Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum

Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Nor­ræna flutn­iniga­manna­sam­bandið (NTF) for­dæmir fram­komu Icelandair í garð Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) í nýlegum kjara­samn­inga­við­ræð­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá NTF sem sam­bandið sendi frá sér í gær.Icelandair sleit samn­inga­við­ræðum við FFÍ og sagði upp öllum flug­freyjum sínum um miðjan júlí. Í kjöl­farið áttu flug­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð í vélum Icelandair og félagið ætl­aði að leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila. Nokkrum dögum síðar var nýr kjara­samn­ingur milli Icelandair og FFÍ und­ir­rit­að­ur.Í til­kynn­ing­unni lýsir NTF yfir miklum von­brigðum með þessa ákvörðun Icelanda­ir. Sam­tökin segja það einnig áhyggju­efni að slíkum brögðum sé beitt. Því miður hafi sams­konar aðgerðum verið beitt í kjara­við­ræðum ann­ars flug­fé­lags og nú, mörgum árum síð­ar, er and­inn í starfs­manna­hópi þess flug­fé­lags enn ekki samur að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing


Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur leikið fyr­ir­tæki í hinum ýmsu geirum grátt og ekki síst fyr­ir­tæki sem sinna fólks­flutn­ing­um. Að mati NTF er það ekki lausn á þeim rekstr­ar­vanda sem fyr­ir­tækin standa frammi fyrir að þrýsta á stétt­ar­fé­lög með hót­unum sem ógni heild­ar­samn­ing­um.Líkt og áður segir for­dæma sam­tökin þessa til­högun en þau hvetja jafn­framt Icelandair til þess að reyna að hlúa að vinnu­um­hverf­inu til þess að efla traust milli allra þeirra sem hlut eiga að máli.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent