Þórdís: Myndatakan ekki brot á reglum en var óþarfi og það hefði ekki átt að taka hana

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að hún hafi talið sig vera að fylgja reglum um nálægðartakmarkanir þegar hún var mynduð í mikilli nálægð með vinkonum sínum. Henni þykir leitt að myndatakan hafi átt sér stað.

Þórdís kolbrún
Auglýsing

„Ég skil vel hvernig þetta kom við fólk. Þessi mynda­taka af okkur saman í einum hópi, þrátt fyrir strangt til tekið skilj­ist mér að það sé ekki brot á ein­hverjum regl­um, að þá var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana. Og mér þykir það leitt.“

Þetta sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra, í fréttum RÚV í kvöld en myndir af vin­konu­hitt­ingi hennar um helg­ina, þar sem þær voru mynd­aðar nokkrum sinnum saman í einum hnappi, hefur sætt gagn­rýni í ljósi tveggja metra regl­unnar svoköll­uðu sem var ekki við­höfð við þær mynda­tök­ur. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kall­aði hegðun hennar „óheppi­lega“ í dag. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í Kast­ljósi í kvöld að það væri auð­vitað þannig að rík­ari kröfur væru gerðar til ráð­herra en ann­arra að passa sig í sínum ein­stak­lings­bundnu sótt­vörn­um.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær skrif­aði Þór­dís: „Ég átti lang­­þráðan frí­dag með æsku­vin­­konum mínum sem mér þykir vænt um og dag­­ur­inn, sem ég hafði hlakkað mikið til, var nær­andi. En dag­­ur­inn í dag síður og ein­fald­­ara hefði verið að ákveða að vera ekki með þeim.“

Í við­tal­inu við RÚV í kvöld sagði Þór­dís að það hafi ekki verið þannig að hún hefði þurft svo ofboðs­lega mikið á fríi að halda, heldur hefði verið lang­þráð að hitta æsku­vin­konur sín­ar. Þær búi í mis­mun­andi bæj­ar­fé­lögum og hitt­ist ekki oft. „Ég átta mig á að ég er í fram­línu og fronti og þetta er risa­stórt verk­efni og okkur líður öllum alls­kon­ar. En ég bara full­vissa fólk um að ég er að gera mitt besta og ég mun áfram segja að ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir séu mik­il­væg­asta verk­færið okkar í þess­ari veiru.“

Aðspurð hvort þeir sem væru að virða tveggja metra regl­una í sínu dag­lega lífi væru að mis­skilja til­mæli stjórn­valda sagði hún að almenna reglan væri tveggja metra regl­an. „Það er skylda rekstr­ar­að­ila að fólk geti komið inn á veit­inga­stað og við­haldið þess­ari tveggja metra reglu. En að öðru leyti finnst mér þrí­eykið hafa svarað þessu ágæt­lega í dag. Ég tek þetta til mín og vanda mig. En ég taldi mig að sjálf­sögðu vera að fylgja regl­u­m.“

Auglýsing
Fjölmargir hafa verið að fresta við­burðum á borð við ferm­ingum og jarð­ar­förum eftir að nálægð­ar­við­mið voru hert í lok síð­asta mán­að­ar, en þá sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra á blaða­manna­fundi að þar sem fólk kæmi saman og í allri starf­­semi yrði tveggja metra reglan við­höfð á milli ein­stak­l­inga. „Það er að segja að hún verði ekki lengur val­­kvæð heldur skyld­u­bund­in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­l­inga þá er kraf­ist not­k­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

Þór­dís sagði að þeir sem frest­uðu atburðum væru að taka ein­stak­lings­bundnar ákvarð­an­ir. „Ég myndi sjálf ekki halda hund­rað manna ferm­ing­ar­veislu. En það er líka stórt verk­efni að finna út úr því hvernig við gerum þetta sam­an. Ég átta mig á mínu hlut­verki í því.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent