Smitið barst „án nokkurs vafa“ frá Bandaríkjunum

Uppruna kórónuveirunnar, sem þrír Íslendingar smituðust af, má án „nokkurs vafa“ rekja til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða raðgreiningar á smitunum sem Íslensk erfðagreining hefur gert.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Íslensk erfðagreining hefur raðgreint þrjú ný kórónuveirusmit sem staðfest voru hér á landi í síðustu viku. Veiran er í öllum þremur er með sama mynstur og er það „án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum þannig að atburðarásin var óyggjandi“ eftirfarandi: Fótboltakona úr Breiðabliki, sem fyrst af þessum þremur greindist með veiruna, smitaðist í Bandaríkjunum. Íslensk erfðagreining telur ljóst að hún smitaðist af sambýliskonu sinni en ekki sambýliskonan af henni. Þetta megi ráða af því að fótboltakonan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til landsins að hún fannst ekki. 

„Síðan fjölgaði veiran sér í nef-og munnholi hennar og hún varð smitandi og smitaði vinkonuna og fótboltamanninn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smitast af þeim þremur,“ segir í grein Íslenskrar erfðagreiningar um málið. Þá kemur þar einnig fram að enn eitt smitið, sem talið er tengjast hinum þremur, hafi greinst í gær.


Í grein sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar og hefur birt á netinu er atburðarásin rakin með eftirfarandi hætti: Ung kona íslensk kom til landsins frá Bandaríkjunum 17. júní og fór í skimun eftir „veirunni vondu“, SARS-CoV-2, og reyndist neikvæð á prófinu; engin veira þar. Hún er fótboltakona og spilar eins og stendur fyrir Breiðablik og kom inn á í nokkrar mínútur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjölmenna útskriftarveislu. Þann 21. júní eyddi hún töluverðum tíma með vinkonu sinni. Síðan spilaði hún heilan leik með Breiðablik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi húsnæði með í Bandaríkjunum hefði smitast af veirunni. Hún fór því í veirupróf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri „sneisafull af veirunni,“ eins og það er orðað í greininni.


Auglýsing


Í lok dagsins í gær hafði verið skimað eftir veirunni í sex hundrað manns sem höfðu verið í umhverfi konunnar frá því hún kom til landsins, sótt útskriftarveisluna, spilað með henni fótbolta og svo framvegis. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vinkonan sem hún var með þann 21. júní og ungur fótboltamaður. Um það bil 300 manns voru settir í sóttkví og eru þar enn. „Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tækifæri til þess að fjölga sér að því marki að hún fyndist. Hún hafi svo smitað vinkonu sína þann 21. júní og fótboltamanninn í útskriftarveislunni,“ segir í grein Kára.


Þegar starfsfólk ÍE ræddi við fótboltamanninn sagðist hann hafa verið lasinn af hálsbólgu í heila viku áður en hann fór í útskriftarveisluna og hann hefði smitast af foreldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan honum. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkjum. „Á þessu augnabliki leit þetta út þannig að sá möguleiki væri fyrir hendi að fótboltakonan hefði smitast af fótboltamanninum sem hefði smitast af foreldrum sínum,“ segir í samantekt ÍE. „Þessi möguleiki hlaut síðan töluverðan stuðning af því að faðir hans mældist með mótefni gegn SARS-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefnilega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smitast af henni.“


Þegar starfsmenn ÍE fengu sögu föðurins sagðist hann að öllum líkindum hafa smitast þann 17. mars af nemanda sínum. Hann sat við hliðina á nemandanum sem hafði nokkru áður smitast af veirunni á frægri kóræfingu þar sem fjöldi manns smitaðist. Hann hefði verið illa lasinn í fjórar vikur og oft reynt að komast í skimun en ekki tekist. Við þessa vitneskju fóru böndin aftur að berast að Bandaríkjunum sem uppsprettu sýkingarinnar.

„Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja.“ Mynd: EPA


Endanlegt svar fékk Íslensk erfðagreining svo svo með því að raðgreina veiruna úr öllum þremur smituðu einstaklingunum; fótboltakonunni, fótboltamanninum og vinkonunni. „Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökkbreytingarnar raðast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð einkennandi fyrir landsvæði.“


Veiran í öllum þremur er með sama mynstur „og er það án nokkurs vafa frá Bandaríkjunum“.


Íslensk erfðagreining hefur dregið af þessu nokkrar ályktanir:


  • Það er ljóst að veiruprófið er ekki fullkomið og þessi saga „opinberar einn af veikleikum þess sem er að mjög snemma í sýkingu, áður en veiran er búin að ná almennilega fótfestu, er erfitt að finna hana,“ skrifar Kári.


  • Næmi prófsins er hins vegar töluvert meira en 70% og prófið „dugði okkur til þess að hemja fyrsta kapítula faraldursins fljótar og betur en flestir.“


  • Skimun á landamærum minnkar hins vegar mjög líkurnar á því að smitandi einstaklingar komist inn í landið án þess að fara í einangrun. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar takmörkuðu reynslu hefur skimunin fækkað tilfellum um 75%.“


  • Með því að taka góða sögu af sýktum einstaklingum og beita víðtækri skimun, smitrakningu, mótefnamælingu og raðgreiningu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skilning á því sem er að gerast og bregðast við því.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent