„Hvaða fíflagangur er þetta?“

Þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd segir að meirihlutinn hafi ritstýrt fyrirvara hans við nefndarálit í morgun.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, sagð­ist á Alþingi í dag vera í senn ákaf­lega hryggur en jafn­framt reiður vegna þess að í morgun hefði meiri­hlut­inn í fjár­laga­nefnd tekið „að sér rit­stjórn­ar­vald“ á þeim fyr­ir­vara sem hann vildi setja við stuðn­ing hans við fjár­auka sem þar hefði verið tek­inn út. Jón Stein­dór er áheyrn­ar­full­trúi í nefnd­inni.

„Meiri­hlut­inn gengur þar með þvert á það sem hér hefur tíðkast und­an­farið og ég verð að segja það að mér finnst það ansi hart að meiri­hlut­inn þoli ekki fyr­ir­vara við stuðn­ing við málið en ætli sér það virki­lega að rit­stýra fyr­ir­vara mínum við mál­ið. Þetta er algjör­lega fáheyrt, herra for­seti, og ekki líð­and­i,“ sagði hann í ræðu undir liðnum störf þings­ins.

Auglýsing

Hann sagði þetta vera sér­stakt mál. „Í fyr­ir­var­anum sem ekki hlaut náð í nefnd­inni er talað um að til­lögur gangi ekki nógu langt. Þar kemur líka fram að ég kunni að styðja breyt­ing­ar­til­lögur sem fram koma. Ég held að það sem meiri­hlut­inn vill ekki að sé sagt í nefnd­ar­á­lit­inu í mínum fyr­ir­vara séu þessar setn­ing­ar: „Þær breyt­ingar sem hafa verið gerðar frá upp­haf­legu frum­varpi eru við­ur­kenn­ing á mál­flutn­ingi Við­reisnar varð­andi aukin fram­lög til nýsköp­unar en þar er bætt við 200 millj­ónum til Nýsköp­un­ar­sjóðs atvinnu­lífs­ins vegna svo­kall­aðrar Stuðn­ings Kríu. Enn fremur eru til­lögur um fram­lög til ferða­á­byrgð­ar­sjóðs vegna pakka­ferða. Þar er farin leið sem Við­reisn hefur talað fyr­ir.“

Þarna er ég í raun að hrósa nefnd­inni fyrir að hlusta á skyn­sam­legan mál­flutn­ing sem hún tekur undir en nefndin vill rit­stýra þessum setn­ingum út úr fyr­ir­far­an­um. Hvaða fífla­gangur er þetta?“ spurði hann.

Nefnd­ar­menn verða að geta staðið við álitið

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður VG og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, tjáði sig um málið undir sama lið og sagði það skipta máli að hér væri um að ræða nefnd­ar­á­lit meiri­hluta nefndar sem nefnd­ar­menn settu nöfn sín und­ir. „Eðli máls­ins sam­kvæmt hefur þá í fjöl­flokka­meiri­hluta farið fram umræða um það hvað eigi að standa í því nefnd­ar­á­lit­i.“

Steinunn Þóra Árnadóttir Mynd: Bára Huld BeckHún sagði að áheyrn­ar­full­trúi í nefnd­inni, eins og Jón Stein­dór er í þessu til­felli, gæti tekið undir meiri­hluta­á­lit ef hann kysi svo. „Ég held að hér séum við komin út svo­lítið ókann­aðar lendur þar sem í raun­inni þing­sköp segja ekki beint fyrir um það hvernig eigi að standa að þessum málum en það er auð­vitað svo­lítið sér­stakt þegar nefnd­ar­menn eru með á nefnd­ar­á­liti en í raun­inni með orðum og til­lögum sem ganga miklu lengra en þó er verið að gera í nefnd­ar­á­lit­in­u.“

Stein­unn Þóra sagði jafn­framt að hún hefði enga skoðun á því hvernig aðrir þing­menn settu sína póli­tík fram. „Að sjálf­sögðu ekki. Menn standa með orðum sínum – en ég hins vegar vil standa með mínum orðum og ég tel að meiri­hluti sá sem skrifar undir nefnd­ar­á­lit verði auð­vitað að geta staðið á bak við það sem að í því stend­ur. Mér finnst það mik­il­vægt að við fylgjum eftir þeim reglum sem hér eru varð­andi þing­styrk, til að mynda, sem fjalla um það að áheyrn­ar­full­trúi getur lýst sig sam­þykkan – ef hann svo kýs – nefnd­ar­á­liti meiri­hluta.

Venjan hefur verið sú að þegar þing­menn hafa haft sér­staka skoðun þá skili þeir inn meiri­hluta­á­liti. Það var ekki hægt í þessu til­viki og í mínum huga snýst þetta um, það er að segja form­ið, að áheyrn­ar­full­trúi getur lýst sig sam­þykkan nefnd­ar­á­liti ef hann kýs svo,“ sagði hún að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent