Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.

Ferðalög
Auglýsing

Mán­uðum saman hafa vís­inda­menn bent á að nýja kór­ónu­veiran, SAR­S-CoV-2, geti hangið í and­rúms­lofti inn­an­dyra og sýkt þá sem verða á vegi henn­ar. Ef þetta reyn­ist rétt mun það breyta allri nálgun í sótt­vörn­um, til að mynda þyrfti þá mögu­lega að bera grímur inn­an­dyra, jafn­vel á stöðum þar sem nánd­ar­mörk eru virt, svo sem á börum og veit­inga­hús­um.Í ítar­legri grein New York Times um málið kemur fram að loft­ræsti­kerfi, sem víða eru notuð til að dreifa lofti um bygg­ingar á borð við skóla­hús, hjúkr­un­ar­heim­ili, vinnu­staði og versl­un­ar­mið­stöðv­ar, geti dreift veirunni – ef vís­inda­menn­irnir hafa rétt fyrir sér.WHO hefur lengi sagt að veiran breið­ist aðal­lega út með dropa­smiti og snert­ingu. Hún kom­ist út úr lík­ama fólks með hósta eða hnerra en haldi sig í drop­unum sem falli svo fljótt til jarð­ar.

Auglýsing


En nú hafa 239 vís­inda­menn frá 32 löndum tekið sig saman og sent WHO opið bréf þar sem þeir rekja sann­anir fyrir því að smærri agnir en dropar geti orðið til þess að sýkja fólk. Vill hóp­ur­inn að WHO end­ur­skoði útgefnar leið­bein­ingar sínar um hvernig veiran smit­ast manna á milli.Bene­detta Allegranzi, sem starfar hjá WHO, segir við New York Times að sann­anir fyrir því að veiran geti borist í lofti og valdið smiti séu ekki sann­fær­andi. Hún segir að WHO telji að veiran geti borist með smá­ögnum inni á sjúkra­húsum í kjöl­far lækn­is­að­gerða og að sam­kvæmt leið­bein­ingum eigi að hreinsa sjúkra­stofur sér­stak­lega vel eftir þær, bæði loft og fleti. Ann­ars vill stofn­unin meina að smit­hættan sé mest í stærri ögn­um: Drop­unum umtöl­uðu.Í sam­tölum New York Times við vís­inda­menn, m.a. þá sem sitja í ráð­gef­andi nefndum á vegum WHO, virð­ist sem stofn­unin sé skrefi á eftir vís­ind­unum í leið­bein­ingum sínum hvað þetta varð­ar. Vís­inda­menn­irnir segj­ast þó hafa samúð með starfs­fólki WHO, stofn­unin fái ekki það fjár­magn sem til þurfi og sé orðin bit­bein milli heims­velda í austri og vestri: Kína og Banda­ríkj­anna.Blaðið hefur eftir Mar­y-Lou­ise McLaws, far­alds­fræð­ingi við háskól­ann í Suð­ur­-Wa­les í Ástr­al­íu, að ef rætt yrði af fullri alvöru um smit af veirum í lofti myndi það þýða stökk­breyt­ingu á við­brögðum WHO og þar með heil­brigð­is­yf­ir­valda um allan heim. Þetta þurfi þó að gera.Þegar í apríl ráð­lagði hópur 36 sér­fræð­inga í loft­gæðum WHO að skoða vís­bend­ingar um að kór­ónu­veiran gæti dreifst með lofti. WHO fór yfir málið en nið­ur­staðan var sú að breyta ekki leið­bein­ingum um smit­leið­ir. Einn sér­fræð­ing­anna, Lindsay Marr við tækni­há­skól­ann í Virg­in­íu, segir að í ára­tugi hafi verið vitað að agnir komi út úr lík­am­anum þegar fólk hóstar – en líka þegar það tal­ar.Vís­inda­mönnum hefur hins vegar ekki tek­ist að rækta veiruna úr smáum ögnum á rann­sókn­ar­stof­um. En Marr segir það ekki þýða að veiran geti ekki smit­ast með slíkum ögnum í and­rúms­loft­inu.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent