Storytel kaupir 70 prósent í Forlaginu

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósent hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu.

Forlagið
Auglýsing

Storytel AB, móð­ur­fé­lag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 pró­sent hlut í stærstu bóka­út­gáfu lands­ins, For­lag­inu. Selj­and­inn, bók­mennta­fé­lagið Mál og menn­ing, mun áfram fara með 30 pró­sent hlut í félag­inu sem mun starfa áfram sem sjálf­stætt bóka­for­lag, aðskilið frá streym­isveitu Storytel á Ísland­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá For­lag­inu í dag. 

For­lagið bæt­ist þannig í hóp þriggja ann­arra nor­rænna útgáfu­fé­laga í eigu Storytel AB, Nor­stedts För­lags­grupp í Sví­þjóð, Peop­le’s Press í Dan­mörku og Gum­merus Publ­is­hers í Finn­land­i. 

Auglýsing

Kaup­verð ekki gefið upp

„For­lagið er ein virtasta bóka­út­gáfa lands­ins og á Norð­ur­lönd­unum og jafn­framt sú stærsta hér á landi. Félagið var stofnað árið 2007 af Jóhanni Páli Valdi­mars­syni, Agli Erni Jóhanns­syni og bók­mennta­fé­lagi Máls og menn­ingar sem hefur farið með ráð­andi hlut frá árinu 2017. For­lagið gefur árlega út um 150 titla, marga hverja eftir virt­ustu höf­unda lands­ins. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mik­il­vægu hlut­verki í bók­mennta­sam­fé­lag­inu og reynst öfl­ugur málsvari íslenskra rit­höf­unda á erlendum vett­vang­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni munu For­lagið og Storytel á Íslandi starfa sjálf­stætt áfram eftir kaupin og stefna For­lags­ins verður áfram sú „að efla íslenska útgáfu og stuðla að því að raddir íslenskra rit­höf­unda ber­ist sem víðast“.

Velta For­lags­ins var um 8 millj­ónir evra árið 2019, eða 1.100 millj­ónir íslenskra króna. Samn­ings­að­ilar hafa sam­mælst um að kaup­verðið sem verður stað­greitt, verði ekki gefið upp. Samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Sann­færð um að þetta verði gæfu­spor fyrir íslenskan bóka­markað

„Við erum gríð­ar­lega ánægð með þessa nýj­ustu við­bót við Storytel fjöl­skyld­una og öfl­ugt net útgáfu­fé­laga okkar á norð­ur­lönd­un­um. For­lagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Nor­stedts För­lags­grupp, Gum­merus Publ­is­hers og Peop­le’s Press. Við erum spennt að hefja sam­starf með reynslu­miklum útgef­endum For­lags­ins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sög­um,“ segir Jonas Telland­er, for­stjóri og stofn­andi Storyt­el. 

Hann segir að Íslend­ingar séu mikil bóka­þjóð og séu þau sann­færð um að þetta muni reyn­ast mikið gæfu­spor fyrir íslenskan bóka­mark­að. „Þekk­ing Storytel á staf­rænni þróun ásamt öfl­ugri reynslu For­lags­ins í bóka­út­gáfu mun stór­auka aðgengi lands­manna að vönd­uðum bók­menntum og kaupin munu treysta sér­stöðu beggja félaga enn frekar,“ segir Jonas.

Mun styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins

„For­lagið byggir á ald­ar­gam­alli hefð útgef­enda sem hafa gert það að ævi­starfi sínu að koma íslenskum bók­menntum á fram­færi. Við erum afskap­lega ánægð og hlökkum til sam­starfs­ins með Storytel sem er kraft­mikið nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á sviði staf­rænnar útgáfu. Sam­starfið mun opna margar dyr fyrir höf­undum For­lags­ins og færa okkur skrefi nær inn í fram­tíð­ina og nær nútíma les­endum og hlust­end­um,“ segir Egill Örn Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins.

Kaupin muni styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins og tryggja for­ystu í staf­rænni þróun til fram­tíð­ar. „Þetta skref rammar einnig vel inn fram­tíð­ar­sýn félags­ins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bók­mennta og gera þau aðgengi­leg öllum les­end­um, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra.“

Stofna sjóð

„Við erum sann­færð um að ávinn­ing­ur­inn verður mik­ill fyrir íslenska les­end­ur, hlust­endur og höf­unda. Þegar litið er til þró­unar útgáfu á alþjóð­legum vett­vangi blasir við að sam­starf við öfl­ugan útgef­anda og dreif­ing­ar­að­ila sem byggir á traustum staf­rænum grunni mun tryggja fjöl­skrúð­ugt bók­mennta­líf á Íslandi til fram­tíð­ar. Það má því segja að sam­band Storytel og For­lags­ins sé í raun fjár­fest­ing íslenskrar útgáfu í fram­tíð­inni. Kaupin munu tryggja áfram­hald­andi útgáfu á íslenskum bók­mennta­perlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höf­unda. Mál og menn­ing mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaup­verðs­ins til stofn­fjár sjóðs sem mun hafa það hlut­verk að efla íslenskar bók­menntir með stuðn­ingi við rit­höf­unda og bóka­versl­un,“ segir Hall­dór Guð­munds­son, stjórn­ar­for­maður Máls og menn­ing­ar.  





Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent