrst tekin af honum stutt skýrsla undir lok gæsl­unn­ar. „Jafn­vel þótt fall­ist verði á að ölvun stefn­anda og fram­koma hans í haldi lög­reglu, meðal ann­ars sú hátt­semi hans að vera með hnífs­blað innan klæða og skera sig í upp­hand­leggi, hafi tafið fyrir skýrslu­töku telur dóm­ur­inn þennan tíma veru­lega úr hófi miðað þær sak­ar­giftir sem hér var um að ræða.“

Þá telur dóm­ur­inn að ekki hafi komið fram við­hlít­andi skýr­ingar á því hvers vegna ekki var aflað aðstoðar geð­heil­brigð­is­starfs­fólks fyrr en að því er virð­ist eftir tæp­lega 20 klukku­stunda gæslu hjá lög­reglu.

Í dómnum kemur fram að það verði að telja sannað að mað­ur­inn hafi verið lát­inn dvelja í um það bil 17 klukku­stundir í fanga­klefa klæða­laus, án dýnu og án þess að fá við­hlít­andi aðhlynn­ingu. Í þessu hafi falist harð­ræði lög­reglu ólög­mæt mein­gerð gagn­vart frelsi og per­sónu manns­ins.

„Sam­kvæmt öllu fram­an­greindu verður stefn­andi dæmdur til að greiða stefn­anda miska­bætur sem þykja hæfi­lega ákveðnar 500.000 krón­ur. Er þá að stærstum hluta litið til ómann­úð­legrar með­ferðar lög­reglu á stefn­anda 10. til 11. nóv­em­ber 2018,“ segir í dómn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent