Skilti um afrek Sigríðar tímabundið frá vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda við Gullfoss hafa nokkur upplýsingaskilti verið tekin niður í sumar. „Það kann að skýra þá upplifun sumra gesta að samhengi upplýsinga sé ábótavant og að Umhverfisstofnun sýni ekki ævistarfi Sigríðar þá virðingu sem hún á skilið.“

Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Unnið er að framkvæmdum á stígum og útsýnispalli við Gullfoss.
Auglýsing

Umhverf­is­stofnun hefur farið yfir þá gagn­rýni sem fram hefur komið á sam­fé­lags­miðlum á þær upp­lýs­ingar um bar­áttu­kon­una Sig­ríði Tóm­as­dóttur í Bratt­holti sem sjá má á upp­lýs­inga­skilti við foss­inn. Skýr­ing hefur nú feng­ist á mál­in­u. 

Rétt er að í texta á skilti við foss­inn nú er ekki getið afreka Sig­ríðar og bar­áttu hennar fyrir verndun Gull­foss við upp­haf síð­ustu ald­ar. Það skilti er þó að sögn Umhverf­is­stofn­unar aðeins eitt af mörgum sem alla jafna er á hinu frið­lýsta svæði sem stofn­unin hefur umsjón með.

„Vegna frétta og umræðu um skilti við Gull­foss og mein­tan skort á mik­il­vægum upp­lýs­ingum um umhverf­is­sinn­ann Sig­ríði frá Bratt­holti, vill Umhverf­is­stofn­un, umsjón­ar­að­ili hins frið­lýsta svæð­is, taka fram að bar­áttu Sig­ríðar gegn virkjun foss­ins er að jafn­aði getið í ýmsum upp­lýs­ingum sem lesa má á skiltum við fossinn,“ segir í til­kynn­ingu Umhverf­is­stofn­un­ar. „­Vegna fram­kvæmda á efri stíg og við útsýnis­pall við Gull­foss hafa aftur á móti nokkur skilti verið tekin niður tíma­bundið í sum­ar. Það kann að skýra þá upp­lifun sumra gesta að sam­hengi upp­lýs­inga sé ábóta­vant og að Umhverf­is­stofnun sýni ekki ævi­starfi Sig­ríðar þá virð­ingu sem hún á skil­ið.“

Auglýsing

Í texta á skilti í gesta­stofu Gull­foss segir m.a.: „Bar­átta Sig­ríðar fyrir foss­inum var ósér­hlífin og ein­stök. Hún lagði oft nótt við dag til að fylgja máli sínu eft­ir, fór í lang­ferðir yfir fjall­vegi, óð stórár á hvaða tíma árs sem var og átti marga fundi með emb­ætt­is­mönnum í Reykja­vík. Vegna þess­arar bar­áttu hefur Sig­ríður oft verið nefnd fyrsti umhverf­is­sinni Íslands­.” 

Umhverf­is­stofnun bendir á að öll skilti við efri stíg hafi verið fjar­lægð tíma­bundið vegna fram­kvæmd­anna. Áætlað er að fram­kvæmdum við foss­inn ljúki í sept­em­ber. Ættu upp­lýs­inga­mál að kom­ast í gott horf upp úr því.

„Um­hverf­is­stofnun þakkar vin­sam­legar ábend­ingar um texta á einu skilt­anna sem hverf­ist nokkuð ítar­lega um útlit Sig­ríð­ar. Mun sá texti sæta end­ur­skoð­un.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent