Storytel kaupir 70 prósent í Forlaginu

Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósent hlut í stærstu bókaútgáfu landsins, Forlaginu.

Forlagið
Auglýsing

Storytel AB, móð­ur­fé­lag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 pró­sent hlut í stærstu bóka­út­gáfu lands­ins, For­lag­inu. Selj­and­inn, bók­mennta­fé­lagið Mál og menn­ing, mun áfram fara með 30 pró­sent hlut í félag­inu sem mun starfa áfram sem sjálf­stætt bóka­for­lag, aðskilið frá streym­isveitu Storytel á Ísland­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá For­lag­inu í dag. 

For­lagið bæt­ist þannig í hóp þriggja ann­arra nor­rænna útgáfu­fé­laga í eigu Storytel AB, Nor­stedts För­lags­grupp í Sví­þjóð, Peop­le’s Press í Dan­mörku og Gum­merus Publ­is­hers í Finn­land­i. 

Auglýsing

Kaup­verð ekki gefið upp

„For­lagið er ein virtasta bóka­út­gáfa lands­ins og á Norð­ur­lönd­unum og jafn­framt sú stærsta hér á landi. Félagið var stofnað árið 2007 af Jóhanni Páli Valdi­mars­syni, Agli Erni Jóhanns­syni og bók­mennta­fé­lagi Máls og menn­ingar sem hefur farið með ráð­andi hlut frá árinu 2017. For­lagið gefur árlega út um 150 titla, marga hverja eftir virt­ustu höf­unda lands­ins. Félagið hefur allt frá stofnun gegnt mik­il­vægu hlut­verki í bók­mennta­sam­fé­lag­inu og reynst öfl­ugur málsvari íslenskra rit­höf­unda á erlendum vett­vang­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni munu For­lagið og Storytel á Íslandi starfa sjálf­stætt áfram eftir kaupin og stefna For­lags­ins verður áfram sú „að efla íslenska útgáfu og stuðla að því að raddir íslenskra rit­höf­unda ber­ist sem víðast“.

Velta For­lags­ins var um 8 millj­ónir evra árið 2019, eða 1.100 millj­ónir íslenskra króna. Samn­ings­að­ilar hafa sam­mælst um að kaup­verðið sem verður stað­greitt, verði ekki gefið upp. Samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Sann­færð um að þetta verði gæfu­spor fyrir íslenskan bóka­markað

„Við erum gríð­ar­lega ánægð með þessa nýj­ustu við­bót við Storytel fjöl­skyld­una og öfl­ugt net útgáfu­fé­laga okkar á norð­ur­lönd­un­um. For­lagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Nor­stedts För­lags­grupp, Gum­merus Publ­is­hers og Peop­le’s Press. Við erum spennt að hefja sam­starf með reynslu­miklum útgef­endum For­lags­ins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sög­um,“ segir Jonas Telland­er, for­stjóri og stofn­andi Storyt­el. 

Hann segir að Íslend­ingar séu mikil bóka­þjóð og séu þau sann­færð um að þetta muni reyn­ast mikið gæfu­spor fyrir íslenskan bóka­mark­að. „Þekk­ing Storytel á staf­rænni þróun ásamt öfl­ugri reynslu For­lags­ins í bóka­út­gáfu mun stór­auka aðgengi lands­manna að vönd­uðum bók­menntum og kaupin munu treysta sér­stöðu beggja félaga enn frekar,“ segir Jonas.

Mun styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins

„For­lagið byggir á ald­ar­gam­alli hefð útgef­enda sem hafa gert það að ævi­starfi sínu að koma íslenskum bók­menntum á fram­færi. Við erum afskap­lega ánægð og hlökkum til sam­starfs­ins með Storytel sem er kraft­mikið nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki á sviði staf­rænnar útgáfu. Sam­starfið mun opna margar dyr fyrir höf­undum For­lags­ins og færa okkur skrefi nær inn í fram­tíð­ina og nær nútíma les­endum og hlust­end­um,“ segir Egill Örn Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins.

Kaupin muni styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins og tryggja for­ystu í staf­rænni þróun til fram­tíð­ar. „Þetta skref rammar einnig vel inn fram­tíð­ar­sýn félags­ins sem snýr að því að gefa út bestu verk íslenskra bók­mennta og gera þau aðgengi­leg öllum les­end­um, hvaðan og hvernig sem þeir vilja njóta þeirra.“

Stofna sjóð

„Við erum sann­færð um að ávinn­ing­ur­inn verður mik­ill fyrir íslenska les­end­ur, hlust­endur og höf­unda. Þegar litið er til þró­unar útgáfu á alþjóð­legum vett­vangi blasir við að sam­starf við öfl­ugan útgef­anda og dreif­ing­ar­að­ila sem byggir á traustum staf­rænum grunni mun tryggja fjöl­skrúð­ugt bók­mennta­líf á Íslandi til fram­tíð­ar. Það má því segja að sam­band Storytel og For­lags­ins sé í raun fjár­fest­ing íslenskrar útgáfu í fram­tíð­inni. Kaupin munu tryggja áfram­hald­andi útgáfu á íslenskum bók­mennta­perlum og gera okkur kleift að styðja betur við nýja höf­unda. Mál og menn­ing mun í þessu skyni nýta stóran hluta kaup­verðs­ins til stofn­fjár sjóðs sem mun hafa það hlut­verk að efla íslenskar bók­menntir með stuðn­ingi við rit­höf­unda og bóka­versl­un,“ segir Hall­dór Guð­munds­son, stjórn­ar­for­maður Máls og menn­ing­ar.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Vík í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent