Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.

Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Auglýsing

Rauði kross­inn á Íslandi hefur hafið neyð­ar­söfnun vegna spreng­ing­anna sem urðu í Beirút höf­uð­borg Líbanon í gær og tekur þannig þátt í átaki Rauða kross hreyf­ing­ar­innar á heims­vísu.

Stað­fest er að 135 manns séu látin og yfir fimm þús­und særð en ótt­ast er að tölur um fjölda lát­inna og særðra muni hækka, því enn er margra sakn­að. Spít­alar í borg­inni urðu einnig sumir mjög illa úti og ljóst að mikið end­ur­bygg­ing­ar­starf er framundan í borg­inn­i.

Rauði kross­inn segir á vef­síðu sinni að ljóst sé að þörfin fyrir neyð­ar­að­stoð sé gríð­ar­leg, en yfir­völd í Líbanon hafa gefið það út að heim­ili yfir 300.000 manns séu óíbúð­ar­hæf eftir spreng­ing­arn­ar.

„Þá ber að hafa í huga að Líbanon er það ríki sem hýsir hæsta hlut­fall flótta­fólks í heimi miðað við höfða­tölu. Um fjórð­ungur íbúa er flótta­fólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýr­landi. Þessar ham­farir koma að auki ofan í COVID-19 far­ald­ur­inn og ótt­ast er að sú ringul­reið sem skap­ast hefur í kjöl­far spreng­ing­ar­innar kunni að valda aukn­ingu í smit­um, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna per­sónu­legu hrein­læti og við­hafa fjar­lægð­ar­tak­mörk,“ segir á vef Rauða kross­ins.

Auglýsing

Hægt er að styrkja hjálp­ar­starf Rauða kross­ins um 2.900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í núm­erið 1900, en einnig má leggja inn á reikn­ing 0342-26-12, kt. 530269-2649.

For­seti Íslands sendi Líbönum kveðju

Guðni Th. Jóhann­es­son for­seti Íslands sendi Mich­ael Aoun for­seta Líbanons sam­úð­ar­kveðju sína og íslensku þjóð­ar­innar fyrr í dag. Hann sagði að hugur lands­manna væri nú með þeim sem sön­uðu ást­vina sinna og hefðu misst heim­ili vegna þessa skelfi­lega atburð­ar.

Einnig minnti hann á að íslensk stjórn­völd væru fús til að útvega aðstoð við björg­un­ar­að­gerðir í borg­inni, en Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is- og þró­un­ar­mála­ráð­herra sagði hið sama í yfir­lýs­ingu í gær.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent