Fleiri leita til Kvennaathvarfsins vegna ofbeldis gegn börnum

Tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu voru 15 prósent fleiri fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Fleiri hafa sótt aðstoð í Kvennaathvarfið og fleiri segja kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi gegn börnum ástæðu komunnar.

UN Women hafa allt frá upphafi faraldurs COVID-19 vakið athygli á því að við slíkar aðstæður sé oftar beitt ofbeldi í nánum samböndum.
UN Women hafa allt frá upphafi faraldurs COVID-19 vakið athygli á því að við slíkar aðstæður sé oftar beitt ofbeldi í nánum samböndum.
Auglýsing

Í skugga far­ald­urs kór­ónu­veirunnar braust út annar far­ald­ur. Sá bitnar helst á konum sem voru – og eru sumar enn –inni­lok­aðar á heim­ilum sínum með ofbeld­is­hneigðum maka eða öðrum sér nákomn­um. Ein­angr­unin jók þá spennu og það álag sem varð vegna áhyggna af heilsu, öryggi og fjár­hag. Á þessa hættu hafa fram­kvæmda­stýrur UN Women og Kvenna­at­hvarfs­ins á Íslandi bent. UN Women vöktu í apríl athygli á því að heim­il­is­of­beldi er útbreiddasta mann­rétt­inda­brot heims en jafn­framt það sem sjaldn­ast frétt­ist af. Slíkt ofbeldi auk­ist á kreppu­tímum því þá magn­ist þörf ger­enda til að leita útrásar fyrir valda- og drottn­un­ar­girnd sína á kostnað fórn­ar­lamba sinna.„Konur ein­angr­ast með ofbeld­is­hneigðum maka, eru aðskildar frá því fólki og þeim úrræðum sem best gagn­ast þeim. Þetta eru kjörað­stæður fyrir drottnun og ofbeldi fyrir luktum dyr­um,“ sagði Phumzile Mlambo-Ngcuka fram­kvæmda­stjóri UN Women, Jafn­rétt­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, í vor.

AuglýsingÞetta eru slá­andi orð. En þau eru ekki sögð án til­efnis og rök­stuðn­ings. UN Women hafa bent á að fjöldi til­kynn­inga um heim­il­is­of­beldi þre­fald­að­ist í Kína er far­ald­ur­inn stóð sem hæst og útgöngu­bann og aðrar tak­mark­anir voru í gildi. Það jókst um 14 pró­sent í Finn­landi og um rúm­lega 20 pró­sent í Banda­ríkj­un­um.Þetta er ekki tæm­andi listi.Á Spáni jókst heim­il­is­of­beldi um þriðj­ung. Einnig í Frakk­landi og Singapúr.Og Ísland er hér ekki und­an­skil­ið. Það sem af er ári hefur lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu borist 15 pró­sent fleiri til­kynn­ingar um heim­il­is­of­beldi en að með­al­tali á sama tíma­bili síð­ustu þrjú ár. Í júní bár­ust 68 til­kynn­ing­ar.Heim­il­is­of­beldi er ofbeldi sem ein­stak­lingur verður fyrir af hálfu ein­hvers sem er honum nákom­inn, tengdur eða skyld­ur. Ofbeldið getur verið lík­am­legt, and­legt, kyn­ferð­is­legt, fjár­hags­legt eða jafn­vel staf­rænt. Þar sem ger­andi og þol­andi tengj­ast á þol­andi oft erf­ið­ara um vik með að slíta tengslum við ger­and­ann og áhrif ofbeld­is­ins verða djúp­stæð­ari.Sig­þrúður Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í byrjun apríl að kann­anir sýndu, sem og reynsla ann­arra landa, að í aðstæðum á borð við heims­far­ald­ur, þar sem ýmsar tak­mark­anir eru settar á athafnir fólks, skap­ist hætta á auknu heim­il­is­of­beldi.Í sam­tali við Kjarn­ann nú bendir hún á að aðsókn í Kvenna­at­hvarf­inu end­ur­spegli ekki endi­lega strax þá stöðu sem upp er komin út í sam­fé­lag­inu. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins dvöldu átta­tíu konur í Kvenna­at­hvarf­inu en á sama tíma í fyrra var fjöld­inn 74. Sig­þrúður minnir á að alltaf sé sveifla í fjöld­anum á milli mán­aða og ára og því ómögu­legt að draga miklar álykt­anir út frá fjölgun milli ára að svo stöddu. Hins vegar hafi tölu­vert fleiri konur komið til við­tals í Kvenna­at­hvarfið í ár en á sama tíma í fyrra án þess að til dvalar í athvarf­inu kæmi. Í fyrra komu 145 konur í við­tal fyrstu sex mán­uði árs­ins en í ár var fjöld­inn 180.

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni verður ein af hverjum þremur konum fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Oftast er ofbeldismaðurinn þeim nákominn. Mynd: UN Women„Góðu frétt­irnar eru þær að fjöldi þeirra kvenna sem fer úr athvarf­inu og aftur heim til ofbeld­is­manns­ins það sem af er ári er ekki að aukast milli ára þrátt fyrir þessar aðstæður í sam­fé­lag­in­u,“ segir Sig­þrúð­ur. Í ár hafi 12 pró­sent kvenn­anna snúið aftur til ofbeld­is­manns­ins en í fyrra var hlut­fallið 14 pró­sent. Fyrir fram ótt­að­ist Sig­þrúður að fleiri konur en áður myndu sjá þann eina kost að snúa aftur í aðstæð­urnar en miðað við töl­fræð­ina virð­ist svo ekki vera.Þegar þær ástæður sem kon­urnar gefa fyrir komu í Kvenna­at­hvarfið eru skoð­aðar sést að í ár eru þær oftar en í fyrra kyn­ferð­is­legt ofbeldi og ofbeldi gegn börn­um. „Við erum að vona að ástæðan fyrir því að fleiri konur segi frá ofbeldi gegn börnum sé sú að það hefur verið hamrað á því und­an­farna mán­uði að ofbeldi á heim­ilum sé ofbeldi gegn börnum þó það bein­ist ekki af þeim sér­stak­lega,“ segir Sig­þrúð­ur. „Við vitum þetta auð­vitað ekki en vonum að þetta sé skýr­ingin frekar en að ofbeldi gegn börnum sé að aukast.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar