Svartsýni þjóðarinnar jókst í júlí

Væntingavísitala Gallup hefur mælt viðhorf þjóðarinnar til stöðu og framtíðarhorfa í efnahagsmálum í nær tvo áratugi. Í apríl tók vísitalan sitt lægsta gildi frá því í október árið 2010 og í júlí lækkaði hún á ný eftir tvo mánuði aukinnar jákvæðni.

Neikvæðni þjóðarinnar mældist sú mesta frá því í október árið 2010 í apríl síðastliðnum, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup.
Neikvæðni þjóðarinnar mældist sú mesta frá því í október árið 2010 í apríl síðastliðnum, samkvæmt Væntingavísitölu Gallup.
Auglýsing

Vænt­inga­vísi­tala Gallup mæld­ist 52,3 stig í júlí og lækk­aði um 25,5 stig frá fyrri mán­uði, en í júní reis vísi­talan upp í 77,8 stig. Þetta þýðir að fleiri Íslend­ingar eru nei­kvæðir hvað varðar stöðu mála og fram­tíð­ar­horfur í efna­hags- og atvinnu­málum en í síð­asta mán­uði og að heilt yfir eru fleiri nei­kvæðir en jákvæð­ir.

Vænt­inga­vísi­talan er á skal­anum 0-200 og hefur Gallup mælt hana í hverjum mán­uði frá því í ágúst árið 2001. Þegar Vænt­inga­vísi­talan mælist 100 stig þýðir það að jafn margir svar­endur eru jákvæðir og nei­kvæð­ir.

Í apr­íl, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn var hámarki hér á landi, tók vísi­talan sitt lægsta gildi síðan í októ­ber árið 2010 og mæld­ist þá 44,4 stig. Undir lok síð­asta árs og í upp­hafi þessa árs mæld­ist hún um og yfir 90 stig­um, en síðan hall­aði veru­lega undan fæti þegar veiran fór að láta á sér kræla.

Auglýsing

Vísi­talan byggir á fimm þátt­um; mati á núver­andi efna­hags­að­stæð­um, vænt­ingum til efna­hags­lífs­ins eftir hálft ár, mati á núver­andi ástandi í atvinnu­mál­um, vænt­ingum til ástands­ins í atvinnu­málum eftir hálft ár og vænt­ingum til heild­ar­tekna heim­il­is­ins eftir hálft ár.

Svar­endur eru Íslend­ingar 18 ára og eldri af öllu land­inu sem end­ur­spegla lýð­fræði­lega sam­etn­ingu þjóð­ar­innar og er svörum safnað með svoköll­uðum Gallup­vagni.

Lang­tíma­mæl­ing á vænt­ingum þjóðar

Vænt­inga­vísi­talan má segja að end­ur­spegli við­horf þjóð­ar­innar til stöð­unnar í efna­hags- og atvinnu­málum og á vef Gallup má sjá hvernig jákvæðni og nei­kvæðni hefur þró­ast í takt við hina ýmsu há- og lág­punkta í efna­hags­málum frá upp­hafi ald­ar.

Væntingavísitala Gallup hefur verið tekin saman frá árinu 2001. Mynd: Gallup

Á bólu­ár­unum fyrir efna­hags­hrunið árið 2008 var vísi­talan nokkuð stöðugt yfir 100 stigum og náði sínu hæsta sögu­lega gildi í maí árið 2007, þegar hún stóð í 154,9 stig­um. 

Lægsta sögu­lega gildið hingað til mæld­ist svo í jan­úar árið 2009, í sama mán­uði og bús­á­halda­bylt­ingin náði hámarki og rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar var slit­ið.

Vænt­inga­vísi­talan skreið ekki aftur upp fyrir 100 stig fyrr en í maí árið 2013, þegar hún mæld­ist 101 stig. Hún var síðan stöðugt yfir 100 stigum á upp­gangs­ár­unum frá ágúst 2015 og fram í júlí 2018, á miklum upp­gangs­tímum í ferða­þjón­ustu­geir­an­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent