Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða

Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.

Katrín, Sigurður Ingi og Bjarni Ben - Þingsetning 2019
Auglýsing

Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír tapa fylgi milli mán­aða sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup. Sam­eig­in­legt fylgi þeirra var 46,2 pró­sent í lok júní­mán­aðar en um nýliðin mán­aða­mót var það 41,7 pró­sent. Fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hefur því lækkað um 4,5 pró­sentu­stig á einum mán­uði eða um tíu pró­sent. 

Þeir mæl­ast nú sam­an­lagt með 11,2 pró­sentu­stigum minna fylgi en þeir fengu í þing­kosn­ing­unum 2017. Nýverið var til­kynnt að næstu kosn­ingar fari fram 25. sept­em­ber 2021.

Sá flokkur sem bætir mestu við sig milli mán­aða eru Pírat­ar, sem mæl­ast nú með 13,9 pró­sent fylgi. Það er 3,2 pró­sentu­stigum meira en í lok júní sem þýðir að flokk­ur­inn bætir við sig tæp­lega 30 pró­sent fylgi á milli mán­aða. 

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn er líkt og vana­lega stærsti flokkur lands­ins og mælist með 23,2 pró­sent fylgi. Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herra, tapar 2,9 pró­sentu­stigum milli mán­aða og sam­tals segj­ast 10,9 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn. Þriðji stjórn­ar­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, dalar líka milli mán­aða og mælist nú með 7,6 pró­sent fylg­i. 

Sam­fylk­ingin stendur nán­ast í stað milli mán­aða og segj­ast 14,8 pró­sent kjós­enda styðja flokk­inn. Sömu sögu er að segja um Við­reisn sem mælist nú með 10,8 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisnar er nú 39,5 pró­sent, en flokk­arnir þrír fengu 28 pró­sent atkvæða 2017. 

Mið­flokk­ur­inn mælist í kjör­fylgi um þessar mundir þar sem 10,6 pró­sent kjós­enda segj­ast styðja flokk­inn. Flokkur fólks­ins myndi fá 4,3 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag og Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með 3,8 pró­sent fylg­i. 

Lið­lega tíu pró­sent aðspurðra tóku ekki afstöðu eða neit­uðu að gefa hana upp og sama hlut­fall sagði að hann myndi skila auðu eða ekki kjósa.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina heldur áfram að dala í könn­unum Gallup og mælist nú 55,4 pró­sent. Mestur mæld­ist hann 74,1 pró­sent í des­em­ber 2017 og hann reis einnig umtals­vert eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á, en í lok apríl mæld­ist stuðn­ing­ur­inn 61,3 pró­sent.

Nið­ur­stöð­urnar á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 2. til 30. júní 2020. Heild­ar­úr­taks­stærð var 10.274 og þátt­töku­hlut­fall var 51,7 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,1-1,3 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent