ASÍ kallar eftir ítarlegri rannsókn á aðdraganda og orsökum brunans á Bræðraborgarstíg

Vitað er um fleiri tilfelli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks hafist við í óviðunandi húsnæði, að því er fram kemur í yfirlýsingu ASÍ.

Bruninn við Bræðraborgarstíg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands kallar eftir ítar­legri rann­sókn á aðdrag­anda og orsökum brun­ans á Bræðra­borg­ar­stíg sem átti sér stað í gær. Sam­kvæmt fréttum eru 73 ein­stak­lingar með skráð lög­heim­ili í hús­inu og langstærstur hluti þeirra er erlent fólk. Það leiðir líkum að því að um sé að ræða erlent verka­fólk sem atvinnu­rek­and­inn hefur útvegað hús­næð­i. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu ASÍ vegna brun­ans en stað­fest hefur verið að þrír ein­stak­lingar hafi látið lífið í brun­anum á Bræðra­borg­ar­stíg 1 og tveir eru nú á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. „Að­stand­endum lát­inna eru vott­aðar djúpar sam­úð­ar­kveðj­ur,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá segir að verka­lýðs­hreyf­ingin hafi um langt skeið kallað eftir sam­hæfðum aðgerðum stjórn­valda til að tryggja aðbúnað erlends verka­fólks á Íslandi, sporna gegn man­sali og koma í veg fyrir félags­leg und­ir­boð. Enn skorti á að staðið sé við fyr­ir­heit Lífs­kjara­samn­ing­anna þar að lút­andi. Sér­stak­lega hafi verka­lýðs­hreyf­ingin farið fram með kröfur til að tryggja aðbúnað verka­fólks sem dvelur í hús­næði á vegum atvinnu­rek­anda og að atvinnu­rek­endur séu kall­aðir til ábyrgðar ef hús­næði er óvið­un­andi. Vitað sé um fleiri til­felli þar sem grunur leikur á að fjöldi fólks haf­ist við í óvið­un­andi hús­næð­i. 

Auglýsing

„Hugur okkar er nú fyrst og fremst hjá því fólki sem var í hús­inu þegar eld­ur­inn braust út og aðstand­endum þess. Við köllum eftir því að málið sé rann­sakað af fullum þunga. Enn er óljóst á hvers vegum fólkið dvaldi í hús­inu og hvers vegna svo margt fólk var þar með skráð lög­heim­ili. Við vitum að ítrekað hefur verið kallað eftir að þetta hús­næði – og annað sam­bæri­legt – væri tekið til skoð­unar vegna ástands þess. Brun­inn á Bræðra­borg­ar­stíg kallar á ítar­lega og fum­lausa rann­sókn og það er krafa ASÍ að þar sé hverjum ein­asta steini velt við. Svona má aldrei ger­ast aft­ur,“ segir Drífa Snædal, for­seti ASÍ, í til­kynn­ing­unn­i.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Byssukúlur fundust í bílhurð borgarstjóra
Byssukúlur fundust í hurðinni á bíl í eigu fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku, samkvæmt heimildum Kjarnans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitar að staðfesta þetta eða tjá sig nokkuð frekar um málið að svo stöddu.
Kjarninn 28. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74
Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“
Kjarninn 28. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna
Kjarninn 28. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent