Vill að stjórnarmenn greiði atkvæði gegn þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair

Stjórn VR beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúa­ráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, beinir þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá VR. 

Fram kom í fréttum í dag að stjórn­endur Icelandair hefðu ákveðið að hætta við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinnu­mark­aði um fram­tíð­ar­kjör örygg­is- og þjón­ustu­liða hjá félag­inu. Öllum flug­freyjum og flug­þjónum verður sagt upp og þess í stað eiga flug­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð tíma­bund­ið.

Í til­kynn­ingu VR segir að fjölda félags­manna þeirra, sem margir hverjir hafa starfað ára­tugum saman hjá félag­inu, hafi verið sagt upp störfum á meðan félagið stundi félags­leg und­ir­boð með úthýs­ingu starfa í löndum þar sem rétt­indi séu fótum troð­in. 

Auglýsing

Stjórn VR getur ekki sætt sig við það að eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu not­aðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækjum sem hvetja til félags­legra und­ir­boða. Það stríði gegn öllum þeim gildum sem verka­lýðs­hreyf­ingin stendur fyr­ir. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi einnig sett sér alþjóð­leg sið­ferð­is­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnum sínum og beri þeim að fylgja því eft­ir.Hvernig geta líf­eyr­is­sjóð­irnir leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokk­uð?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að það sé með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í krafti eft­ir­launa­sjóða almenn­ings.

„Í ljósi þess að stjórn­endur félags­ins hafa nær fullt hús stiga þegar kemur að röngum ákvörð­unum sem hafa skaðað félagið og stöðu þess und­an­farin ár.

Ber þar að nefna hvernig haldið hefur verið á málum gagn­vart Boeing, breyt­ingar á leiða­kerf­um, kaup félags­ins á rík­is­flug­fé­lagi Græn­höfða­eyja, við­brögð við sam­keppni á einum mesta upp­gangs­tíma flug­sög­unn­ar, klúðrið og spill­ingin í kringum Lind­ar­vatn sem byggir hót­elið á Land­símareitnum og svo ömur­lega fram­komu stjórn­enda og yfir­lýs­ingar í garð starfs­fólks,“ skrifar hann. 

Hann segir að þó hægt sé að telja upp mun fleiri atriði megi álykta sem svo að lyk­il­fjár­festar vilji vart snerta á félag­inu með priki á meðan sömu stjórn og stjórn­endum sé ætlað að leiða þetta mik­il­væga fyr­ir­tæki í gegnum þann ólgu­sjó sem nú rík­ir.

Ragnar Þór spyr hvernig í ver­öld­inni hlut­haf­ar, sem í þessu til­felli eru líf­eyr­is­sjóð­irnir stærstir, geti leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokkuð – árum sam­an.

Eig­endur í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í 

„Ég er hræddur um að virkir eig­endur og hlut­hafar í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í og gera nauð­syn­legar breyt­ingar ef við­líka stjórn­leysi ríkti og gerir hjá Icelanda­ir.

Stjórn­endur Icelandair starfa óáreittir í skjóli líf­eyr­is­sjóð­anna sem fara með almannafé og við það getum við ekki unað leng­ur.

Að því sögðu skora ég á líf­eyr­is­sjóð­ina að krefj­ast hlut­hafa­fund­ar, taf­ar­laust, og gera nauð­syn­legar breyt­ingar á stjórn félags­ins svo ein­hver raun­veru­legur mögu­leiki sé á að bjarga félag­inu svo sátt ríki þar um.

Ég vil að lokum nota tæki­færið og þakka for­stjóra Icelandair fyrir að sam­eina verka­lýðs­hreyf­ing­una í eina kraft­mikla heild sem sækir nú fram sam­einuð og aldrei sterk­ari,“ skrifar hann að lok­um. 

Það er með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í kraft­i...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, July 17, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent