Tíu staðreyndir um sumarveðrið 2020

Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir í sumar og meðalhitinn ekki verið sérstaklega hár víðast hvar. En fleiri sólarstunda höfum við fengið að njóta en oft áður og úrkoman hefur meira að segja reynst undir meðallagi. Og ágúst lofar góðu.

Dæmigerð veðurkort sumarsins.
Dæmigerð veðurkort sumarsins.
Auglýsing

1. Einar spáði svölu sumri

Sum­ar­dag­ur­inn fyrsti kom upp á 23. degi apr­íl­mán­aðar í ár. „Það eru ívið meiri líkur á því en minni að sum­arið verði í sval­ara lag­i,“ sagði Einar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ingur og rit­stjóri Bliku.is, þann dag í sam­tali við Kjarn­ann er hann var beð­inn um að rýna í lang­tíma­spár til næstu þriggja mán­aða. Hann sagði marga óvissu­þætti uppi en að útlit væri að minnsta kosti fyrir gott vor­veð­ur.

2. Vor­veðrið almennt gott

Spá Ein­ars reynd­ist rétt því að maí reynd­ist óvenju þurr og sól­ríkur norð­aust­an­lands. Hiti var alls staðar yfir með­al­lagi áranna 1961 til 1990 en um og yfir með­al­tali síð­ustu tíu ára. 

Með­al­hiti í Reykja­vík og á Akur­eyri var 0,2 stigum yfir með­al­lagi síð­ustu tíu ára. Hæsti hiti mán­að­ar­ins mæld­ist 19,7 stig á Skjald­þings­stöðum þann 29. Mest frost í mán­uð­inum mæld­ist -12,3 stig á Gagn­heiði þann 10. Mest frost í byggð mæld­ist -9,8 stig á Gríms­stöðum á Fjöllum sama dag. 

Þó nokkur snjór var á hálend­inu en allautt allan mán­uð­inn bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri.

Auglýsing

3. Hlýr júní (svona á íslenskan mæli­kvarða)

Almennt var hlýtt á land­inu í júní og tíð hag­stæð, að mati Veð­ur­stofu Íslands. Þá er nú ekki verið að miða við Spán­ar­hlý­indi eins og margir Íslend­ingar eru sólgnir í en fáir fengu að njóta í ár. Með hlý­indum í júní er átt við að með­al­hiti var yfir með­al­lagi þó „ekki væru þau hlý­indi afbrigði­leg á neinn hátt,“ skrif­aði Trausti Jóns­son veð­ur­fræð­ingur á blogg­síðu sína. „Sam­keppnin á þess­ari öld er þó hörð – flestallir júní­mán­uðir eftir alda­mót hafa verið hlý­ir,“ skrifar Trausti.

Hit­anum var þó aðeins mis­skipt. Um landið norð­aust­an- og aust­an­vert var mán­uð­ur­inn í „6. hlýjasta sæti á öld­inn­i,“ eins og Trausti orð­aði það, en suð­vest­an­lands var sval­ara og hiti í „12. hlýjasta sæt­i“.

Með­al­hiti í Reykja­vík var 10,2 stig, 0,1 stigi yfir með­al­lagi síð­ustu tíu ára. Á Akur­eyri var með­al­hit­inn 11,1 stig, 1,1 stigi yfir með­al­lagi síð­ustu tíu ára. 

Júní var þó bjart­ari en margir nafnar hans síð­ustu ára­tug­ina. Sól­skins­stundir í Reykja­vík mæld­ust 6,1 stund yfir með­al­lagi áranna 1961 til 1990 og á Akur­eyri mæld­ust sól­skins­stund­irnar 222,4, sem er 45,8 stundum fleiri en í með­al­ári.

4. Hita- og kulda­metin í júní

Hæsti hiti í júní mæld­ist 24,2 stig á Mörk í Landi. Mest frost mæld­ist -6,3 stig á Gagn­heiði en mest frost í byggð mæld­ist -4,6 stig á Reykjum í Fnjóska­dal. 

5. Júlí með þeim kald­ari á öld­inni

Sumarið var svalt en þó sólríkara en mörg önnur. Mynd: PexelsJúlí síð­ast­lið­inn fölnar í sam­an­burði við sama mánuð í fyrra en það er varla rétt­látur sam­an­burður því þá var með­al­hit­inn 13,4 stig – sá mesti á öld­inni.

Júlí í ár var fremur kaldur miðað við það sem algeng­ast hefur verið á síð­ari árum þó að hiti hafi hins vegar verið nærri með­al­lagi áranna 1961 til 1990. Miðað við það sem verið hefur á öld­inni, var hann ýmist næst kaldastur eða þriðji kaldastur síð­ustu 20 árin.

En hann var í raun alls kon­ar. Um hann miðjan gekk ill­viðri yfir og vind­hraða­met féllu, svo dæmi séu tek­in. Einna hlýj­ast var um landið suð­aust­an­vert, en hvað kald­ast um landið norð­an­vert og norð­aust­an­vert þar sem mán­uð­ur­inn var all­víða kald­ari en jún­í. 

Með­al­hiti í Reykja­vík var 10,7 stig, -1,3 stigi neðan með­al­lags síð­ustu tíu ára. Á Akur­eyri var með­al­hit­inn 10,1 stig og því -1,3 stigi neðan með­al­lags síð­ustu tíu ára. 

6. Þrettán frostanætur í júlí

Hæsti hiti mán­að­ar­ins mæld­ist 24,8 stig á Egils­staða­flug­velli. Mest frost mæld­ist -2,0 stig á Gríms­stöðum á Fjöllum og í Mið­fjarð­ar­nesi. Á stöð­inni á Dyngju­jökli fór frostið mest -9,5 stig þann 25. „Ekki hefur sést meira frost á hita­mæli á land­inu í júlí,“ segir í sam­an­tekt Veð­ur­stofu Íslands. Frost­nætur urðu alls 13 í mán­uð­inum sem er óvenju­legt, en hins vegar var það aðeins á fáum stöðvum í senn, í ýmsum lands­hlut­u­m.  

En samt var hann svo bjartur og sól­skins­stund­irnar í Reykja­vík voru til að mynda um þrjá­tíu fleiri en að með­al­tali á árunum 1961 til 1990. Á Akur­eyri mæld­ust sól­skins­stund­irnar 187,8 og er það 29 stundum fleiri en í með­al­ári.

7. Blautur júní framan af

Vindur og úrkoma voru víð­ast hvar nærri með­al­lagi í júní á heild­ina litið en þegar litið er til tutt­ugu fyrstu daga mán­að­ar­ins kemur í ljós að úrkoma í Reykja­vík hafi verið þá verið orðin hátt í 50 pró­sent umfram með­al­lag. 

Þegar Veð­ur­stofan gerði mán­uð­inn í heild upp kom í ljós að úrkoma í Reykja­vík mæld­ist 49,6 mm í júní sem er rétt undir með­al­lagi áranna 1961 til 1990. Á Akur­eyri mæld­ist hún  31,1 mm sem er 10 pró­sent umfram með­al­lag áranna 1961 til 1990. 

Dagar þegar úrkoma mæld­ist 1,0 mm eða meira í Reykja­vík voru 13, tveimur fleiri en í með­al­ári. Á Akur­eyri mæld­ist úrkoman 1,0 mm eða meiri í 10 daga sem er fjórum fleiri en í með­al­ári.

8. Úrkomu­met í júlí

Úrkoma í Reykja­vík mæld­ist 44,7 mm í júlí, 14 pró­sent undir með­al­lagi áranna 1961 til 1990. Á Akur­eyri mæld­ist hún 35,3 mm og er það rétt ofan með­al­lags áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mæld­ist 1,0 mm eða meira í Reykja­vík voru 7,3 færri en í með­al­ári. Á Akur­eyri mæld­ist úrkoman 1,0 mm eða meiri 6 daga, einum færri en í með­al­ári. 

Mikil úrkoma féll um norð­vest­an- og norð­an­vert landið í hvass­viðri um miðjan mánuð og féllu sól­ar­hringsúr­komu­met á fáeinum stöðv­um. Vart varð við skriðu­föll og ár urðu vatns­mikl­ar.

9. Meiri úrkoma – lægri hiti

Ef litið er til fyrstu sjö mán­aða árs­ins 2020 var með­al­hiti í Reykja­vík 4,7 stig og því -0,6 stigum undir með­al­lagi síð­ustu tíu ára. Með­al­hit­inn rað­ast í 41. sæti á lista 150 ára. Á Akur­eyri var með­al­hiti mán­að­anna sjö 4,1 stig, -0,4 stigum undir með­al­lagi síð­ustu tíu ára. Með­al­hit­inn þar rað­ast í 35. sæti á lista 140 ára. Úrkoman hefur hins vegar verið 13 pró­sent umfram með­al­lag í Reykja­vík, en 30 pró­sent umfram með­al­lag á Akur­eyri.

10. Blautir dagar syðra – hlýir eystra

En sum­arið er ekki búið. Hálfur ágúst­mán­uður er eft­ir. Hann byrj­aði reyndar sér­deilis vel aust­an­til á land­inu, þar sem hit­inn hefur farið vel yfir 20 gráð­urnar en var hins vegar vot­viðra­samur um hríð syðra. 

Ef veðrið fyrstu tíu daga mán­að­ar­ins er skoð­að, líkt og Trausti hefur nú gert á blogg­síðu sinni, kemur í ljós að með­al­hit­inn í höf­uð­borg­inni var -0,7 stigum neðan með­al­tals sem skip­aði honum í þriðja neðsta sæti ágúst­mán­aða síð­ustu tutt­ugu ára hvað hlý­indi varð­ar. Það sem af er öld­inni voru dag­arnir tíu kald­astir árið 2013, með­al­hiti þá 10,4 stig, en hlýj­astir voru þeir árið 2003, með­al­hiti 13,5 stig. 

Á Akur­eyri er með­al­hiti dag­ana tíu 1,4 stigum ofan með­al­lags áranna 1991 til 2020, en 2,1 stigi ofan með­al­lags síð­ustu tíu ára. 

Úrkoma í Reykja­vík mæld­ist 39,2 mm, nálægt tvö­falt með­al­lag, en 27,2 mm á Akur­eyri sem er meira en tvö­falt með­al­lag. Sól­skins­stundir voru aðeins 12,1 í Reykja­vík og hafa aðeins einu sinni verið færri fyrstu tíu daga ágúst­mán­að­ar. Það var árið 1916.

En skjótt geta veður skipst í lofti. Jafn­vel í ágúst. Í gær var sól­ríkt suð­vest­an­lands eftir rign­ingar dag­ana á und­an. Og veð­ur­spár næstu daga lofa góðu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent