Félag Björgólfs Thors setti 920 milljónir í eiganda DV á rúmum tveimur árum

Dalsdalur, félag skráð í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar, fékk alls 920 milljónir króna lánaðar frá haustinu 2017 og fram til síðustu áramóta til að borga fyrir tapreksturs útgáfufélags DV. Eini lánveitandi Dalsdals, og helsti bakhjarl, var Novator.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Auglýsing

Novator, fjár­fest­inga­fé­lag sem er leitt af Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni, lán­aði eig­anda útgáfu­fé­lags DV og tengdra miðla 920 millj­ónir króna á rúm­lega tveggja ára tíma­bili. Lán­in, sem eru vaxta­laus og ekki með til­greindan gjald­daga, eru ólík­leg til að inn­heimt­ast í ljósi þess að útgáfu­fé­lag­ið, sem ber nafnið Frjáls fjöl­miðl­un, var rennt inn í Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, fyrr á þessu ári vegna þess að rekst­ur­inn stóð ekki undir sér og félagið var á fallandi fæt­i. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi félags­ins Dals­dals ehf., sem átti útgáfu­fé­lags DV og tengdra aðila frá haustinu 2017 og fram á síð­asta vor. 

Eini lán­veit­and­inn og helsti bak­hjarl

Hlut­verk Novator sem fjár­magn­anda fjöl­miðla­rekst­urs­ins var ekki opin­beruð fyrr en um miðjan maí 2020, eftir að eig­enda­skipti höfðu orðið á Frjálsri fjöl­miðl­un. Það var gert í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um að heim­ila sam­runa Frjálsrar fjöl­miðl­unar og Torgs.

Auglýsing
Í ákvörð­un­ar­skjal­inu sagði að rekstur Frjálsrar fjöl­miðl­unar hefði verið erf­iður og móð­ur­fé­lag þess Dals­dalur hefði þurft að fjár­magna rekst­ur­inn að mestu leyti með láns­fé. „Af þeim sökum óskaði Sam­keppn­is­eft­ir­litið upp­lýs­inga um lán­veit­endur félag­anna. Þann 14. jan­úar 2020 bár­ust Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu samn­ingar frá sam­runa­að­il­um. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hefur verið eini lán­veit­andi Dals­dals og Frjálsrar fjöl­miðl­unar og helsti bak­hjarl fjöl­mið­ils­ins frá eig­enda­skiptum árið 2017.“

Skráður eig­andi Frjálsrar fjöl­miðl­unar var hins veg­ar, líkt og áður sagði, einka­hluta­fé­lagið Dals­dalur sem er í eigu lög­manns­ins Sig­urðar G. Guð­jóns­son­ar. Hann var þrá­spurður um fjár­mögnun félags­ins í fjöl­miðlum en neit­aði alltaf að svara því hvaðan rekstr­arfé Frjálsrar fjöl­miðl­unar kæmi.

Hlut­irnir í útgáfu­fé­lag­inu metnir á 340 millj­ónir

Í árs­reikn­ingi Dals­dals segir að lang­tíma­skuldir félags­ins séu 920 millj­ónir króna. Þær hækk­uðu um 175 millj­ónir króna á árinu 2019. Árið áður höfðu þær hækkað um 270 millj­ónir króna.

­Eignir Dals­dals eru sagðar vera 900 milljón króna virði. Þar af eru hlut­irnir í Frjálsri fjöl­miðl­un, sem var í miklum tap­rekstri og rekstr­ar­vanda um síð­ustu ára­mót, metnir á 340 millj­ónir króna. Auk þess átti Dals­dalur skulda­bréf upp á 560 millj­ónir króna sem eru til­komin vegna lána til Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar. Ekki er til­greint hvenær skuldin er á gjald­daga, að öðru leyti en að það er að minnsta kosti ekki fyrr en eftir að árið 2022 er lið­ið.

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg, sem tók líka yfir sjón­­varps­­stöð­ina Hring­braut og tengda miðla í fyrra, orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Torg tap­aði 212 millj­­­ónum króna á síð­­­asta ári eftir að hafa skilað 39 millj­­­óna króna hagn­aði árið 2018. ­­Stærsti eig­andi Torgs er Helgi Magn­ús­­son fjár­­­fest­ir, sem á 82 pró­­sent í sam­­stæð­unn­i.  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent