Félag Björgólfs Thors setti 920 milljónir í eiganda DV á rúmum tveimur árum

Dalsdalur, félag skráð í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar, fékk alls 920 milljónir króna lánaðar frá haustinu 2017 og fram til síðustu áramóta til að borga fyrir tapreksturs útgáfufélags DV. Eini lánveitandi Dalsdals, og helsti bakhjarl, var Novator.

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Auglýsing

Novator, fjárfestingafélag sem er leitt af Björgólfi Thor Björgólfssyni, lánaði eiganda útgáfufélags DV og tengdra miðla 920 milljónir króna á rúmlega tveggja ára tímabili. Lánin, sem eru vaxtalaus og ekki með tilgreindan gjalddaga, eru ólíkleg til að innheimtast í ljósi þess að útgáfufélagið, sem ber nafnið Frjáls fjölmiðlun, var rennt inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, fyrr á þessu ári vegna þess að reksturinn stóð ekki undir sér og félagið var á fallandi fæti. 

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins Dalsdals ehf., sem átti útgáfufélags DV og tengdra aðila frá haustinu 2017 og fram á síðasta vor. 

Eini lánveitandinn og helsti bakhjarl

Hlutverk Novator sem fjármagnanda fjölmiðlarekstursins var ekki opinberuð fyrr en um miðjan maí 2020, eftir að eigendaskipti höfðu orðið á Frjálsri fjölmiðlun. Það var gert í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að heimila samruna Frjálsrar fjölmiðlunar og Torgs.

Auglýsing
Í ákvörðunarskjalinu sagði að rekstur Frjálsrar fjölmiðlunar hefði verið erfiður og móðurfélag þess Dalsdalur hefði þurft að fjármagna reksturinn að mestu leyti með lánsfé. „Af þeim sökum óskaði Samkeppniseftirlitið upplýsinga um lánveitendur félaganna. Þann 14. janúar 2020 bárust Samkeppniseftirlitinu samningar frá samrunaaðilum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hefur verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017.“

Skráður eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar var hins vegar, líkt og áður sagði, einkahlutafélagið Dalsdalur sem er í eigu lögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar. Hann var þráspurður um fjármögnun félagsins í fjölmiðlum en neitaði alltaf að svara því hvaðan rekstrarfé Frjálsrar fjölmiðlunar kæmi.

Hlutirnir í útgáfufélaginu metnir á 340 milljónir

Í ársreikningi Dalsdals segir að langtímaskuldir félagsins séu 920 milljónir króna. Þær hækkuðu um 175 milljónir króna á árinu 2019. Árið áður höfðu þær hækkað um 270 milljónir króna.

Eignir Dalsdals eru sagðar vera 900 milljón króna virði. Þar af eru hlutirnir í Frjálsri fjölmiðlun, sem var í miklum taprekstri og rekstrarvanda um síðustu áramót, metnir á 340 milljónir króna. Auk þess átti Dalsdalur skuldabréf upp á 560 milljónir króna sem eru tilkomin vegna lána til Frjálsrar fjölmiðlunar. Ekki er tilgreint hvenær skuldin er á gjalddaga, að öðru leyti en að það er að minnsta kosti ekki fyrr en eftir að árið 2022 er liðið.

Með kaup­unum á DV og tengdum miðlum er Torg, sem tók líka yfir sjón­varps­stöð­ina Hring­braut og tengda miðla í fyrra, orðið að einu stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­­fyr­ir­tæki lands­ins.

Torg tap­aði 212 millj­­ónum króna á síð­­asta ári eftir að hafa skilað 39 millj­­óna króna hagn­aði árið 2018. ­Stærsti eig­andi Torgs er Helgi Magn­ús­son fjár­fest­ir, sem á 82 pró­sent í sam­stæð­unn­i.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent