ASÍ kallar eftir ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg

Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði, að því er fram kemur í yfirlýsingu ASÍ.

Bruninn við Bræðraborgarstíg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands kallar eftir ítar­legri rann­sókn á aðdrag­anda og orsökum brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg sem átti sér stað í gær. Sam­kvæmt fréttum eru 73 ein­stak­lingar með skráð lög­heim­ili í hús­inu og langstærstur hluti þeirra er erlent fólk. Það leiðir líkum að því að um sé að ræða erlent verka­fólk sem atvinnu­rek­and­inn hefur útvegað hús­næð­i. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna brun­ans en stað­fest hefur verið að þrír ein­stak­lingar hafi látið lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og tveir eru nú á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. „Að­stand­endum lát­inna eru vott­aðar djúpar sam­úð­ar­kveðj­ur,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá segir að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi um langt skeið kallað eftir sam­hæfðum aðgerðum stjórn­valda til að tryggja aðbúnað erlends verka­fólks á Íslandi, sporna gegn man­sali og koma í veg fyrir félags­leg und­ir­boð. Enn skorti á að staðið sé við fyr­ir­heit Lífs­kjara­samn­ing­anna þar að lút­andi. Sér­stak­lega hafi verka­lýðs­hreyf­ingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verka­fólks sem dvelur í hús­næði á vegum atvinnu­rek­anda og að atvinnu­rek­endur séu kall­aðir til ábyrgðar ef hús­næði er óvið­un­andi. Vitað sé um fleiri til­felli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks haf­ist við í óvið­un­andi hús­næð­i. 

Auglýsing

„Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í hús­inu þegar eld­ur­inn braust út og aðstand­endum þess. Við köllum eftir því að málið sé rann­sakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í hús­inu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lög­heim­ili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta hús­næði – og annað sam­bæri­legt – væri tekið til skoð­unar vegna ástands þess. Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg kallar á ítar­lega og fum­lausa rann­sókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum ein­asta steini velt við. Svona má aldrei ger­ast aft­ur,“ segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í til­kynn­ing­unn­i.  Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent