Skilti um afrek Sigríðar tímabundið frá vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda við Gullfoss hafa nokkur upplýsingaskilti verið tekin niður í sumar. „Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“

Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Auglýsing

Umhverfisstofnun hefur farið yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið á samfélagsmiðlum á þær upplýsingar um baráttukonuna Sigríði Tómasdóttur í Brattholti sem sjá má á upplýsingaskilti við fossinn. Skýring hefur nú fengist á málinu. 

Rétt er að í texta á skilti við fossinn nú er ekki getið afreka Sigríðar og baráttu hennar fyrir verndun Gullfoss við upphaf síðustu aldar. Það skilti er þó að sögn Umhverfisstofnunar aðeins eitt af mörgum sem alla jafna er á hinu friðlýsta svæði sem stofnunin hefur umsjón með.

„Vegna frétta og umræðu um skilti við Gullfoss og meintan skort á mikilvægum upplýsingum um umhverfissinnann Sigríði frá Brattholti, vill Umhverfisstofnun, umsjónaraðili hins friðlýsta svæðis, taka fram að baráttu Sigríðar gegn virkjun fossins er að jafnaði getið í ýmsum upplýsingum sem lesa má á skiltum við fossinn,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. „Vegna framkvæmda á efri stíg og við útsýnispall við Gullfoss hafa aftur á móti nokkur skilti verið tekin niður tímabundið í sumar. Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“

Auglýsing

Í texta á skilti í gestastofu Gullfoss segir m.a.: „Barátta Sigríðar fyrir fossinum var ósérhlífin og einstök. Hún lagði oft nótt við dag til að fylgja máli sínu eftir, fór í langferðir yfir fjallvegi, óð stórár á hvaða tíma árs sem var og átti marga fundi með embættismönnum í Reykjavík. Vegna þessarar baráttu hefur Sigríður oft verið nefnd fyrsti umhverfissinni Íslands.” 

Umhverfisstofnun bendir á að öll skilti við efri stíg hafi verið fjarlægð tímabundið vegna framkvæmdanna. Áætlað er að framkvæmdum við fossinn ljúki í september. Ættu upplýsingamál að komast í gott horf upp úr því.

„Umhverfisstofnun þakkar vinsamlegar ábendingar um texta á einu skiltanna sem hverfist nokkuð ítarlega um útlit Sigríðar. Mun sá texti sæta endurskoðun.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent