Farið að leka úr öðrum tanki El Grillo

Svo virðist sem farið sé að leka úr öðrum olíutanki í flaki El Grillo en þeim sem lak í vor. Umhverfisstofnun og Landhelgisgæslan eru að meta næstu skref.

El Grillo var sökkt í Seyðisfirði í síðari heimsstyrjöldinni
El Grillo var sökkt í Seyðisfirði í síðari heimsstyrjöldinni
Auglýsing

Kaf­arar á vegum Land­helg­is­gæslu Íslands köf­uðu niður að flaki El Grillo þann 16. Júlí eftir að vart varð við olíu­mengun frá skip­inu. Flakið liggur á botni Seyð­is­fjarð­ar. Í ljós kom að aðgerðir sem farið var í til að hefta olíu­leka úr einum af tönkum skips­ins í vor halda og er eng­inn leki sjá­an­legur frá þeim tanki. Hins vegar virð­ist sem farið sé að leka úr öðrum tanki sem stað­settur er undir brú skips­ins. Lek­inn kemur frá mann­opi sem er framan við brúna en drasl og set á dekki heftir aðgengi að þeim tanki, segir í til­kynn­ingu land­helg­is­gæsl­unnar og Umhverf­is­stofn­unar um mál­ið. ­Sjáv­ar­hit­i er hár á þessum árs­tíma sem getur orsakað auk­inn leka. Ekki er um mik­inn leka að ræða.Umhverf­is­stofnun og Land­helg­is­gæslan eru að meta næstu skref og mögu­legar aðgerðir til að stöðva lek­ann.

AuglýsingEl Grillo var 10 þús­und lesta olíu­birgða­skip banda­manna í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Þrjár þýskar flug­vélar gerðu sprengju­árás á skipið 10. febr­úar árið 1944 er það var statt á Seyð­is­firði.Flug­vél­arnar vörp­uðu sprengjum á skipið og hæfði ein þeirra skut­inn svo það sökk að hálfu leyti. Áhöfnin sem í voru 48 menn slapp, en skip­verjar á skip­inu skutu á móti við árás­ina. Eftir árás­ina var skipið svo laskað að Bretar ákváðu að sökkva því, þó mikið magn olíu væri enn um borð.El Grillo að sökkva árið 1944. Myndin var tekin af Haraldi Sigmarssyni.Skipið var vel vopnum búið, með tvær fall­byss­ur, fjórar loft­varna­byssur og fjórar rak­ettu­byss­ur. Eins voru djúp­sprengjur um borð, segir í umfjöllun um það á Wikipedia.Flakið er 134 metra langt og liggur á 50 metra dýpi í miðjum Seyð­is­firði, rétt utan hafn­ar­inn­ar. Olíu­meng­unar hefur orðið vart öðru hverju á Seyð­is­firði allt frá því að skipið sökk. Árið 1952 dældu Olíu­fé­lagið og Hamar 4.500 lítrum af olíu úr El Grillo. Í upp­hafi ald­ar­innar var svo ráð­ist í viða­miklar hreins­un­ar­að­gerðir til að ná sem mestu af olí­unni sem enn var í skips­flak­inu. Magnið reynd­ist vera 91 tonn, að því er fram kemur á vef stjórn­ar­ráðs­ins, sem var mun minna en það sem menn ótt­uð­ust að gæti verið þar að finna.Árið 1983 vann Land­helg­is­gæslan í sam­starfi við varn­ar­liðið á Kefla­vík­ur­flug­velli við könnun á djúp­sprengjum í flak­inu, segir enn fremur í sam­an­tekt á Wikipedia. Þá voru teknar upp þrjár djúp­sprengjur sem fluttar voru yfir í Loð­mund­ar­fjörð þar sem þær voru sprengdar á sjö metra dýpi. Á tíma­bil­inu frá 1972-2006 hafa yfir 500 sprengjur verið fjar­lægðar úr því. Einni fall­byss­unni hefur einnig verið lyft upp og er hún nú minn­is­varði á Seyð­is­firði.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent