Segir „svikalogn sumarsins“ vera að renna sitt skeið á enda

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það „hreinan barnaskap“ að halda að ferðamenn sem dvelji að meðaltali sjö til átta nætur á landinu komi til að „dúsa innilokaðir“ megnið af ferðinni. Hún telur atvinnustig verða miklu verra en óttast var.

Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Tvö­föld skimun og 4-5 daga sótt­kví allra sem koma til lands­ins mun bitna á öllu á sam­fé­lag­inu sam­kvæmt Bjarn­heiði Halls­dóttur for­manns Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Þetta segir Bjarn­heiður í nýrri skoð­ana­grein sinni, Menn­ing­ar­vet­ur­inn, sem birt­ist á Vísi. Þar segir hún ákvörð­un­ina vera enn eitt rot­höggið fyrir ferða­þjón­ustu á Íslandi. „Á end­anum líka, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr fyrir allt sam­fé­lag­ið,“ segir Bjarn­heið­ur.

Hún segir að allt eins hefði verið hægt að taka upp tveggja vikna sótt­kví fyrir alla þá sem koma til lands­ins ef mark­miðið sé að útrýma veirunni úr sam­fé­lag­inu. „Það munu fáir, ef ein­hverjir „venju­leg­ir“ ferða­menn, sem dvelja að með­al­tali 7-8 nætur á land­inu, koma til lands­ins til að dúsa inni­lok­aðir megnið af ferð­inni. Það er hreinn barna­skapur að halda að svo verð­i,“ segir Bjarn­heiður í grein sinni.

Auglýsing


Frosta­vetur fremur en menn­ing­ar­vetur fram undan

Bjarn­heiður gerir grein Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 15. þessa mán­aðar að umfjöll­un­ar­efni sínu en þar tal­aði Lilja um til­slak­anir til að auka menn­ing­ar­virkni. Bjarn­heiður seg­ist sam­mála Lilju um að listir og menn­ing gefi líf­inu gildi og séu mik­il­væg­ar. „Hins vegar er það deg­inum ljós­ara að svika­logn sum­ars­ins er nú að renna sitt skeið á enda. Það stöðv­að­ist end­an­lega við nýj­ustu tíð­indin af stjórn­ar­heim­il­inu. Að óbreyttu mun atvinnustigið innan skamms verða miklu verra en ótt­ast var,“ bætir Bjarn­heiður svo við.Hún segir að kaup­máttur muni minnka og einka­neysla drag­ast sam­an, sam­hliða lægri ráð­stöf­un­ar­tekjum stórs hluta starfs­manna á almennum mark­aði. Þá muni eft­ir­spurn erlendra ferða­manna eftir vörum og þjón­ustu stöðvast að sögn Mar­grét­ar. Hún lýkur svo grein sinni á efa­semd­ar­orðum um að menn­ingin geti vegið upp á móti því sem tap­ast með minnk­andi umsvifum í ferða­þjón­ustu: „Hvort menn­ing­ar­vet­ur­inn hennar Lilju Alfreðs­dóttur nái að vega þar upp á móti, leyfi ég mer að stór­ef­ast um. Kannski væri nær að byrja að búa sig undir frosta­vet­ur.“Miklir hags­munir í húfi

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um þá hafa stjórn­völd lagt mat á efna­hags­leg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferða­mönnum inn. Í minn­is­blaði rík­is­stjórn­ar­innar sem lagt var fram fyrir helgi var sagt að „efna­hags­legir hags­munir af því að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum geta hlaupið á hund­ruðum millj­arða króna á árs­grund­velli.“ Nið­ur­staða minn­is­blaðs­ins virð­ist vera sú að efna­hags­legur kostn­aður þess að hafa landa­mærin opin sé meiri en ábat­inn sem það skapi fyrir ferða­þjón­ust­u.  

Um efna­hags­lega hags­muni þess að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum segir í minn­is­blað­inu: „Þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst var korta­velta Íslend­inga inn­an­lands um 10 millj­örðum króna minni á mán­uði en hún hefði verið án far­ald­urs­ins eða sem sam­svarar um fjögur pró­sent af lands­fram­leiðslu hvers mán­að­ar. Í mörgum Evr­ópu­löndum þar sem beitt var harð­ari aðgerðum en á Íslandi dróst lands­fram­leiðsla saman um 10-20 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ung­i.“ Í minn­is­blað­inu kemur einnig fram að fram­lag hvers ferða­manns á hag­kerfið sé metið á 100 til 120 þús­und krónur og því er áætlað að þeir ferða­menn sem hafa heim­sótt landið frá því að tak­mörk­unum var lyft á landa­mærum Íslands um miðjan júní hafi lagt um átta millj­arða króna til efna­hags­lífs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent