Smitið barst „án nokkurs vafa“ frá Bandaríkjunum

Uppruna kórónuveirunnar, sem þrír Íslendingar smituðust af, má án „nokkurs vafa“ rekja til Bandaríkjanna. Þetta er niðurstaða raðgreiningar á smitunum sem Íslensk erfðagreining hefur gert.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Íslensk erfða­grein­ing hefur rað­greint þrjú ný kór­ónu­veirusmit sem stað­fest voru hér á landi í síð­ustu viku. Veiran er í öllum þremur er með sama mynstur og er það „án nokk­urs vafa frá Banda­ríkj­unum þannig að atburða­rásin var óyggj­and­i“ eft­ir­far­andi: Fót­bolta­kona úr Breiða­bliki, sem fyrst af þessum þremur greind­ist með veiruna, smit­að­ist í Banda­ríkj­un­um. Íslensk erfða­grein­ing telur ljóst að hún smit­að­ist af sam­býl­is­konu sinni en ekki sam­býl­is­konan af henni. Þetta megi ráða af því að fót­bolta­konan var með svo lítið magn af veirunni þegar hún kom til lands­ins að hún fannst ekki. 

„Síðan fjölg­aði veiran sér í nef-og munn­holi hennar og hún varð smit­andi og smit­aði vin­kon­una og fót­bolta­mann­inn. Nú erum við að leita að fleirum sem kynnu að hafa smit­ast af þeim þrem­ur,“ segir í grein Íslenskrar erfða­grein­ingar um mál­ið. Þá kemur þar einnig fram að enn eitt smit­ið, sem talið er tengj­ast hinum þrem­ur, hafi greinst í gær.Í grein sem Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, skrifar og hefur birt á net­inu er atburða­rásin rakin með eft­ir­far­andi hætti: Ung kona íslensk kom til lands­ins frá Banda­ríkj­unum 17. júní og fór í skimun eftir „veirunni vond­u“, SAR­S-CoV-2, og reynd­ist nei­kvæð á próf­inu; engin veira þar. Hún er fót­bolta­kona og spilar eins og stendur fyrir Breiða­blik og kom inn á í nokkrar mín­útur í leik gegn KR sem var háður þann 18. júní. Þann 20. júní fór hún í fjöl­menna útskrift­ar­veislu. Þann 21. júní eyddi hún tölu­verðum tíma með vin­konu sinni. Síðan spil­aði hún heilan leik með Breiða­blik þann 23. júní og að kvöldi þess dags fékk hún þær fréttir að kona sem hún deildi hús­næði með í Banda­ríkj­unum hefði smit­ast af veirunni. Hún fór því í veiru­próf síðla dags þann 24. júní og fékk þær fréttir að morgni þess 25. júní að hún væri „sneisa­full af veirunn­i,“ eins og það er orðað í grein­inni.AuglýsingÍ lok dags­ins í gær hafði verið ski­mað eftir veirunni í sex hund­rað manns sem höfðu verið í umhverfi kon­unnar frá því hún kom til lands­ins, sótt útskrift­ar­veisl­una, spilað með henni fót­bolta og svo fram­veg­is. Í þessum hópi voru tveir með veiruna, vin­konan sem hún var með þann 21. júní og ungur fót­bolta­mað­ur. Um það bil 300 manns voru settir í sótt­kví og eru þar enn. „Þetta leit út eins og smit sem hefði laumað sér inn í landið með konu sem var svo nýsmituð að veiran hafði ekki fengið tæki­færi til þess að fjölga sér að því marki að hún fynd­ist. Hún hafi svo smitað vin­konu sína þann 21. júní og fót­bolta­mann­inn í útskrift­ar­veisl­unn­i,“ segir í grein Kára.Þegar starfs­fólk ÍE ræddi við fót­bolta­mann­inn sagð­ist hann hafa verið las­inn af háls­bólgu í heila viku áður en hann fór í útskrift­ar­veisl­una og hann hefði smit­ast af for­eldrum sínum sem hefðu báðir verið lasnir af kvefi á undan hon­um. Hann kvaðst hafa þurran hósta og verk í berkj­um. „Á þessu augna­bliki leit þetta út þannig að sá mögu­leiki væri fyrir hendi að fót­bolta­konan hefði smit­ast af fót­bolta­mann­inum sem hefði smit­ast af for­eldrum sín­um,“ segir í sam­an­tekt ÍE. „Þessi mögu­leiki hlaut síðan tölu­verðan stuðn­ing af því að faðir hans mæld­ist með mótefni gegn SAR­S-CoV-2 sem móðir hans gerði hins vegar ekki. Það eru nefni­lega engar líkur á því að sá sem er með mótefni gegn veirunni hafi ekki smit­ast af henn­i.“Þegar starfs­menn ÍE fengu sögu föð­ur­ins sagð­ist hann að öllum lík­indum hafa smit­ast þann 17. mars af nem­anda sín­um. Hann sat við hlið­ina á nem­and­anum sem hafði nokkru áður smit­ast af veirunni á frægri kóræf­ingu þar sem fjöldi manns smit­að­ist. Hann hefði verið illa las­inn í fjórar vikur og oft reynt að kom­ast í skimun en ekki tek­ist. Við þessa vit­neskju fóru böndin aftur að ber­ast að Banda­ríkj­unum sem upp­sprettu sýk­ing­ar­inn­ar.

„Það vill nefnilega svo til að veiran bætir á sig stökkbreytingum þegar hún flyst á milli einstaklinga og þótt stökkbreytingatíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja.“ Mynd: EPAEnd­an­legt svar fékk Íslensk erfða­grein­ing svo svo með því að rað­greina veiruna úr öllum þremur smit­uðu ein­stak­ling­un­um; fót­bolta­kon­unni, fót­bolta­mann­inum og vin­kon­unni. „Það vill nefni­lega svo til að veiran bætir á sig stökk­breyt­ingum þegar hún flyst á milli ein­stak­linga og þótt stökk­breyt­inga­tíðni hennar sé ekki mikil er hún búin að smita í það minnsta 10 milljón manns í þessum heimi og því er úr nógu að velja. Stökk­breyt­ing­arnar rað­ast í mynstur sem verða hægt og hægt nokkuð ein­kenn­andi fyrir land­svæð­i.“Veiran í öllum þremur er með sama mynstur „og er það án nokk­urs vafa frá Banda­ríkj­un­um“.Íslensk erfða­grein­ing hefur dregið af þessu nokkrar álykt­an­ir:  • Það er ljóst að veiru­prófið er ekki full­komið og þessi saga „op­in­berar einn af veik­leikum þess sem er að mjög snemma í sýk­ingu, áður en veiran er búin að ná almenni­lega fót­festu, er erfitt að finna hana,“ skrifar Kári.  • Næmi prófs­ins er hins vegar tölu­vert meira en 70% og prófið „dugði okkur til þess að hemja fyrsta kap­ít­ula far­ald­urs­ins fljótar og betur en flest­ir.“  • Skimun á landa­mærum minnkar hins vegar mjög lík­urnar á því að smit­andi ein­stak­lingar kom­ist inn í landið án þess að fara í ein­angr­un. „Við höfum til þessa náð þremur og misst einn þannig að af okkar tak­mörk­uðu reynslu hefur skimunin fækkað til­fellum um 75%.“  • Með því að taka góða sögu af sýktum ein­stak­lingum og beita víð­tækri skimun, smitrakn­ingu, mótefna­mæl­ingu og rað­grein­ingu er hægt að sækja nokkuð nákvæman skiln­ing á því sem er að ger­ast og bregð­ast við því.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent