Skilti um afrek Sigríðar tímabundið frá vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda við Gullfoss hafa nokkur upplýsingaskilti verið tekin niður í sumar. „Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“

Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur farið yfir þá gagn­rýni sem fram hefur komið á sam­fé­lags­miðlum á þær upp­lýs­ingar um bar­áttu­kon­una Sig­ríði Tóm­as­dóttur í Bratt­holti sem sjá má á upp­lýs­inga­skilti við foss­inn. Skýr­ing hefur nú feng­ist á mál­in­u. 

Rétt er að í texta á skilti við foss­inn nú er ekki getið afreka Sig­ríðar og bar­áttu hennar fyrir verndun Gull­foss við upp­haf síð­ustu ald­ar. Það skilti er þó að sögn Umhverf­is­stofn­unar aðeins eitt af mörgum sem alla jafna er á hinu frið­lýsta svæði sem stofn­unin hefur umsjón með.

„Vegna frétta og umræðu um skilti við Gull­foss og mein­tan skort á mik­il­vægum upp­lýs­ingum um umhverf­is­sinn­ann Sig­ríði frá Bratt­holti, vill Umhverf­is­stofn­un, umsjón­ar­að­ili hins frið­lýsta svæð­is, taka fram að bar­áttu Sig­ríðar gegn virkjun foss­ins er að jafn­aði getið í ýmsum upp­lýs­ingum sem lesa má á skiltum við fossinn,“ segir í til­kynn­ingu Umhverf­is­stofn­un­ar. „­Vegna fram­kvæmda á efri stíg og við útsýnis­pall við Gull­foss hafa aftur á móti nokkur skilti verið tekin niður tíma­bundið í sum­ar. Það kann að skýra þá upp­lifun sumra gesta að sam­hengi upp­lýs­inga sé ábóta­vant og að Umhverf­is­stofnun sýni ekki ævi­starfi Sig­ríðar þá virð­ingu sem hún á skil­ið.“

Auglýsing

Í texta á skilti í gesta­stofu Gull­foss segir m.a.: „Bar­átta Sig­ríðar fyrir foss­inum var ósér­hlífin og ein­stök. Hún lagði oft nótt við dag til að fylgja máli sínu eft­ir, fór í lang­ferðir yfir fjall­vegi, óð stórár á hvaða tíma árs sem var og átti marga fundi með emb­ætt­is­mönnum í Reykja­vík. Vegna þess­arar bar­áttu hefur Sig­ríður oft verið nefnd fyrsti umhverf­is­sinni Íslands­.” 

Umhverf­is­stofnun bendir á að öll skilti við efri stíg hafi verið fjar­lægð tíma­bundið vegna fram­kvæmd­anna. Áætlað er að fram­kvæmdum við foss­inn ljúki í sept­em­ber. Ættu upp­lýs­inga­mál að kom­ast í gott horf upp úr því.

„Um­hverf­is­stofnun þakkar vin­sam­legar ábend­ingar um texta á einu skilt­anna sem hverf­ist nokkuð ítar­lega um útlit Sig­ríð­ar. Mun sá texti sæta end­ur­skoð­un.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent