Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala

Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Þrír sjúk­lingar eru nú lagðir inn á Land­spít­ala vegna kór­ónu­veiru­sýk­ing­ar. Einn var lagður inn í gær og er sá á tví­tugs­aldri. Hann er ekki á gjör­gæslu. Þetta kom fram í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Fund­ur­inn í dag var sá 100. sem almanna­varnir boða til frá því að fyrsta kór­ónu­veirusmitið greind­ist hér á landi í lok febr­ú­ar.

Fram hefur komið að hinir ein­stak­ling­arnir tveir eru á níræð­is­aldri og 31 árs. Sá síð­ar­nefndi er í önd­un­ar­vél á gjör­gæslu.

Þórólfur sagð­ist vera að vinna að nýju minn­is­blaði um áfram­hald­andi aðgerðir bæði á landa­mærum og inn­an­lands þegar núver­andi aðgerðum lýkur 13. ágúst. Hann sagði að hann myndi í minn­is­blaði til ráð­herra velta upp nokkrum val­kostum um fram­tíð­ar­að­gerðir á landa­mærum Íslands og einnig sagð­ist hann vera með það til skoð­unar að láta eins metra nánd­ar­reglu gilda hér, til dæmis í skól­um.

AuglýsingÞað er talað um að eins metra nánd­ar­mörk minnki líkur á smiti fimm­falt, sagði Þórólfur og minnt­ist á að hún væri notuð í Nor­egi. Einnig kom fram í máli Þór­ólfs að til skoð­unar væri að hætta svo­kall­aðri sýna­töku tvö þar sem henni fylgi mikið álag og að ein­ungis tvö sýni af 8.000 slíkum hafa reynst jákvæð fyrir COVID-19.

Þá sagði hann að til skoð­unar væri að leyfa íþróttir með snert­ingu eftir 13. ágúst  og leyfa knatt­spyrnu til dæmis að hefj­ast aft­ur. 

Það er hins vegar mik­il­vægt að sjá fyrir end­ann á þeim far­aldri sem nú er í gangi áður en hægt verður að létta á þeim tak­mörk­unum sem hafa verið í gangi, sagði Þórólf­ur, sem telur þó ekki efni til þess að herða enn frekar á tak­mörk­un­um.

Ell­efu smit tengd hóp­sýk­ingu í Eyjum

Tveir greindust jákvæðir í gær, báðir í skimun Íslenskrar erfða­grein­ingar í Vest­manna­eyj­um. Alls hafa 11 ein­stak­lingar greinst í hóp­sýk­ing­unni sem teng­ist Vest­manna­eyj­um.

Áfram er fólk að grein­ast með sama afbrigði veirunnar og áður og lang­flestir af þeim 117 sem greinst hafa inn­an­lands und­an­farnar vikur eru með þetta afbrigði veirunn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent