Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.

Ferðalög
Auglýsing

Mán­uðum saman hafa vís­inda­menn bent á að nýja kór­ónu­veiran, SAR­S-CoV-2, geti hangið í and­rúms­lofti inn­an­dyra og sýkt þá sem verða á vegi henn­ar. Ef þetta reyn­ist rétt mun það breyta allri nálgun í sótt­vörn­um, til að mynda þyrfti þá mögu­lega að bera grímur inn­an­dyra, jafn­vel á stöðum þar sem nánd­ar­mörk eru virt, svo sem á börum og veit­inga­hús­um.Í ítar­legri grein New York Times um málið kemur fram að loft­ræsti­kerfi, sem víða eru notuð til að dreifa lofti um bygg­ingar á borð við skóla­hús, hjúkr­un­ar­heim­ili, vinnu­staði og versl­un­ar­mið­stöðv­ar, geti dreift veirunni – ef vís­inda­menn­irnir hafa rétt fyrir sér.WHO hefur lengi sagt að veiran breið­ist aðal­lega út með dropa­smiti og snert­ingu. Hún kom­ist út úr lík­ama fólks með hósta eða hnerra en haldi sig í drop­unum sem falli svo fljótt til jarð­ar.

Auglýsing


En nú hafa 239 vís­inda­menn frá 32 löndum tekið sig saman og sent WHO opið bréf þar sem þeir rekja sann­anir fyrir því að smærri agnir en dropar geti orðið til þess að sýkja fólk. Vill hóp­ur­inn að WHO end­ur­skoði útgefnar leið­bein­ingar sínar um hvernig veiran smit­ast manna á milli.Bene­detta Allegranzi, sem starfar hjá WHO, segir við New York Times að sann­anir fyrir því að veiran geti borist í lofti og valdið smiti séu ekki sann­fær­andi. Hún segir að WHO telji að veiran geti borist með smá­ögnum inni á sjúkra­húsum í kjöl­far lækn­is­að­gerða og að sam­kvæmt leið­bein­ingum eigi að hreinsa sjúkra­stofur sér­stak­lega vel eftir þær, bæði loft og fleti. Ann­ars vill stofn­unin meina að smit­hættan sé mest í stærri ögn­um: Drop­unum umtöl­uðu.Í sam­tölum New York Times við vís­inda­menn, m.a. þá sem sitja í ráð­gef­andi nefndum á vegum WHO, virð­ist sem stofn­unin sé skrefi á eftir vís­ind­unum í leið­bein­ingum sínum hvað þetta varð­ar. Vís­inda­menn­irnir segj­ast þó hafa samúð með starfs­fólki WHO, stofn­unin fái ekki það fjár­magn sem til þurfi og sé orðin bit­bein milli heims­velda í austri og vestri: Kína og Banda­ríkj­anna.Blaðið hefur eftir Mar­y-Lou­ise McLaws, far­alds­fræð­ingi við háskól­ann í Suð­ur­-Wa­les í Ástr­al­íu, að ef rætt yrði af fullri alvöru um smit af veirum í lofti myndi það þýða stökk­breyt­ingu á við­brögðum WHO og þar með heil­brigð­is­yf­ir­valda um allan heim. Þetta þurfi þó að gera.Þegar í apríl ráð­lagði hópur 36 sér­fræð­inga í loft­gæðum WHO að skoða vís­bend­ingar um að kór­ónu­veiran gæti dreifst með lofti. WHO fór yfir málið en nið­ur­staðan var sú að breyta ekki leið­bein­ingum um smit­leið­ir. Einn sér­fræð­ing­anna, Lindsay Marr við tækni­há­skól­ann í Virg­in­íu, segir að í ára­tugi hafi verið vitað að agnir komi út úr lík­am­anum þegar fólk hóstar – en líka þegar það tal­ar.Vís­inda­mönnum hefur hins vegar ekki tek­ist að rækta veiruna úr smáum ögnum á rann­sókn­ar­stof­um. En Marr segir það ekki þýða að veiran geti ekki smit­ast með slíkum ögnum í and­rúms­loft­inu.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent