Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey

Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.

Fugl í Surtsey Mynd: Umhverfisstofnun
Auglýsing

Árlegur líf­fræði­leið­angur stendur nú yfir í Surtsey þar sem unnið er að rann­sóknum og áfram­hald­andi vöktun á líf­ríki eyj­unn­ar. Einnig verður hreinsað sorp sem skol­ast hefur upp á land. Hóp­ur­inn sam­anstendur af níu manns en sá sem oft­ast hefur farið er að koma þangað fimm­tug­asta árið í röð. Þetta kom fram á vef Umhverf­is­stofn­unar í vik­unni.

Þar segir að það sé ekki hver sem er sem fær að fara til Surts­eyjar þar sem eyjan er frið­lýst sem friðland. Friðland er afmarkað land­svæði sem ákveðið hefur verið með lögum að vernda til að mynda út af sjald­gæfum teg­undum líf­vera sem eru í hættu eða til að vernda líf­ríki sem er sér­stak­lega fjöl­breytt eða sér­stætt.

Auglýsing

Það eru átta vís­inda­menn og land­vörður sem taka þátt í leið­angrinum í ár en meðal þeirra eru tveir reynslu­bolt­ar. Erling Ólafs­son frá Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands er að fara í eynna í fimm­tug­asta árið í röð og Borg­þór Magn­ús­son sem einnig starfar hjá Nátt­úru­fræði­stofnun og er með í för hefur einnig farið árlega í tugi ára.

Erling Ólafsson fer nú í fimmtugasta skiptið til Surtseyjar Mynd: UmhverfisstofnunHóp­ur­inn lenti í eyj­unni í fyrra­dag með þyrlu og verður til morg­un­dags­ins, fimmtu­dags. Fram kemur hjá Umhverf­is­stofnun að hóp­ur­inn hafi strax tekið eftir miklum lands­lags­breyt­ingum þar sem jarð­vegur hafi skol­ast úr hlíðum og út í haf. Það hafi myndað sand­strendur á aust­an­verðri eynni. Sand­strendur hafi áður verið algengar í Surtsey en und­an­farin ár hafi eyjan verið stór­grýtt á alla kanta.

Í leið­angrinum í fyrra safn­að­ist mikið rusl á svæð­inu og land­verðir hreins­uðu til dæmis um 80 netakúlur af tang­anum nyrst á eyj­unni. Það þykir þó fram­för þar sem mest hefur verið hreinsað burt 400 kúl­ur. Almennt er ruslið í Surtsey að mestu tengt veið­ar­færum, að því er fram kemur á vef Umhverf­is­stofn­un­ar.

Hægt er að fylgj­ast með starf­inu á Instagram-­reikn­ingi nátt­úru­vernd­ar­teymis Umhverf­is­stofn­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent