ASÍ kallar eftir ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg

Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði, að því er fram kemur í yfirlýsingu ASÍ.

Bruninn við Bræðraborgarstíg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands kallar eftir ítar­legri rann­sókn á aðdrag­anda og orsökum brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg sem átti sér stað í gær. Sam­kvæmt fréttum eru 73 ein­stak­lingar með skráð lög­heim­ili í hús­inu og langstærstur hluti þeirra er erlent fólk. Það leiðir líkum að því að um sé að ræða erlent verka­fólk sem atvinnu­rek­and­inn hefur útvegað hús­næð­i. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna brun­ans en stað­fest hefur verið að þrír ein­stak­lingar hafi látið lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og tveir eru nú á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. „Að­stand­endum lát­inna eru vott­aðar djúpar sam­úð­ar­kveðj­ur,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá segir að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi um langt skeið kallað eftir sam­hæfðum aðgerðum stjórn­valda til að tryggja aðbúnað erlends verka­fólks á Íslandi, sporna gegn man­sali og koma í veg fyrir félags­leg und­ir­boð. Enn skorti á að staðið sé við fyr­ir­heit Lífs­kjara­samn­ing­anna þar að lút­andi. Sér­stak­lega hafi verka­lýðs­hreyf­ingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verka­fólks sem dvelur í hús­næði á vegum atvinnu­rek­anda og að atvinnu­rek­endur séu kall­aðir til ábyrgðar ef hús­næði er óvið­un­andi. Vitað sé um fleiri til­felli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks haf­ist við í óvið­un­andi hús­næð­i. 

Auglýsing

„Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í hús­inu þegar eld­ur­inn braust út og aðstand­endum þess. Við köllum eftir því að málið sé rann­sakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í hús­inu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lög­heim­ili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta hús­næði – og annað sam­bæri­legt – væri tekið til skoð­unar vegna ástands þess. Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg kallar á ítar­lega og fum­lausa rann­sókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum ein­asta steini velt við. Svona má aldrei ger­ast aft­ur,“ segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í til­kynn­ing­unn­i.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent