Storytel kaupir 70 prósent í Forlaginu

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósent hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu.

Forlagið
Auglýsing

Storytel AB, móð­ur­fé­lag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 pró­sent hlut í stærstu bóka­út­gáfu lands­ins, For­lag­inu. Selj­and­inn, bók­mennta­fé­lagið Mál og menn­ing, mun áfram fara með 30 pró­sent hlut í félag­inu sem mun starfa áfram sem sjálf­stætt bóka­for­lag, aðskilið frá streym­isveitu Storytel á Ísland­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá For­lag­inu í dag. 

For­lagið bæt­ist þannig í hóp þriggja ann­arra nor­rænna útgáfu­fé­laga í eigu Storytel AB, Nor­stedts För­lags­grupp í Sví­þjóð, Peop­le’s Press í Dan­mörku og Gum­merus Publ­is­hers í Finn­land­i. 

Auglýsing

Kaup­verð ekki gefið upp

„For­lagið er ein virtasta bóka­út­gáfa lands­ins og á Norð­ur­lönd­unum og jafn­framt sú stærsta hér á landi. Félagið var stofnað árið 2007 af Jóhanni Páli Valdi­mars­syni, Agli Erni Jóhanns­syni og bók­mennta­fé­lagi Máls og menn­ingar sem hefur farið með ráð­andi hlut frá árinu 2017. For­lagið gefur árlega út um 150 titla, marga hverja eftir virt­ustu höf­unda lands­ins. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mik­il­vægu hlut­verki í bók­mennta­sam­fé­lag­inu og reynst öfl­ugur málsvari íslenskra rit­höf­unda á erlendum vett­vang­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni munu For­lagið og Storytel á Íslandi starfa sjálf­stætt áfram eftir kaupin og stefna For­lags­ins verður áfram sú „að efla íslenska útgáfu og stuðla að því að raddir íslenskra rit­höf­unda ber­ist sem víðast“.

Velta For­lags­ins var um 8 millj­ónir evra árið 2019, eða 1.100 millj­ónir íslenskra króna. Samn­ings­að­ilar hafa sam­mælst um að kaup­verðið sem verður stað­greitt, verði ekki gefið upp. Samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Sann­færð um að þetta verði gæfu­spor fyrir íslenskan bóka­markað

„Við erum gríð­ar­lega ánægð með þessa nýj­ustu við­bót við Storytel fjöl­skyld­una og öfl­ugt net útgáfu­fé­laga okkar á norð­ur­lönd­un­um. For­lagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Nor­stedts För­lags­grupp, Gum­merus Publ­is­hers og Peop­le’s Press. Við erum spennt að hefja sam­starf með reynslu­miklum útgef­endum For­lags­ins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sög­um,“ segir Jonas Telland­er, for­stjóri og stofn­andi Storyt­el. 

Hann segir að Íslend­ingar séu mikil bóka­þjóð og séu þau sann­færð um að þetta muni reyn­ast mikið gæfu­spor fyrir íslenskan bóka­mark­að. „Þekk­ing Storytel á staf­rænni þróun ásamt öfl­ugri reynslu For­lags­ins í bóka­út­gáfu mun stór­auka aðgengi lands­manna að vönd­uðum bók­menntum og kaupin munu treysta sér­stöðu beggja félaga enn frekar,“ segir Jonas.

Mun styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins

„For­lagið byggir á ald­ar­gam­alli hefð útgef­enda sem hafa gert það að ævi­starfi sínu að koma íslenskum bók­menntum á fram­færi. Við erum afskap­lega ánægð og hlökkum til sam­starfs­ins með Storytel sem er kraft­mikið nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á sviði staf­rænnar útgáfu. Sam­starfið mun opna margar dyr fyrir höf­undum For­lags­ins og færa okkur skrefi nær inn í fram­tíð­ina og nær nútíma les­endum og hlust­end­um,“ segir Egill Örn Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins.

Kaupin muni styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins og tryggja for­ystu í staf­rænni þróun til fram­tíð­ar. „Þetta skref rammar einnig vel inn fram­tíð­ar­sýn félags­ins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bók­mennta og gera þau aðgengi­leg öllum les­end­um, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra.“

Stofna sjóð

„Við erum sann­færð um að ávinn­ing­ur­inn verður mik­ill fyrir íslenska les­end­ur, hlust­endur og höf­unda. Þegar litið er til þró­unar útgáfu á alþjóð­legum vett­vangi blasir við að sam­starf við öfl­ugan útgef­anda og dreif­ing­ar­að­ila sem byggir á traustum staf­rænum grunni mun tryggja fjöl­skrúð­ugt bók­mennta­líf á Íslandi til fram­tíð­ar. Það má því segja að sam­band Storytel og For­lags­ins sé í raun fjár­fest­ing íslenskrar útgáfu í fram­tíð­inni. Kaupin munu tryggja áfram­hald­andi útgáfu á íslenskum bók­mennta­perlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höf­unda. Mál og menn­ing mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaup­verðs­ins til stofn­fjár sjóðs sem mun hafa það hlut­verk að efla íslenskar bók­menntir með stuðn­ingi við rit­höf­unda og bóka­versl­un,“ segir Hall­dór Guð­munds­son, stjórn­ar­for­maður Máls og menn­ing­ar.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent