Storytel kaupir 70 prósent í Forlaginu

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósent hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu.

Forlagið
Auglýsing

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósent hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með 30 prósent hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forlaginu í dag. 

Forlagið bætist þannig í hóp þriggja annarra norrænna útgáfufélaga í eigu Storytel AB, Norstedts Förlagsgrupp í Svíþjóð, People’s Press í Danmörku og Gummerus Publishers í Finnlandi. 

Auglýsing

Kaupverð ekki gefið upp

„Forlagið er ein virtasta bókaútgáfa landsins og á Norðurlöndunum og jafnframt sú stærsta hér á landi. Félagið var stofnað árið 2007 af Jóhanni Páli Valdimarssyni, Agli Erni Jóhannssyni og bókmenntafélagi Máls og menningar sem hefur farið með ráðandi hlut frá árinu 2017. Forlagið gefur árlega út um 150 titla, marga hverja eftir virtustu höfunda landsins. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mikilvægu hlutverki í bókmenntasamfélaginu og reynst öflugur málsvari íslenskra rithöfunda á erlendum vettvangi,“ segir í tilkynningunni. 

Samkvæmt tilkynningunni munu Forlagið og Storytel á Íslandi starfa sjálfstætt áfram eftir kaupin og stefna Forlagsins verður áfram sú „að efla íslenska útgáfu og stuðla að því að raddir íslenskra rithöfunda berist sem víðast“.

Velta Forlagsins var um 8 milljónir evra árið 2019, eða 1.100 milljónir íslenskra króna. Samningsaðilar hafa sammælst um að kaupverðið sem verður staðgreitt, verði ekki gefið upp. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Sannfærð um að þetta verði gæfuspor fyrir íslenskan bókamarkað

„Við erum gríðarlega ánægð með þessa nýjustu viðbót við Storytel fjölskylduna og öflugt net útgáfufélaga okkar á norðurlöndunum. Forlagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Norstedts Förlagsgrupp, Gummerus Publishers og People’s Press. Við erum spennt að hefja samstarf með reynslumiklum útgefendum Forlagsins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sögum,“ segir Jonas Tellander, forstjóri og stofnandi Storytel. 

Hann segir að Íslendingar séu mikil bókaþjóð og séu þau sannfærð um að þetta muni reynast mikið gæfuspor fyrir íslenskan bókamarkað. „Þekking Storytel á stafrænni þróun ásamt öflugri reynslu Forlagsins í bókaútgáfu mun stórauka aðgengi landsmanna að vönduðum bókmenntum og kaupin munu treysta sérstöðu beggja félaga enn frekar,“ segir Jonas.

Mun styrkja rekstrargrunn Forlagsins

„Forlagið byggir á aldargamalli hefð útgefenda sem hafa gert það að ævistarfi sínu að koma íslenskum bókmenntum á framfæri. Við erum afskaplega ánægð og hlökkum til samstarfsins með Storytel sem er kraftmikið nýsköpunarfyrirtæki á sviði stafrænnar útgáfu. Samstarfið mun opna margar dyr fyrir höfundum Forlagsins og færa okkur skrefi nær inn í framtíðina og nær nútíma lesendum og hlustendum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Kaupin muni styrkja rekstrargrunn Forlagsins og tryggja forystu í stafrænni þróun til framtíðar. „Þetta skref rammar einnig vel inn framtíðarsýn félagsins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bókmennta og gera þau aðgengileg öllum lesendum, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra.“

Stofna sjóð

„Við erum sannfærð um að ávinningurinn verður mikill fyrir íslenska lesendur, hlustendur og höfunda. Þegar litið er til þróunar útgáfu á alþjóðlegum vettvangi blasir við að samstarf við öflugan útgefanda og dreifingaraðila sem byggir á traustum stafrænum grunni mun tryggja fjölskrúðugt bókmenntalíf á Íslandi til framtíðar. Það má því segja að samband Storytel og Forlagsins sé í raun fjárfesting íslenskrar útgáfu í framtíðinni. Kaupin munu tryggja áframhaldandi útgáfu á íslenskum bókmenntaperlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höfunda. Mál og menning mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaupverðsins til stofnfjár sjóðs sem mun hafa það hlutverk að efla íslenskar bókmenntir með stuðningi við rithöfunda og bókaverslun,“ segir Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Uppfærsla á hugbúnaði eða nýtt stýrikerfi?
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent