Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum

Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Nor­ræna flutn­iniga­manna­sam­bandið (NTF) for­dæmir fram­komu Icelandair í garð Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ) í nýlegum kjara­samn­inga­við­ræð­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá NTF sem sam­bandið sendi frá sér í gær.Icelandair sleit samn­inga­við­ræðum við FFÍ og sagði upp öllum flug­freyjum sínum um miðjan júlí. Í kjöl­farið áttu flug­menn að taka að sér störf örygg­is­liða um borð í vélum Icelandair og félagið ætl­aði að leita eftir samn­ingum við annan samn­ings­að­ila. Nokkrum dögum síðar var nýr kjara­samn­ingur milli Icelandair og FFÍ und­ir­rit­að­ur.Í til­kynn­ing­unni lýsir NTF yfir miklum von­brigðum með þessa ákvörðun Icelanda­ir. Sam­tökin segja það einnig áhyggju­efni að slíkum brögðum sé beitt. Því miður hafi sams­konar aðgerðum verið beitt í kjara­við­ræðum ann­ars flug­fé­lags og nú, mörgum árum síð­ar, er and­inn í starfs­manna­hópi þess flug­fé­lags enn ekki samur að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing


Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur leikið fyr­ir­tæki í hinum ýmsu geirum grátt og ekki síst fyr­ir­tæki sem sinna fólks­flutn­ing­um. Að mati NTF er það ekki lausn á þeim rekstr­ar­vanda sem fyr­ir­tækin standa frammi fyrir að þrýsta á stétt­ar­fé­lög með hót­unum sem ógni heild­ar­samn­ing­um.Líkt og áður segir for­dæma sam­tökin þessa til­högun en þau hvetja jafn­framt Icelandair til þess að reyna að hlúa að vinnu­um­hverf­inu til þess að efla traust milli allra þeirra sem hlut eiga að máli.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent