Mengandi agnir úr dekkjum og bremsuklossum enda á afskekktum svæðum jarðar

Meira en 200 þúsund tonn af plastögnum fjúka af vegum og út í hafið ár hvert að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem leidd var af norsku loftgæðastofnuninni.

Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Auglýsing

Nið­ur­staða nýrrar rann­sóknar á upp­runa plasts í haf­inu er sú að örsmáar plast­agn­ir, svo­kallað örplast, berst í meira mæli með vindi út í sjó en með ám, ólíkt því sem áður var talið. Í rann­sókn­inni var sjónum beint að örsmáum ögn­um, svifryki, sem verða til þegar dekk og bremsuklossar eyð­ast. Sam­kvæmt mati vís­inda­mann­anna verða um 550 þús­und tonn af ögnum sem eru minni en 0,01 mm til með þessu móti á hverju ári. Um helm­ing­ur­inn eða um 200 þús­und tonn endar í haf­inu. Þá er það nið­ur­staða vís­inda­mann­anna að um 80 þús­und tonn falli árlega á afskekktum svæðum og á snævi þöktu landi og jökl­um. Agn­irnar eru svartar og draga því í sig hita frá sól­inni og því gætu þær hraðað bráðnun jökla .Í umfjöllun Guar­dian um rann­sókn­ina segir að örplast hafi fund­ist um alla jörð­ina allt frá heim­skauta­svæðum til tinda hæstu fjalla. Þá er þær einnig að finna á botni dýpstu haf­svæða. Þessar agnir geta inni­haldið skað­leg efni og þær hafa valdið skaða á líf­rík­inu í sjón­um. Þá er einnig vitað að þær enda í ýmsum mat­vælum og drykkj­ar­vatni og þannig kom­ast þær inn í lík­ama fólks.  Fyrri rann­sóknir höfðu gefið vís­bend­ingar um að örplast færi um heim­inn með vindum en sú norska er sú fyrsta sem leggur mat á magn efn­anna sem ferð­ast með þeim hætti.

Auglýsing


Vís­inda­menn­irnir ein­beittu sér að ögnum úr bíldekkjum og bremsuklossum þar sem þegar er að finna góð gögn um hvernig þær verða til. „Vegir eru veiga­mikil upp­spretta örplasts sem endar á afskekktum svæð­um, þar á meðal í haf­in­u,“ hefur Guar­dian eftir Andr­eas Stohl hjá Loft­gæða­stofnun Nor­egs sem leiddi rann­sókn­ina. Hann segir að með­al­dekk tapi um fjórum kílóum af þyngd sinni á líf­tíma sín­um. Stohl segir dekkin því mun stærri upp­sprettu örplasts en til dæmis föt.Skýr­ingin á því að útbreiðsla örplasts í and­rúms­loft­inu hefur verið van­metin til þessa er sú að það er mjög erfitt að rann­saka hana af því að agnir sem geta borist með lofti eru svo gríð­ar­lega smáar og erfitt að bera kennsl á upp­runa þeirra. En þessar allra minnstu agnir eru að mati Stohl þær skað­leg­ustu þegar kemur að áhrifum á heilsu og vist­kerfi. Þær eru svo litlar að lík­leg­ast geta þær kom­ist inn í blóð­rás fólks og dýra.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var nýverið birt í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications.

Á notkunartíma dekkja losna um fjögur kíló af ögnum út í andrúmsloftið. Mynd: Ellie Burgin - PixelsStohl segir að þar sem nið­ur­staðan sé fengin með lík­ind­um, m.a. út frá áætl­uðu magni agna úr dekkjum og bremsuklossum og hermi­lík­önum á vinda­kerfi heims­ins ríki tölu­verð óvissa um hvert agn­irnar dreifast. Þær gætu t.d. fallið fyrr til jarðar eða í hafið ef það rignir en hermi­líkanið áætl­ar.Ef ekk­ert slíkt truflar ferð hinna örsmáu agna geta þær borist með loft­inu jafn­vel í heilan mán­uð.Ekki hefur hingað til mikið verið rætt um dekk og bremsuklossa sem upp­sprettu örplasts. Hingað til hefur aðal­lega verið rætt um notkun bíla í tengslum við umhverf­is­mál vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Raf­magns­bílar eiga að margra mati að draga úr þeim vanda en eftir situr að raf­magns­bíll er að jafn­aði þyngri en bíll að svip­aðri stærð sem gengur fyrir jarð­efna­elds­neyti. Það þýðir meira álag á dekk og brems­ur, bendir Stohl á.

„Þessi rann­sókn sýnir hversu sam­tengd afskekkt­ustu svæði heims eru við athafnir okkar í borgum og á veg­um,“ segir Erik van Sebille sem kennir við háskól­ann í Utrecht og er í teymi Stohls.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent