Kári: Engar áætlanir uppi um að búa til söluvöru úr skimuninni

Kári Stefánsson segir að COVID-19 faraldurinn hafi laðað fram það besta í harðsvíruðu kapítalistunum sem stjórni lyfjaiðnaðinum. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar og Amgen í skimun á Íslandi snúist ekki um fjárhagslegan ávinning.

Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

„Það bjó ekk­ert annað að baki þeirri skimun sem ÍE fram­kvæmdi eftir SAR­S-CoV-2 í Íslend­ingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja far­ald­ur­inn. Það sama á við um skimun­ina eftir mótefnum gegn veirunni. ÍE og eig­andi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætl­anir um að búa til úr þess­ari vinnu sölu­vöru til þess hafa af fjár­hags­legan ávinn­ing.“

Þetta segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í stöðu­upp­færslu sem hann ritar á Face­book í dag. Þar segir Kári að þegar hann hafi haft sam­band við stjórn­endur banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Amgen, sem á Íslenska erfða­grein­ingu, og sagt þeim að hann vildi hefja skimun fyrir veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum á Íslandi þá hafi þeir svar­að: „Í guð­anna bænum gerðu það og bjóddu stjórn­völdum alla þá hjálp sem þú getur veitt.“

Til árétt­ingar því sem að baki býr Kári Stef­áns­son Vegna umræðna jafnt í prent­miðlum sem á ljós­vökum sé ég mig...

Posted by Kari Stef­ans­son on Sat­ur­day, June 20, 2020

Í færsl­unni segir Kári að far­ald­ur­inn hafi laðað fram það besta í fólki eins og þeim harðsvír­uðu kap­ít­alistum sem stjórna lyfja­iðn­að­in­um. „Stærstu lyfja­fyr­ir­tæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bólu­efni gegn veirunni og lyf til þess að lækna COVID-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er ein­stakt og fal­legt og svona á heim­ur­inn að ver­a.“

Auglýsing
Þótt Kári segi að engir fjár­hags­legir hvatar hafi búið að baki þátt­töku Íslenskrar erfða­grein­ingar í skimun­inni þá hafi starfs­fólk hans fengið mikið út því að taka þátt í henni. „Við erum upp­götv­anafíklar og nýr sjúk­dómur sem ekk­ert er vitað um er hval­reki fyrir þá fíkn. Þetta var dópið beint í æð. Sem sagt við skimuðum ekki af góð­mennsku eða fórn­fýsi heldur til þess að hlúa að því sam­fé­lagi sem við búum og þannig að okkur sjálfum og síðan gerðum við það líka til þess að kom­ast í þá vímu sem við lifum fyr­ir.“

Senda reikn­ing fyrir efn­is- og launa­kostn­aði

Kjarn­inn greindi frá því 29. maí síð­ast­lið­inn að Íslensk erfða­­grein­ing hefði ekki fengið greitt frá íslenska rík­­inu vegna skimunar fyrir kór­ón­u­veiru, en það stað­­festi heil­brigð­is­ráðu­­neytið í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

Áætl­aður kostn­aður Íslenskrar erfða­grein­ingar vegna skimun­ar­innar hefur verið um 1,2 millj­arðar króna á mán­uði. Upp­safn­aður kostn­aður frá því að skimun fyr­ir­tæk­is­ins hófst 13. mars og út maí­mán­uði er því áætl­aður um þrír millj­arðar króna.

Auk þess hefur Íslensk erfða­grein­ing aðkomu að skimunum fyrir COVID-19 á  landamæra­stöðv­um, nú þegar opnað hefur verið fyrir auknu flæði far­þega inn til lands­ins. Kjarn­inn greindi frá því í gær að stjórn­völd hefðu ekki gert nýjan skrif­­legan samn­ing við Íslenska erfða­­grein­ingu vegna aðkomu fyr­ir­tæk­is­ins að þeim skimun­um, heldur fer útfærsla á skimunum fram sam­­kvæmt munn­­legu sam­komu­lagi Þór­­ólfs Guðn­a­­sonar sótt­varna­læknis við fyr­ir­tækið og fyrri skrif­­legum samn­ingum sem höfðu verið gerðir um aðkomu ÍE að skimunum fyrir COVID-19 hér inn­­an­lands.

„Gert er ráð fyrir því að ÍE muni senda reikn­ing fyrir efn­is­­kostn­aði og launa­­kostn­að­i,“ segir í svari sótt­varna­læknis við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans, þar sem óskað var eftir skrif­­legum samn­ingi að aðkomu Íslenskrar erfða­grein­ingar að skimunum ferða­­fólks, ef slíkur hefði verið gerð­­ur,  eða öllum upp­­lýs­ingum sem fram­reið­an­­legar væru um munn­­legt sam­komu­lag sem hefði verið gert um sama efni.

Kári hafði áður sagt að hann reikn­aði með því að sá kostn­aður sem fyr­ir­tækið tæki á sig vegna aðkomu sinnar að landamæra­skimunum yrði greiddur af rík­­inu. Fyr­ir­tækið sér um að skima þau sýni sem tekin eru á Kefla­vík­­­ur­flug­velli, sem hafa verið hátt í þús­und á dag und­an­farna daga.

Leita að veiru og eyða svo sýnum

Sótt­varna­læknir sagði í svari sínu við fyr­ir­­spurn­ Kjarn­ans að aðkoma Íslenskrar erfða­grein­ingar að grein­ingum á sýnum byggi á vinnslu­­samn­ingi sótt­varna­læknis við Land­­spít­­al­ann frá árinu 2015 ann­­ars vegar og hins vegar á vinnslu­­samn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins við við sýkla- og veiru­fræð­i­­deild Land­­spít­­al­ans frá 12. mars síð­­ast­liðn­­­um. 

Hann bætir við að þessir vinnslu­­samn­ingar byggi á sótt­varna­lög­um, per­­són­u­vernd­­ar­lögum og reglum Per­­són­u­verndar um öryggi per­­són­u­­upp­­lýs­inga. Þá sé kveðið á um það í reglu­­gerð heil­brigð­is­ráð­herra að ein­ungis megi rann­saka sýni sem aflað er með skimun á landamæra­­stöðvum með til­­liti til kór­ón­u­veirunnar og þeim skuli eytt að því búnu.

Íslenskri erfða­­grein­ingu ekki veitt neitt sér­­­leyfi

Í svar­inu sagði einnig að stjórn­­völd hafi ekki heitið Íslenskri erfða­grein­ingu neinum sér­­­kjörum, sér­­­leyfi eða sér­­­stökum aðgangi að gögnum sem safn­­ast við skimun­ina, heldur séu gögnin á for­ræði sótt­varna­læknis sam­­kvæmt sótt­varna­lögum og öllum aðgeng­i­­leg til rann­­sókna, sam­­kvæmt verk­lags­­reglum emb­ættis land­lækn­­is. 

Íslensk erfða­grein­ing hafi þó sam­hliða vinnu við skimanir fyrir COVID-19 ákveðið að stunda rann­­sókn­­ar­vinnu á sjúk­­dómnum og hefði sótt um til­­skilin leyfi til þar til bærra aðila vegna þeirra vinnu.

Fyr­ir­­spurnin sem Kjarn­inn kom til sótt­varna­læknis var sam­hljóða fyr­ir­­spurn Hauks Más Helga­­sonar blaða­­manns og rit­höf­unds, sem hann sendi á for­­sæt­is­ráðu­­neytið 8. júní, og sneri að aðkomu Íslenskrar erfða­­grein­ingar að fram­­kvæmd landamæra­skim­ana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent