Um 200 ára beituskúr fannst við uppgröft

Við uppgröft fornleifafræðinga á Norðurstíg í Reykjavík fundust ýmsar fornleifar, m.a. gamall beituskúr. Talið er að að minjarnar séu um 200 ára gamlar.

Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Norðurstígur mun líta út að framkvæmdum loknum.
Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Norðurstígur mun líta út að framkvæmdum loknum.
Auglýsing

Forn­leifa­fræð­ingar voru kall­aðir á vett­vang fram­kvæmda á Norð­ur­stíg í Reykja­vík til að kanna mann­vist­ar­leif­ar. Við upp­gröft­inn fund­ust forn­leif­ar; gam­all beitu­skúr, und­ir­stöður undir Hlíð­ar­hús og aðrar mann­vist­ar­leif­ar, lík­lega um 200 ára gaml­ar. Búið er að teikna þær upp og merkja og forn­leifa­fræð­ingar hafa nú lokið störf­um.Unnið er að því að breyta heild­ar­yf­ir­bragði Norð­ur­stígs og ná fram­kvæmd­irnar einnig til Nýlendu­götu. Þær eru í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg sagðar ganga vel þó að ýmis­legt hafi komið í ljós, eins og oft vilji verða við fram­kvæmdir í eldri hverfum borg­ar­inn­ar.Við fram­kvæmd­irnar kom einnig í ljós að frá­veitu­lagnir reynd­ust liggja öðru­vísi en teikn­ingar gáfu til kynna og því þurfti að end­ur­hanna frá­veitu­hluta fram­kvæmd­ar­inn­ar. Einnig kom í ljós að lagnir fyrir heitt og kalt vatn og raf­magn myndu þarfn­ast end­ur­nýj­unar á næstu árum. Var því ákveðið að gera það nú til að ekki þyrfti að grafa aftur á svæð­inu í bráð.

Auglýsing


Ofan­talin atriði hafa ekki áhrif á áætl­aðan heild­ar­fram­kvæmda­tíma verks­ins.Í sumar er unnið að því að end­ur­nýja og fegra umhverfi Norð­ur­stígs og Nýlendu­götu. Heild­ar­yf­ir­bragð Norð­ur­stígs verður bætt með því að end­ur­nýja yfir­borð göt­unnar og bæta við grjót­beðum með fram göt­u.  Einnig verður gatan snjó­brædd.Nýlendu­gata verður með óbreyttu sniði að því leyti að hægt verður að keyra inn á svæð­ið. Mark­mið hönn­un­ar­innar er að skapa vina­legt umhverfi með „blæ­vængs“-hellu­mynstri, bæta lýs­ingu með fram göngu­stígn­um, auk þess verður vegg­lista­verkið á gafli Ægis­götu 7 sér­stak­lega upp­lýst. Bætt verður við bekkjum og hjóla­bogum og gróð­ur­beðum komið fyr­ir. Fram­kvæmdin er á vegum umhverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, Veitna ohf. og Mílu ehf. Áætlað er að fram­kvæmd­inni ljúki í októ­ber.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent