Vill að stjórnarmenn greiði atkvæði gegn þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair

Stjórn VR beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúa­ráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, beinir þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá VR. 

Fram kom í fréttum í dag að stjórn­endur Icelandair hefðu ákveðið að hætta við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinnu­mark­aði um fram­tíð­ar­kjör örygg­is- og þjón­ustu­liða hjá félag­inu. Öllum flug­freyjum og flug­þjónum verður sagt upp og þess í stað eiga flug­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð tíma­bund­ið.

Í til­kynn­ingu VR segir að fjölda félags­manna þeirra, sem margir hverjir hafa starfað ára­tugum saman hjá félag­inu, hafi verið sagt upp störfum á meðan félagið stundi félags­leg und­ir­boð með úthýs­ingu starfa í löndum þar sem rétt­indi séu fótum troð­in. 

Auglýsing

Stjórn VR getur ekki sætt sig við það að eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu not­aðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækjum sem hvetja til félags­legra und­ir­boða. Það stríði gegn öllum þeim gildum sem verka­lýðs­hreyf­ingin stendur fyr­ir. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi einnig sett sér alþjóð­leg sið­ferð­is­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnum sínum og beri þeim að fylgja því eft­ir.Hvernig geta líf­eyr­is­sjóð­irnir leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokk­uð?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að það sé með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í krafti eft­ir­launa­sjóða almenn­ings.

„Í ljósi þess að stjórn­endur félags­ins hafa nær fullt hús stiga þegar kemur að röngum ákvörð­unum sem hafa skaðað félagið og stöðu þess und­an­farin ár.

Ber þar að nefna hvernig haldið hefur verið á málum gagn­vart Boeing, breyt­ingar á leiða­kerf­um, kaup félags­ins á rík­is­flug­fé­lagi Græn­höfða­eyja, við­brögð við sam­keppni á einum mesta upp­gangs­tíma flug­sög­unn­ar, klúðrið og spill­ingin í kringum Lind­ar­vatn sem byggir hót­elið á Land­símareitnum og svo ömur­lega fram­komu stjórn­enda og yfir­lýs­ingar í garð starfs­fólks,“ skrifar hann. 

Hann segir að þó hægt sé að telja upp mun fleiri atriði megi álykta sem svo að lyk­il­fjár­festar vilji vart snerta á félag­inu með priki á meðan sömu stjórn og stjórn­endum sé ætlað að leiða þetta mik­il­væga fyr­ir­tæki í gegnum þann ólgu­sjó sem nú rík­ir.

Ragnar Þór spyr hvernig í ver­öld­inni hlut­haf­ar, sem í þessu til­felli eru líf­eyr­is­sjóð­irnir stærstir, geti leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokkuð – árum sam­an.

Eig­endur í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í 

„Ég er hræddur um að virkir eig­endur og hlut­hafar í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í og gera nauð­syn­legar breyt­ingar ef við­líka stjórn­leysi ríkti og gerir hjá Icelanda­ir.

Stjórn­endur Icelandair starfa óáreittir í skjóli líf­eyr­is­sjóð­anna sem fara með almannafé og við það getum við ekki unað leng­ur.

Að því sögðu skora ég á líf­eyr­is­sjóð­ina að krefj­ast hlut­hafa­fund­ar, taf­ar­laust, og gera nauð­syn­legar breyt­ingar á stjórn félags­ins svo ein­hver raun­veru­legur mögu­leiki sé á að bjarga félag­inu svo sátt ríki þar um.

Ég vil að lokum nota tæki­færið og þakka for­stjóra Icelandair fyrir að sam­eina verka­lýðs­hreyf­ing­una í eina kraft­mikla heild sem sækir nú fram sam­einuð og aldrei sterk­ari,“ skrifar hann að lok­um. 

Það er með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í kraft­i...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, July 17, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent