Ragnar Þór segir samantekt sína kalla á óháða rannsókn

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sendi frá sér yfirlýsingu í dag hvar hann fer yfir málefni Icelandair, Landssímareitsins og Lindarvatns. Hann segir mörgum spurningum um viðskipti félaganna ósvarað.

Ragnar Þór Ingólfsson heldur ræðu 1. maí 2018
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son segir að sam­an­tekt á mál­efnum Icelanda­ir, Lands­símareits og Lind­ar­vatns sem hann vann ásamt lög­fræð­ingum sínum kalli á óháða rann­sókn á mál­inu í heild sinni. Sam­an­tekt Ragn­ars var birt á Kjarn­anum fyrr í dag. Ragnar hafði fyrr í vik­unni gefið það út að hann ætl­aði að senda frá sér yfir­lýs­ingu sem hann var þá að vinna að í sam­vinnu við lög­menn sína, í henni áttu að koma fram nýjar upp­lýs­ingar um mál­ið.

Skil­mála­breyt­ing skulda­bréfa

Í sam­an­tekt sinni bendir Ragnar meðal ann­ars á að í mars síð­ast­liðnum hafi skulda­bréfa­eig­endur LIND 16 1, sem er skulda­bréfa­flokkur sem Lind­ar­vatn ehf. gaf út í mars 2016, sam­þykkt breyt­ingar á skil­málum skulda­bréf­anna. Skulda­bréfa­eig­endur veittu Íslands­banka hf. einnig veð­leyfi og leyfðu þing­lýs­ingu á trygg­ing­ar­bréfi að fjár­hæð um 1,7 millj­arða króna á fyrsta veð­rétti, sem sagt fram yfir veð­rétt skulda­bréfa­eig­enda. Trygg­ing­ar­bréf að fjár­hæð um 1,7 millj­arða var gefið út þann 22. maí síð­ast­lið­inn þar sem Íslands­banki lof­aði að lána Lind­ar­vatni 1.750 millj­ónir króna til að fjár­magna upp­bygg­ingu Lind­ar­vatns á Lands­símareit. Þetta nýja lán fékk því 1. veð­rétt.

AuglýsingSegir rekstur félags­ins í upp­námi

Sam­þykki skulda­bréfa­eig­enda er háð skil­málum sem finna má í fund­ar­gerð frá fund­inum sam­kvæmt sam­an­tekt Ragn­ars. Einn af skil­mál­unum segir til um í hvað nota eigi lánið frá Íslands­banka. Það skuli notað til að greiða eft­ir­stöðvar fram­kvæmda­kostn­að­ar, til að end­ur­greiða brú­ar­lán frá Icelandair Group að fjár­hæð 355 millj­ónir króna, til að greiða afborg­anir og vexti af LIND 16 1 á fram­kvæmda­tíma og til að greiða almennan rekstr­ar­kostn­að. Aðrir skil­málar eru svo sem bann við arð­greiðslu, van­skil og fleira en til­kynn­ing um skil­mála­breyt­ing­una hefur ekki verið birt í verð­bréfa­mið­stöð.Ragnar segir að sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum megi vera ljóst „að verk­efni Lind­­ar­vatns á Lands­símareit var í upp­­­námi í mars 2020.“Óskar upp­lýs­inga um „neyð­ar­lán“ frá Icelandair

Í kjöl­farið óskar Ragnar eftir upp­lýs­ingum um hvenær og á hvaða kjörum Icelandair Group hafi sam­þykkt að lána Lind­ar­vatni „neyð­ar­lán“ að fjár­hæð 355 millj­ónir króna. Þá bendir hann einnig á það að í árs­reikn­ingi Icelandair Group fyrir árið 2019 komi fram að kröfur félags­ins á Lind­ar­vatn hafi numið 9,3 millj­ónum dala, eða um 1,1 millj­arði króna. Sú tala hefði hækkað frá fyrra ári þegar krafan var 1,6 millj­ónir dala, eða um 185 millj­ónir króna.Þá segir í lok umfjöll­unar um skil­mála­breyt­ingu skulda­bréfa: „Miðað við fram­an­­greinda skil­­mála­breyt­ingu skuldar félagið nú a.m.k. 3.500 millj­­ónir kr. meira en upp­­haf­­legar áætl­­an­ir, sem stjórn Lind­­ar­vatns og fram­­kvæmda­­stjóri lögðu til grund­vallar í febr­­úar 2016. Þá verður skil­­mála­breyt­ingin ekki skilin með öðrum hætti en að félagið hafi þurft á neyð­­ar­láni að halda frá Icelandair að fjár­­hæð 355 m.kr. vegna stöðu félags­­ins.“Svarar yfir­lýs­ingum fram­kvæmda­stjóra og Hall­dórs og Dav­íðs

Ragnar nýtir einnig tæki­færið í grein­inni til þess að svara ann­ars vegar yfir­lýs­ingu frá núver­andi fram­kvæmda­stjóra Lind­ar­vatns ehf, Jóhann­esi Stef­áns­syni, sem birt­ist á fés­bók­ar­síðu hans fyrr í mán­uð­inum og hins vegar frétta­til­kynn­ingu þeirra Hall­dórs Dav­íðs Þor­bergs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA), og Dav­íðs Þor­láks­son­ar, for­stöðu­manns sam­keppn­is­hæfn­is­viðs SA, sem birt­ist á vef SA síð­ast­lið­inn laug­ar­dag.„Fram­­kvæmda­­stjóri Lind­­ar­vatns lét eins og félagið sigldi lygnan sjó og vék sér undan því að fjalla um við­­bót­­ar­lán­­töku Lind­­ar­vatns frá hlut­hafa, neyð­­ar­lánið frá Icelandair og gerði yfir­­höfuð engar efn­is­­legar athuga­­semdir við full­yrð­ingar mínar um stöðu félags­­ins og verk­efn­is­ins,“ segir Ragn­ar.„Enn er spurn­ingum ósvar­að“

Í síð­asta hluta sam­an­tektar sinnar tekur Ragnar saman nokkrar spurn­ingar sem honum finnst vera ósvar­að: „sumar hafa komið áður fram og aðrar sem eru nýjar, sem aldrei hefur verið svar­að, hvorki af Lind­­ar­vatni, stjórn­­­ar­­mönnum eða fram­­kvæmda­­stjóra Lind­­ar­vatns eða þeim sem að við­­skipt­unum komu. Þess í stað hafa aðilar gefið yfir­­lýs­ingar án þess að svara kjarna máls­ins,“ segir þar.Þá gerir Ragnar ráð fyrir því að fjar­festar geri kröfu að upp­lýs­ingar verði opin­ber­aðar fyrir þátt­töku í fyr­ir­hug­uðu hluta­fjár­út­boði. „Sam­an­­tekt þessi hlýtur að kalla á óháða rann­­sókn á mál­inu í heild sinni. Hvernig getur virði Lind­­ar­vatns hækkað úr 934 m.kr. í 3.800 m.kr. á 8 mán­uð­um? Hverjar voru for­­sendur við­­skipt­anna? Hver er skuld­bind­ing IG vegna leig­u­­samn­ings um fast­­eignir á Lands­símareit? Fjár­­­festar hljóta að gera kröfu um að allar upp­­lýs­ingar um þetta mál verði opin­ber­ar áður en þeir taka þátt í hluta­fjár­­út­­­boð­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent