Mengandi agnir úr dekkjum og bremsuklossum enda á afskekktum svæðum jarðar

Meira en 200 þúsund tonn af plastögnum fjúka af vegum og út í hafið ár hvert að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem leidd var af norsku loftgæðastofnuninni.

Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Mengun frá bílum kemur alls ekki aðeins frá eldsneyti.
Auglýsing

Nið­ur­staða nýrrar rann­sóknar á upp­runa plasts í haf­inu er sú að örsmáar plast­agn­ir, svo­kallað örplast, berst í meira mæli með vindi út í sjó en með ám, ólíkt því sem áður var talið. Í rann­sókn­inni var sjónum beint að örsmáum ögn­um, svifryki, sem verða til þegar dekk og bremsuklossar eyð­ast. Sam­kvæmt mati vís­inda­mann­anna verða um 550 þús­und tonn af ögnum sem eru minni en 0,01 mm til með þessu móti á hverju ári. Um helm­ing­ur­inn eða um 200 þús­und tonn endar í haf­inu. Þá er það nið­ur­staða vís­inda­mann­anna að um 80 þús­und tonn falli árlega á afskekktum svæðum og á snævi þöktu landi og jökl­um. Agn­irnar eru svartar og draga því í sig hita frá sól­inni og því gætu þær hraðað bráðnun jökla .Í umfjöllun Guar­dian um rann­sókn­ina segir að örplast hafi fund­ist um alla jörð­ina allt frá heim­skauta­svæðum til tinda hæstu fjalla. Þá er þær einnig að finna á botni dýpstu haf­svæða. Þessar agnir geta inni­haldið skað­leg efni og þær hafa valdið skaða á líf­rík­inu í sjón­um. Þá er einnig vitað að þær enda í ýmsum mat­vælum og drykkj­ar­vatni og þannig kom­ast þær inn í lík­ama fólks.  Fyrri rann­sóknir höfðu gefið vís­bend­ingar um að örplast færi um heim­inn með vindum en sú norska er sú fyrsta sem leggur mat á magn efn­anna sem ferð­ast með þeim hætti.

Auglýsing


Vís­inda­menn­irnir ein­beittu sér að ögnum úr bíldekkjum og bremsuklossum þar sem þegar er að finna góð gögn um hvernig þær verða til. „Vegir eru veiga­mikil upp­spretta örplasts sem endar á afskekktum svæð­um, þar á meðal í haf­in­u,“ hefur Guar­dian eftir Andr­eas Stohl hjá Loft­gæða­stofnun Nor­egs sem leiddi rann­sókn­ina. Hann segir að með­al­dekk tapi um fjórum kílóum af þyngd sinni á líf­tíma sín­um. Stohl segir dekkin því mun stærri upp­sprettu örplasts en til dæmis föt.Skýr­ingin á því að útbreiðsla örplasts í and­rúms­loft­inu hefur verið van­metin til þessa er sú að það er mjög erfitt að rann­saka hana af því að agnir sem geta borist með lofti eru svo gríð­ar­lega smáar og erfitt að bera kennsl á upp­runa þeirra. En þessar allra minnstu agnir eru að mati Stohl þær skað­leg­ustu þegar kemur að áhrifum á heilsu og vist­kerfi. Þær eru svo litlar að lík­leg­ast geta þær kom­ist inn í blóð­rás fólks og dýra.

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­innar var nýverið birt í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Comm­un­ications.

Á notkunartíma dekkja losna um fjögur kíló af ögnum út í andrúmsloftið. Mynd: Ellie Burgin - PixelsStohl segir að þar sem nið­ur­staðan sé fengin með lík­ind­um, m.a. út frá áætl­uðu magni agna úr dekkjum og bremsuklossum og hermi­lík­önum á vinda­kerfi heims­ins ríki tölu­verð óvissa um hvert agn­irnar dreifast. Þær gætu t.d. fallið fyrr til jarðar eða í hafið ef það rignir en hermi­líkanið áætl­ar.Ef ekk­ert slíkt truflar ferð hinna örsmáu agna geta þær borist með loft­inu jafn­vel í heilan mán­uð.Ekki hefur hingað til mikið verið rætt um dekk og bremsuklossa sem upp­sprettu örplasts. Hingað til hefur aðal­lega verið rætt um notkun bíla í tengslum við umhverf­is­mál vegna los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Raf­magns­bílar eiga að margra mati að draga úr þeim vanda en eftir situr að raf­magns­bíll er að jafn­aði þyngri en bíll að svip­aðri stærð sem gengur fyrir jarð­efna­elds­neyti. Það þýðir meira álag á dekk og brems­ur, bendir Stohl á.

„Þessi rann­sókn sýnir hversu sam­tengd afskekkt­ustu svæði heims eru við athafnir okkar í borgum og á veg­um,“ segir Erik van Sebille sem kennir við háskól­ann í Utrecht og er í teymi Stohls.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent