83 nú með COVID-19

Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.

Landspítalinn
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem greinst hefur með virkt smit af kór­ónu­veirunni hér á landi síð­ustu daga er nú orð­inn 83. Slíkur fjöldi hefur ekki verið með COVID-19 hér á landi síðan 30. apríl er til­fellin voru 86. Fyrst komst fjöld­inn yfir átta­tíu 10. mars er 82 voru með virk smit. 

Þrjú ný til­felli greindust í gær, tvö hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala og eitt hjá Íslenskri erfða­grein­ingu. Rann­sökuð voru 233 sýni hjá Land­spít­al­anum og 534 hjá Íslenskri erfða­grein­ingu.

Auglýsing

Í gær voru  670 manns í sótt­kví en í dag er fjöld­inn kom­inn í 734. Einn liggur enn á sjúkra­húsi með COVID-19. 

Flestir hinna sýktu eru búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá eru flestir í ald­urs­hópnum 18-29 ára eða 27 sjúk­ling­ar.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í morgun að bar­áttan við kór­ónu­veiruna væri meira en nokkrar orr­ustur – hún væri lang­tíma stríð. Ef vilji væri til að halda áfram á sömu braut yrði fram­haldið það að herða þyrfti og slaka á aðgerðum til skipt­ist næstu mán­uði og jafn­vel ár. Nú þyrftu fleiri að koma að borð­inu. Bar­áttan snérist ekki lengur aðeins um sótt­varn­ir, sem yrðu þó áfram hans sjón­ar­mið, heldur einnig póli­tík og efna­hags­mál.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent