Þórdís: Myndatakan ekki brot á reglum en var óþarfi og það hefði ekki átt að taka hana

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir að hún hafi talið sig vera að fylgja reglum um nálægðartakmarkanir þegar hún var mynduð í mikilli nálægð með vinkonum sínum. Henni þykir leitt að myndatakan hafi átt sér stað.

Þórdís kolbrún
Auglýsing

„Ég skil vel hvernig þetta kom við fólk. Þessi myndataka af okkur saman í einum hópi, þrátt fyrir strangt til tekið skiljist mér að það sé ekki brot á einhverjum reglum, að þá var hún óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana. Og mér þykir það leitt.“

Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, í fréttum RÚV í kvöld en myndir af vinkonuhittingi hennar um helgina, þar sem þær voru myndaðar nokkrum sinnum saman í einum hnappi, hefur sætt gagnrýni í ljósi tveggja metra reglunnar svokölluðu sem var ekki viðhöfð við þær myndatökur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði hegðun hennar „óheppilega“ í dag. 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Kastljósi í kvöld að það væri auðvitað þannig að ríkari kröfur væru gerðar til ráðherra en annarra að passa sig í sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum.

Í stöðuuppfærslu á Facebook í gær skrifaði Þórdís: „Ég átti lang­þráðan frí­dag með æsku­vin­konum mínum sem mér þykir vænt um og dag­ur­inn, sem ég hafði hlakkað mikið til, var nær­andi. En dag­ur­inn í dag síður og ein­fald­ara hefði verið að ákveða að vera ekki með þeim.“

Í viðtalinu við RÚV í kvöld sagði Þórdís að það hafi ekki verið þannig að hún hefði þurft svo ofboðslega mikið á fríi að halda, heldur hefði verið langþráð að hitta æskuvinkonur sínar. Þær búi í mismunandi bæjarfélögum og hittist ekki oft. „Ég átta mig á að ég er í framlínu og fronti og þetta er risastórt verkefni og okkur líður öllum allskonar. En ég bara fullvissa fólk um að ég er að gera mitt besta og ég mun áfram segja að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu mikilvægasta verkfærið okkar í þessari veiru.“

Aðspurð hvort þeir sem væru að virða tveggja metra regluna í sínu daglega lífi væru að misskilja tilmæli stjórnvalda sagði hún að almenna reglan væri tveggja metra reglan. „Það er skylda rekstraraðila að fólk geti komið inn á veitingastað og viðhaldið þessari tveggja metra reglu. En að öðru leyti finnst mér þríeykið hafa svarað þessu ágætlega í dag. Ég tek þetta til mín og vanda mig. En ég taldi mig að sjálfsögðu vera að fylgja reglum.“

Auglýsing
Fjölmargir hafa verið að fresta viðburðum á borð við fermingum og jarðarförum eftir að nálægðarviðmið voru hert í lok síðasta mánaðar, en þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi að þar sem fólk kæmi saman og í allri starf­semi yrði tveggja metra reglan við­höfð á milli ein­stak­linga. „Það er að segja að hún verði ekki lengur val­kvæð heldur skyldu­bund­in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­linga þá er kraf­ist notk­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

Þórdís sagði að þeir sem frestuðu atburðum væru að taka einstaklingsbundnar ákvarðanir. „Ég myndi sjálf ekki halda hundrað manna fermingarveislu. En það er líka stórt verkefni að finna út úr því hvernig við gerum þetta saman. Ég átta mig á mínu hlutverki í því.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent