Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.

Ferðalög
Auglýsing

Mán­uðum saman hafa vís­inda­menn bent á að nýja kór­ónu­veiran, SAR­S-CoV-2, geti hangið í and­rúms­lofti inn­an­dyra og sýkt þá sem verða á vegi henn­ar. Ef þetta reyn­ist rétt mun það breyta allri nálgun í sótt­vörn­um, til að mynda þyrfti þá mögu­lega að bera grímur inn­an­dyra, jafn­vel á stöðum þar sem nánd­ar­mörk eru virt, svo sem á börum og veit­inga­hús­um.Í ítar­legri grein New York Times um málið kemur fram að loft­ræsti­kerfi, sem víða eru notuð til að dreifa lofti um bygg­ingar á borð við skóla­hús, hjúkr­un­ar­heim­ili, vinnu­staði og versl­un­ar­mið­stöðv­ar, geti dreift veirunni – ef vís­inda­menn­irnir hafa rétt fyrir sér.WHO hefur lengi sagt að veiran breið­ist aðal­lega út með dropa­smiti og snert­ingu. Hún kom­ist út úr lík­ama fólks með hósta eða hnerra en haldi sig í drop­unum sem falli svo fljótt til jarð­ar.

Auglýsing


En nú hafa 239 vís­inda­menn frá 32 löndum tekið sig saman og sent WHO opið bréf þar sem þeir rekja sann­anir fyrir því að smærri agnir en dropar geti orðið til þess að sýkja fólk. Vill hóp­ur­inn að WHO end­ur­skoði útgefnar leið­bein­ingar sínar um hvernig veiran smit­ast manna á milli.Bene­detta Allegranzi, sem starfar hjá WHO, segir við New York Times að sann­anir fyrir því að veiran geti borist í lofti og valdið smiti séu ekki sann­fær­andi. Hún segir að WHO telji að veiran geti borist með smá­ögnum inni á sjúkra­húsum í kjöl­far lækn­is­að­gerða og að sam­kvæmt leið­bein­ingum eigi að hreinsa sjúkra­stofur sér­stak­lega vel eftir þær, bæði loft og fleti. Ann­ars vill stofn­unin meina að smit­hættan sé mest í stærri ögn­um: Drop­unum umtöl­uðu.Í sam­tölum New York Times við vís­inda­menn, m.a. þá sem sitja í ráð­gef­andi nefndum á vegum WHO, virð­ist sem stofn­unin sé skrefi á eftir vís­ind­unum í leið­bein­ingum sínum hvað þetta varð­ar. Vís­inda­menn­irnir segj­ast þó hafa samúð með starfs­fólki WHO, stofn­unin fái ekki það fjár­magn sem til þurfi og sé orðin bit­bein milli heims­velda í austri og vestri: Kína og Banda­ríkj­anna.Blaðið hefur eftir Mar­y-Lou­ise McLaws, far­alds­fræð­ingi við háskól­ann í Suð­ur­-Wa­les í Ástr­al­íu, að ef rætt yrði af fullri alvöru um smit af veirum í lofti myndi það þýða stökk­breyt­ingu á við­brögðum WHO og þar með heil­brigð­is­yf­ir­valda um allan heim. Þetta þurfi þó að gera.Þegar í apríl ráð­lagði hópur 36 sér­fræð­inga í loft­gæðum WHO að skoða vís­bend­ingar um að kór­ónu­veiran gæti dreifst með lofti. WHO fór yfir málið en nið­ur­staðan var sú að breyta ekki leið­bein­ingum um smit­leið­ir. Einn sér­fræð­ing­anna, Lindsay Marr við tækni­há­skól­ann í Virg­in­íu, segir að í ára­tugi hafi verið vitað að agnir komi út úr lík­am­anum þegar fólk hóstar – en líka þegar það tal­ar.Vís­inda­mönnum hefur hins vegar ekki tek­ist að rækta veiruna úr smáum ögnum á rann­sókn­ar­stof­um. En Marr segir það ekki þýða að veiran geti ekki smit­ast með slíkum ögnum í and­rúms­loft­inu.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent