Vill að stjórnarmenn greiði atkvæði gegn þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair

Stjórn VR beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúa­ráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, beinir þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá VR. 

Fram kom í fréttum í dag að stjórn­endur Icelandair hefðu ákveðið að hætta við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinnu­mark­aði um fram­tíð­ar­kjör örygg­is- og þjón­ustu­liða hjá félag­inu. Öllum flug­freyjum og flug­þjónum verður sagt upp og þess í stað eiga flug­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð tíma­bund­ið.

Í til­kynn­ingu VR segir að fjölda félags­manna þeirra, sem margir hverjir hafa starfað ára­tugum saman hjá félag­inu, hafi verið sagt upp störfum á meðan félagið stundi félags­leg und­ir­boð með úthýs­ingu starfa í löndum þar sem rétt­indi séu fótum troð­in. 

Auglýsing

Stjórn VR getur ekki sætt sig við það að eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu not­aðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækjum sem hvetja til félags­legra und­ir­boða. Það stríði gegn öllum þeim gildum sem verka­lýðs­hreyf­ingin stendur fyr­ir. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi einnig sett sér alþjóð­leg sið­ferð­is­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnum sínum og beri þeim að fylgja því eft­ir.Hvernig geta líf­eyr­is­sjóð­irnir leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokk­uð?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að það sé með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í krafti eft­ir­launa­sjóða almenn­ings.

„Í ljósi þess að stjórn­endur félags­ins hafa nær fullt hús stiga þegar kemur að röngum ákvörð­unum sem hafa skaðað félagið og stöðu þess und­an­farin ár.

Ber þar að nefna hvernig haldið hefur verið á málum gagn­vart Boeing, breyt­ingar á leiða­kerf­um, kaup félags­ins á rík­is­flug­fé­lagi Græn­höfða­eyja, við­brögð við sam­keppni á einum mesta upp­gangs­tíma flug­sög­unn­ar, klúðrið og spill­ingin í kringum Lind­ar­vatn sem byggir hót­elið á Land­símareitnum og svo ömur­lega fram­komu stjórn­enda og yfir­lýs­ingar í garð starfs­fólks,“ skrifar hann. 

Hann segir að þó hægt sé að telja upp mun fleiri atriði megi álykta sem svo að lyk­il­fjár­festar vilji vart snerta á félag­inu með priki á meðan sömu stjórn og stjórn­endum sé ætlað að leiða þetta mik­il­væga fyr­ir­tæki í gegnum þann ólgu­sjó sem nú rík­ir.

Ragnar Þór spyr hvernig í ver­öld­inni hlut­haf­ar, sem í þessu til­felli eru líf­eyr­is­sjóð­irnir stærstir, geti leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokkuð – árum sam­an.

Eig­endur í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í 

„Ég er hræddur um að virkir eig­endur og hlut­hafar í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í og gera nauð­syn­legar breyt­ingar ef við­líka stjórn­leysi ríkti og gerir hjá Icelanda­ir.

Stjórn­endur Icelandair starfa óáreittir í skjóli líf­eyr­is­sjóð­anna sem fara með almannafé og við það getum við ekki unað leng­ur.

Að því sögðu skora ég á líf­eyr­is­sjóð­ina að krefj­ast hlut­hafa­fund­ar, taf­ar­laust, og gera nauð­syn­legar breyt­ingar á stjórn félags­ins svo ein­hver raun­veru­legur mögu­leiki sé á að bjarga félag­inu svo sátt ríki þar um.

Ég vil að lokum nota tæki­færið og þakka for­stjóra Icelandair fyrir að sam­eina verka­lýðs­hreyf­ing­una í eina kraft­mikla heild sem sækir nú fram sam­einuð og aldrei sterk­ari,“ skrifar hann að lok­um. 

Það er með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í kraft­i...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, July 17, 2020


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent