Þórólfur: Aðgerðir miða ekki endilega að því að halda Íslandi veirufríu

Sóttvarnalæknir segir að hópsýking hér á landi sýni að sýkingarvarnir hafi brugðist. „Það verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar einstaklingsbundnu sýkingavörnum. Það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þeim efnum.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að lík­lega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra af tveimur stórum hóp­sýk­ingum sem nú hafa komið upp hér á landi. Í hinni stóru sýk­ing­unni er hins vegar ekki enn búið að kom­ast að upp­runa hennar sem er áhyggju­efni að hans mati. Hann sagði óhætt að segja að „þessi aukn­ing sem sést hefur hér á landi er ákveðin von­brigði en þetta var ekki óvið­bú­ið. Við höfum oft talað um að far­ald­ur­inn er í sókn í  heim­inum og hefur verið að ná sér á strik í mörgum löndum og að við­búið að hingað kæmu inn smit“.Frá 15. júní hafa um 95 þús­und manns komið til lands­ins og sýni verið tekin frá um 62 þús­und. Alls hafa 25 greinst með virkt smit í landamæra­skimun en tæp­lega 100 með gam­alt. Af þeim 25 sem greinst hafa með smit við kom­una til lands­ins eru tíu búsettir á Íslandi. En hinir koma frá löndum sem flokk­ast sem áhættu­svæði fyrir utan tvo sem komu frá Dan­mörku. Þórólfur sagði rétt að árétta að mjög fá smit hefðu orðið út frá þeim sem greinst hafa á landa­mær­um.

AuglýsingEll­efu greindust með inn­an­lands­smit í gær. Enn er beðið eftir rað­grein­ingu og smitrakn­ingu til að kanna upp­runa. Frá 15. júní hafa 50 ein­stak­lingar greinst með inn­an­lands­smit. „Það er athygl­is­vert að flest inn­an­lands­smitin til­heyra tveimur stofnum af veirunni sem náð hafa að dreifa sér,“ sagði Þórólf­ur.Lík­lega hefði verið hægt að koma í veg fyrir smit sem olli öðru hópsmit­inu ef sá sem kom  með veiruna til lands­ins hefði farið í sýna­töku tvö eins og reglur í dag gera ráð fyr­ir. Í hinu til­vik­inu hefur ekki tek­ist að rekja upp­runa smits­ins. Flest smit hér inn­an­lands tengj­ast þess­ari hóp­sýk­ingu. „Tengsl á milli ein­stak­ling­anna eru ekki ljós og leiðir það líkum að því að útbreiðsla gæti verið meiri en við vitum um,“ sagði Þórólf­ur.Síð­ustu mán­uði hefur Þórólfur bent á að búast mætti við litlum hóp­sýk­ingum þrátt fyrir víð­tækar ráð­staf­an­ir. Sú hefur nú orðið raun­in. „Ég tel nú eins og áður að til lengri tíma er nán­ast von­laust að koma í veg fyrir það algjör­lega að veiran ber­ist hingað til lands. Við þurfum að vera undir það búin.“

Landamæra­skimun hefur skilað árangriÞórólfur velti svo upp þeirri spurn­ingu hvort að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þær hóp­sýk­ingar sem nú eru hér á landi. Hann sagði landamæra­skimanir hafa skilað árangri – á því væri eng­inn vafi. Ef þeir 25 ein­stak­lingar sem hafa greinst í skimun hefðu komið inn í landið án allra tak­markanna væri rétt hægt að ímynda sér hvers konar far­aldur hefði getað komið upp.Þórólfur sagði að nokkrir af þessum 25 hefðu að lík­indum greinst í sýna­töku 2. „Við erum að nýta reynslu og upp­lýs­ingar sem við fáum til að skerpa á aðgerðum til að lág­marka áhætt­una á því að veiran komi hing­að.“Varð­andi inn­lendu hóp­sýk­ing­arnar þá sagð­ist Þórólfur halda  að aðra hóp­sýk­ing­una hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef við­kom­andi hefði farið í sýna­töku tvö.„Hin hóp­sýk­ingin er stærri og víð­tækari,“ benti Þórólfur á. „Þar hefur ekki tek­ist að rekja upp­runann og er það ákveðið áhyggju­efni. Ljóst að veiran hefur komið hingað á ein­hvern máta og spurn­ing hvort við munum nokkrum tím­ann kom­ast að því.“

Íþyng­andi aðgerðir en nauð­syn­legarSvo sagði Þórólf­ur: „Í þess­ari hóp­sýk­ingu hafa sýk­ing­ar­varnir inn­an­lands brugð­ist að ákveðnum marki. Það verður ekki útbreiðsla á veiru­sýk­ingum ef við gætum að okkar ein­stak­lings­bundnu sýk­inga­vörn­um. Það er ljóst að veru­lega hefur verið slakað á í þeim efnum af okkur öll­u­m.“Sótt­varna­læknir sagð­ist gera sér grein fyrir því að aðgerð­irnar núna væru íþyngj­andi fyrir marga. En að þær væru nauð­syn­leg­ar, „til að forða okkur frá útbreiddum far­aldri og alvar­legum afleið­ingum hans.“Hann benti svo á að það tæki 1-2 vikur að sjá árangur af þeim aðgerðum sem nú eru í gildi. „Það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera til­búin að grípa til harð­ari aðgerða.“Bar­áttan við far­ald­ur­inn mun að sögn Þór­ólfs halda áfram. „Að­gerðir okkar í dag eru ekki að miða að því endi­lega að halda Íslandi veiru­fríu heldur að lág­marka dreif­ingu og áhættu sem af veirunni stafar. Þar eru ein­stak­lings­bundnu sýk­inga­varn­irnar mik­il­vægast­ar.“

Skoðun Þór­ólfs á grímum ekki breystHvað notkun gríma varðar sagði hann það enn sína skoðun að almenn notkun gríma myndi senni­lega ekki skila miklu og gefa jafn­vel falska örygg­is­kennd. „Þetta hefur ekki breyst í mínum huga.“Hins vegar hafi leið­bein­ingar frá Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni (WHO) breyst og rann­sóknir sýnt að við vissar aðstæð­ur, þar sem ekki er hægt að við­halda fjar­lægð­ar­mörkum milli fólks, geti þær gert gagn. „Og það er akkúrat það sem við erum að nýta okk­ur“.Sótt­varna­læknir minnti að lokum á að sam­staða hefði ein­kennt allar aðgerðir sem gripið hefði verið til hér á landi til þessa. „Við höfum sýnt það fram að þessu og við getum gert það áfram.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent