Svartsýni þjóðarinnar jókst í júlí

Væntingavísitala Gallup hefur mælt viðhorf þjóðarinnar til stöðu og framtíðarhorfa í efnahagsmálum í nær tvo áratugi. Í apríl tók vísitalan sitt lægsta gildi frá því í október árið 2010 og í júlí lækkaði hún á ný eftir tvo mánuði aukinnar jákvæðni.

Neikvæðni þjóðarinnar mældist sú mesta frá því í október árið 2010 í apríl síðastliðnum, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup.
Neikvæðni þjóðarinnar mældist sú mesta frá því í október árið 2010 í apríl síðastliðnum, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup.
Auglýsing

Vænt­inga­vísi­tala Gallup mæld­ist 52,3 stig í júlí og lækk­aði um 25,5 stig frá fyrri mán­uði, en í júní reis vísi­talan upp í 77,8 stig. Þetta þýðir að fleiri Íslend­ingar eru nei­kvæðir hvað varðar stöðu mála og fram­tíð­ar­horfur í efna­hags- og atvinnu­málum en í síð­asta mán­uði og að heilt yfir eru fleiri nei­kvæðir en jákvæð­ir.

Vænt­inga­vísi­talan er á skal­anum 0-200 og hefur Gallup mælt hana í hverjum mán­uði frá því í ágúst árið 2001. Þegar Vænt­inga­vísi­talan mælist 100 stig þýðir það að jafn margir svar­endur eru jákvæðir og nei­kvæð­ir.

Í apr­íl, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn var hámarki hér á landi, tók vísi­talan sitt lægsta gildi síðan í októ­ber árið 2010 og mæld­ist þá 44,4 stig. Undir lok síð­asta árs og í upp­hafi þessa árs mæld­ist hún um og yfir 90 stig­um, en síðan hall­aði veru­lega undan fæti þegar veiran fór að láta á sér kræla.

Auglýsing

Vísi­talan byggir á fimm þátt­um; mati á núver­andi efna­hags­að­stæð­um, vænt­ingum til efna­hags­lífs­ins eftir hálft ár, mati á núver­andi ástandi í atvinnu­mál­um, vænt­ingum til ástands­ins í atvinnu­málum eftir hálft ár og vænt­ingum til heild­ar­tekna heim­il­is­ins eftir hálft ár.

Svar­endur eru Íslend­ingar 18 ára og eldri af öllu land­inu sem end­ur­spegla lýð­fræði­lega sam­etn­ingu þjóð­ar­innar og er svörum safnað með svoköll­uðum Gallup­vagni.

Lang­tíma­mæl­ing á vænt­ingum þjóðar

Vænt­inga­vísi­talan má segja að end­ur­spegli við­horf þjóð­ar­innar til stöð­unnar í efna­hags- og atvinnu­málum og á vef Gallup má sjá hvernig jákvæðni og nei­kvæðni hefur þró­ast í takt við hina ýmsu há- og lág­punkta í efna­hags­málum frá upp­hafi ald­ar.

Væntingavísitala Gallup hefur verið tekin saman frá árinu 2001. Mynd: Gallup

Á bólu­ár­unum fyrir efna­hags­hrunið árið 2008 var vísi­talan nokkuð stöðugt yfir 100 stigum og náði sínu hæsta sögu­lega gildi í maí árið 2007, þegar hún stóð í 154,9 stig­um. 

Lægsta sögu­lega gildið hingað til mæld­ist svo í jan­úar árið 2009, í sama mán­uði og bús­á­halda­bylt­ingin náði hámarki og rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar var slit­ið.

Vænt­inga­vísi­talan skreið ekki aftur upp fyrir 100 stig fyrr en í maí árið 2013, þegar hún mæld­ist 101 stig. Hún var síðan stöðugt yfir 100 stigum á upp­gangs­ár­unum frá ágúst 2015 og fram í júlí 2018, á miklum upp­gangs­tímum í ferða­þjón­ustu­geir­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi
Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.
Kjarninn 22. september 2020
Ingrid Kuhlman
Tíu leiðir til að taka sér andlegt frí
Kjarninn 22. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
Kjarninn 22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
Kjarninn 22. september 2020
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent