Meirihlutinn segir allt verklag sitt við könnun á hæfi Kristjáns Þórs hafa verið eðlilegt

Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem sitja í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu í kjölfar afsagnar Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem formanns nefndarinnar.

Líneik Anna Sævarsdóttir var framsögumaður frumkvæðisathugunarmálsins í nefndinni. Hún er ein þingmannanna sem skrifa undir yfirlýsinguna
Líneik Anna Sævarsdóttir var framsögumaður frumkvæðisathugunarmálsins í nefndinni. Hún er ein þingmannanna sem skrifa undir yfirlýsinguna
Auglýsing

Meiri­hluti stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is, sem sam­anstendur af full­trúum Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks, segir að frum­kvæð­is­at­hugun nefnd­ar­innar á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í ljósi stöðu hans gagn­vart útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja, hafi að einu og öllu verið í sam­ræmi við hlut­verk nefnd­ar­innar og verk­lag allt verið eðli­legt. Allar ásak­anir um annað byggi á öðru en stað­reynd­um. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem meiri­hlut­inn sendi frá sér í dag. Afar óvenju­legt er að meiri­hluti nefndar sendi frá sér slíka til­kynn­ingu. Undir til­kynn­ing­una skrifa Óli Björn Kára­son og Brynjar Níels­son frá Sjálf­stæð­is­flokki, Þór­unn Egils­dóttir og Líneik Anna Sæv­ars­dóttir frá Fram­sókn­ar­flokki og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé frá Vinstri græn­um.

Til­efnið er afsögn Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, sem for­manns nefnd­ar­inn­ar. Hún sagði af sér for­mennsk­unni á mánu­dag og í ræðu sinni á þingi vegna þessa sagði hún að til­­raunir minn­i­hlut­ans í nefnd­inni til að sinna því eft­ir­lits­hlut­verki sem hún á að sinna hefðu orðið „meiri­hlut­­anum til­­efni til vald­­níðslu og linn­u­­lausra árása.“ 

Skýrasta dæmið sé hvernig staðið hafi verið í vegi fyrir því að frum­­kvæð­is­at­hugun fari fram á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­­son­­ar, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, vegna stöðu hans gagn­vart Sam­herja en meiri­hluti nefnd­­ar­inn­­ar, skip­aður stjórn­­­ar­­þing­­mönnum og þing­­manni Mið­­flokks­ins, lagði til að henni yrði hætt fyrir viku síð­­­an. „Með þessu er meiri­hlut­inn að setja hætt­u­­legt for­­dæmi, veikja eft­ir­lits­hlut­verk Alþingis með fram­­kvæmd­­ar­­vald­in­u,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Auglýsing
Hún sagði enn fremur að meiri­hlut­inn per­­són­u­­gerði starf nefnd­­ar­innar til að ná mark­miðum sín­­um. „Til þess að rétt­læta þessa aðför sína kýs meiri­hluti nefnd­­ar­innar að draga per­­sónu mína sífellt niður í svaðið og nota mig sem blóra­­böggul. Þessi aðferð­­ar­fræði; að skjóta send­i­­boð­ann, er þaul­­­reynd þögg­un­­ar- og kúg­un­­ar­taktík. Ég mót­­mæli þess­­ari aðför, mér mis­­býður þetta leik­­rit og ætla ekki að taka þátt í því leng­­ur. Meiri­hlut­inn verður að finna sér aðrar átyllur til þess til að rétt­læta aðför sína að eft­ir­lits­hlut­verki nefnd­­ar­innar og þings­ins. For­­mennsku minni í þess­­ari nefnd er hér með lok­ið.“

Í fullu sam­ræmi við þing­sköp

Í til­kynn­ingu meiri­hlut­ans, sem lesa má í heild sinni hér að neð­an, er máls­með­ferð á frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs rakin ítar­lega. Þar kemur fram að 15. júní síð­ast­lið­inn, sama dag og Þór­hildur Sunna sagði af sér, hefði for­seti Alþingis sent erindi þar sem fram kom að afgreiðsla nefnd­ar­innar þann 5. júní á frum­kvæð­is­at­hug­un, þegar ákveðið var að láta hana niður falla, hefði verið í fullu sam­ræmi við þing­sköp. „Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis hefur meðal ann­ars það hlut­verk að kanna ákvarð­anir ein­staka ráð­herra og verk­lag þeirra að eigin frum­kvæði. Þannig sé tryggt að lög­gjaf­inn hafi eft­ir­lit með fram­kvæmda­vald­inu. Þá er almenn­ingi einnig gert kleift að fylgj­ast vel með slíkum athug­unum bæði með opnum fundum þar sem ráð­herra situr fyrir svörum eða með aðgengi að fund­ar­gerðum og bók­unum um mál­ið. 

Nið­ur­staðan er svo gerð öllum ljós að lok­inni rann­sókn sem bygg­ist á gesta­komum sér­fræð­inga í mál­inu, upp­lýs­inga­beiðnum frá ráðu­neyt­um, opnu sam­tali við ráð­herra og öðru sem hjálpar þing­mönnum að kom­ast að upp­lýstri nið­ur­stöð­u.“

Meiri­hlut­inn telur að frum­kvæð­is­at­hugun stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar á hæfi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra hafi að einu og öllu verið í sam­ræmi við þetta hlut­verk nefnd­ar­innar og verk­lag allt verið eðli­legt. „Allar ásak­anir um annað byggja á öðru en stað­reynd­um.“

Yfir­lýs­ing meiri­hlut­ans í heild sinni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent