Vill að stjórnarmenn greiði atkvæði gegn þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair

Stjórn VR beinir þeim tilmælum til þeirra stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR, sem jafn­framt á sæti í full­trúa­ráði Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, beinir þeim til­mælum til þeirra stjórn­ar­manna sem VR skipar í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að snið­ganga eða greiða atkvæði gegn þátt­töku í vænt­an­legu hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá VR. 

Fram kom í fréttum í dag að stjórn­endur Icelandair hefðu ákveðið að hætta við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands og leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila á hinum íslenska vinnu­mark­aði um fram­tíð­ar­kjör örygg­is- og þjón­ustu­liða hjá félag­inu. Öllum flug­freyjum og flug­þjónum verður sagt upp og þess í stað eiga flug­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð tíma­bund­ið.

Í til­kynn­ingu VR segir að fjölda félags­manna þeirra, sem margir hverjir hafa starfað ára­tugum saman hjá félag­inu, hafi verið sagt upp störfum á meðan félagið stundi félags­leg und­ir­boð með úthýs­ingu starfa í löndum þar sem rétt­indi séu fótum troð­in. 

Auglýsing

Stjórn VR getur ekki sætt sig við það að eft­ir­launa­sjóðir launa­fólks séu not­aðir til fjár­fest­inga í fyr­ir­tækjum sem hvetja til félags­legra und­ir­boða. Það stríði gegn öllum þeim gildum sem verka­lýðs­hreyf­ingin stendur fyr­ir. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi einnig sett sér alþjóð­leg sið­ferð­is­leg við­mið í fjár­fest­inga­stefnum sínum og beri þeim að fylgja því eft­ir.Hvernig geta líf­eyr­is­sjóð­irnir leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokk­uð?

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að það sé með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í krafti eft­ir­launa­sjóða almenn­ings.

„Í ljósi þess að stjórn­endur félags­ins hafa nær fullt hús stiga þegar kemur að röngum ákvörð­unum sem hafa skaðað félagið og stöðu þess und­an­farin ár.

Ber þar að nefna hvernig haldið hefur verið á málum gagn­vart Boeing, breyt­ingar á leiða­kerf­um, kaup félags­ins á rík­is­flug­fé­lagi Græn­höfða­eyja, við­brögð við sam­keppni á einum mesta upp­gangs­tíma flug­sög­unn­ar, klúðrið og spill­ingin í kringum Lind­ar­vatn sem byggir hót­elið á Land­símareitnum og svo ömur­lega fram­komu stjórn­enda og yfir­lýs­ingar í garð starfs­fólks,“ skrifar hann. 

Hann segir að þó hægt sé að telja upp mun fleiri atriði megi álykta sem svo að lyk­il­fjár­festar vilji vart snerta á félag­inu með priki á meðan sömu stjórn og stjórn­endum sé ætlað að leiða þetta mik­il­væga fyr­ir­tæki í gegnum þann ólgu­sjó sem nú rík­ir.

Ragnar Þór spyr hvernig í ver­öld­inni hlut­haf­ar, sem í þessu til­felli eru líf­eyr­is­sjóð­irnir stærstir, geti leyft þessu að við­gang­ast án þess að aðhaf­ast nokkuð – árum sam­an.

Eig­endur í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í 

„Ég er hræddur um að virkir eig­endur og hlut­hafar í venju­legum fyr­ir­tækjum væru fyrir löngu búnir að grípa inn í og gera nauð­syn­legar breyt­ingar ef við­líka stjórn­leysi ríkti og gerir hjá Icelanda­ir.

Stjórn­endur Icelandair starfa óáreittir í skjóli líf­eyr­is­sjóð­anna sem fara með almannafé og við það getum við ekki unað leng­ur.

Að því sögðu skora ég á líf­eyr­is­sjóð­ina að krefj­ast hlut­hafa­fund­ar, taf­ar­laust, og gera nauð­syn­legar breyt­ingar á stjórn félags­ins svo ein­hver raun­veru­legur mögu­leiki sé á að bjarga félag­inu svo sátt ríki þar um.

Ég vil að lokum nota tæki­færið og þakka for­stjóra Icelandair fyrir að sam­eina verka­lýðs­hreyf­ing­una í eina kraft­mikla heild sem sækir nú fram sam­einuð og aldrei sterk­ari,“ skrifar hann að lok­um. 

Það er með hreinum ólík­indum að stjórn og stjórn­endur Icelandair fái að stýra félag­inu óáreittir í kraft­i...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Fri­day, July 17, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent