Ragnar Þór segir samantekt sína kalla á óháða rannsókn

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér yfirlýsingu í dag hvar hann fer yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Hann segir mörgum spurningum um viðskipti félaganna ósvarað.

Ragnar Þór Ingólfsson heldur ræðu 1. maí 2018
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son segir að sam­an­tekt á mál­efnum Icelanda­ir, Lands­símareits og Lind­ar­vatns sem hann vann ásamt lög­fræð­ingum sínum kalli á óháða rann­sókn á mál­inu í heild sinni. Sam­an­tekt Ragn­ars var birt á Kjarn­anum fyrr í dag. Ragnar hafði fyrr í vik­unni gefið það út að hann ætl­aði að senda frá sér yfir­lýs­ingu sem hann var þá að vinna að í sam­vinnu við lög­menn sína, í henni áttu að koma fram nýjar upp­lýs­ingar um mál­ið.

Skil­mála­breyt­ing skulda­bréfa

Í sam­an­tekt sinni bendir Ragnar meðal ann­ars á að í mars síð­ast­liðnum hafi skulda­bréfa­eig­endur LIND 16 1, sem er skulda­bréfa­flokkur sem Lind­ar­vatn ehf. gaf út í mars 2016, sam­þykkt breyt­ingar á skil­málum skulda­bréf­anna. Skulda­bréfa­eig­endur veittu Íslands­banka hf. einnig veð­leyfi og leyfðu þing­lýs­ingu á trygg­ing­ar­bréfi að fjár­hæð um 1,7 millj­arða króna á fyrsta veð­rétti, sem sagt fram yfir veð­rétt skulda­bréfa­eig­enda. Trygg­ing­ar­bréf að fjár­hæð um 1,7 millj­arða var gefið út þann 22. maí síð­ast­lið­inn þar sem Íslands­banki lof­aði að lána Lind­ar­vatni 1.750 millj­ónir króna til að fjár­magna upp­bygg­ingu Lind­ar­vatns á Lands­símareit. Þetta nýja lán fékk því 1. veð­rétt.

AuglýsingSegir rekstur félags­ins í upp­námi

Sam­þykki skulda­bréfa­eig­enda er háð skil­málum sem finna má í fund­ar­gerð frá fund­inum sam­kvæmt sam­an­tekt Ragn­ars. Einn af skil­mál­unum segir til um í hvað nota eigi lánið frá Íslands­banka. Það skuli notað til að greiða eft­ir­stöðvar fram­kvæmda­kostn­að­ar, til að end­ur­greiða brú­ar­lán frá Icelandair Group að fjár­hæð 355 millj­ónir króna, til að greiða afborg­anir og vexti af LIND 16 1 á fram­kvæmda­tíma og til að greiða almennan rekstr­ar­kostn­að. Aðrir skil­málar eru svo sem bann við arð­greiðslu, van­skil og fleira en til­kynn­ing um skil­mála­breyt­ing­una hefur ekki verið birt í verð­bréfa­mið­stöð.Ragnar segir að sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum megi vera ljóst „að verk­efni Lind­­ar­vatns á Lands­símareit var í upp­­­námi í mars 2020.“Óskar upp­lýs­inga um „neyð­ar­lán“ frá Icelandair

Í kjöl­farið óskar Ragnar eftir upp­lýs­ingum um hvenær og á hvaða kjörum Icelandair Group hafi sam­þykkt að lána Lind­ar­vatni „neyð­ar­lán“ að fjár­hæð 355 millj­ónir króna. Þá bendir hann einnig á það að í árs­reikn­ingi Icelandair Group fyrir árið 2019 komi fram að kröfur félags­ins á Lind­ar­vatn hafi numið 9,3 millj­ónum dala, eða um 1,1 millj­arði króna. Sú tala hefði hækkað frá fyrra ári þegar krafan var 1,6 millj­ónir dala, eða um 185 millj­ónir króna.Þá segir í lok umfjöll­unar um skil­mála­breyt­ingu skulda­bréfa: „Miðað við fram­an­­greinda skil­­mála­breyt­ingu skuldar félagið nú a.m.k. 3.500 millj­­ónir kr. meira en upp­­haf­­legar áætl­­an­ir, sem stjórn Lind­­ar­vatns og fram­­kvæmda­­stjóri lögðu til grund­vallar í febr­­úar 2016. Þá verður skil­­mála­breyt­ingin ekki skilin með öðrum hætti en að félagið hafi þurft á neyð­­ar­láni að halda frá Icelandair að fjár­­hæð 355 m.kr. vegna stöðu félags­­ins.“Svarar yfir­lýs­ingum fram­kvæmda­stjóra og Hall­dórs og Dav­íðs

Ragnar nýtir einnig tæki­færið í grein­inni til þess að svara ann­ars vegar yfir­lýs­ingu frá núver­andi fram­kvæmda­stjóra Lind­ar­vatns ehf, Jóhann­esi Stef­áns­syni, sem birt­ist á fés­bók­ar­síðu hans fyrr í mán­uð­inum og hins vegar frétta­til­kynn­ingu þeirra Hall­dórs Dav­íðs Þor­bergs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), og Dav­íðs Þor­láks­son­ar, for­stöðu­manns sam­keppn­is­hæfn­is­viðs SA, sem birt­ist á vef SA síð­ast­lið­inn laug­ar­dag.„Fram­­kvæmda­­stjóri Lind­­ar­vatns lét eins og félagið sigldi lygnan sjó og vék sér undan því að fjalla um við­­bót­­ar­lán­­töku Lind­­ar­vatns frá hlut­hafa, neyð­­ar­lánið frá Icelandair og gerði yfir­­höfuð engar efn­is­­legar athuga­­semdir við full­yrð­ingar mínar um stöðu félags­­ins og verk­efn­is­ins,“ segir Ragn­ar.„Enn er spurn­ingum ósvar­að“

Í síð­asta hluta sam­an­tektar sinnar tekur Ragnar saman nokkrar spurn­ingar sem honum finnst vera ósvar­að: „sumar hafa komið áður fram og aðrar sem eru nýjar, sem aldrei hefur verið svar­að, hvorki af Lind­­ar­vatni, stjórn­­­ar­­mönnum eða fram­­kvæmda­­stjóra Lind­­ar­vatns eða þeim sem að við­­skipt­unum komu. Þess í stað hafa aðilar gefið yfir­­lýs­ingar án þess að svara kjarna máls­ins,“ segir þar.Þá gerir Ragnar ráð fyrir því að fjar­festar geri kröfu að upp­lýs­ingar verði opin­ber­aðar fyrir þátt­töku í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði. „Sam­an­­tekt þessi hlýtur að kalla á óháða rann­­sókn á mál­inu í heild sinni. Hvernig getur virði Lind­­ar­vatns hækkað úr 934 m.kr. í 3.800 m.kr. á 8 mán­uð­um? Hverjar voru for­­sendur við­­skipt­anna? Hver er skuld­bind­ing IG vegna leig­u­­samn­ings um fast­­eignir á Lands­símareit? Fjár­­­festar hljóta að gera kröfu um að allar upp­­lýs­ingar um þetta mál verði opin­ber­ar áður en þeir taka þátt í hluta­fjár­­út­­­boð­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent