Ráðherrar og #samstarf eigi ekki samleið

Ráðherra fékk þau skilaboð í áliti frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu í síðustu viku að ekki væri mælt með því að hún tæki þátt í viðburðum sem væru kynntir sem auglýsing eða samstarf við einkaaðila í framtíðinni.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra fékk þau svör frá skrif­stofu lög­gjaf­ar­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu í síð­ustu viku að ekki væri hægt að mæla með því að hún tæki þátt í við­burðum sem væru kynntir sem aug­lýs­ing eða sam­starf við einka­að­ila í fram­tíð­inni, nema sú þát­taka leiddi af og sam­rýmd­ist emb­ætt­is­skyldum henn­ar.

Þetta kemur fram í áliti skrif­stofu lög­gjaf­ar­mála, sem ráð­herra bað sjálf um að legði mat á það hvort þátt­taka hennar í sam­sæti, sem merkt var sem sam­starf við Icelandair Hot­els á sam­fé­lags­miðl­um, sam­rýmd­ist siða­reglum ráð­herra. Kjarn­inn fékk álitið afhent í dag og hægt er að nálg­ast það hér.

Sam­sæt­ið, sem var á Hilton Nor­dica-hót­el­inu í Reykja­vík, var tölu­vert til umfjöll­unar í fjöl­miðlum í síð­ustu viku. Helst var það af þeim sökum að það sýndi fram á að tveggja metra reglan svo­kall­aða hafði verið sett óskýrt fram í skila­boðum yfir­valda til almenn­ings, en einnig vakti það upp spurn­ingar að vin­konur ráð­herra höfðu þegið fríð­indi gegn því að taka þátt í sam­starfi með Icelandair Hot­els á Instagram.

Eins og fram hefur komið sagði skrif­stofa lög­gjaf­ar­mála, í áliti sínu, að miðað við þær for­sendur sem hún hefði gengið út frá mætti ætla að ekki væri um brot á siða­reglum ráð­herra að ræða.

Ráð­herra seg­ist hafa greitt fyrir allt sitt

Við gerð álits­ins var meðal ann­ars gengið út frá því að ráð­herra hafi greitt sjálf upp­sett verð fyrir þá þjón­ustu sem hún naut, þrátt fyrir að hluti vin­kvenna hennar hafi notið fjár­hags­lega góðs af sam­starf­inu, við­skipta­samn­ingi, sem Eva Laufey Kjaran sjón­varps­kona og áhrifa­valdur var með við Icelandair Hot­els.Auglýsing


Einnig sagði í álit­inu að ráð­herr­ann gæti ekki borið ábyrgð á því þótt aðrir gestir í sam­sæt­inu hefðu þegið fríð­indi og að það skipti máli að myndir sem birt­ust af ráð­herra á sam­fé­lags­miðlum hefðu ekki verið merktar sem aug­lýs­ing eða sam­starf, heldur ein­ungis aðrar myndir frá sama degi.

Kjarn­inn sendi Þór­dísi Kol­brúnu fyr­ir­­spurn og óskaði eftir því að fá að sjá kvitt­­anir fyrir því sem ráð­herr­ann greiddi. Í svari sem aðstoð­­ar­­maður hennar sendi Kjarn­­anum sagði: „Varð­andi ósk um afhend­ingu reikn­inga/kvitt­ana þá er það afstaða ráð­herra að ekki sé hægt að ætl­­­ast til þess að per­­són­u­­leg útgjöld séu opin­ber gögn; þau verða því ekki afhent.“

Baðst afsök­unar

Þór­dís Kol­brún birti sjálf brot úr áliti skrif­stofu lög­gjaf­ar­mála á Face­book í síð­ustu viku, þar sem hún einnig baðst afsök­unar á því að hafa ekki hagað gerðum sínum þannig að þær væru hafnar yfir vafa. „Ég gerði það ekki, biðst afsök­unar á því og mun læra af því,“ skrif­aði ráð­herra.

Skrif­stofa lög­gjaf­ar­mála segir í áliti sínu að af siða­reglum ráð­herra verði ráðið að ráð­herra beri að forð­ast allt athæfi sem gefur til kynna að ráð­herra not­færi sér stöðu sína í eig­in­hags­muna­skyni eins og frekast er unn­t. 

„Getur for­sæt­is­ráðu­neytið því ekki mælt með því að ráð­herra taki þátt í við­burðum sem eru að ein­hverju marki kynntir sem aug­lýs­ing eða sam­starf við einka­að­ila í fram­tíð­inni, nema um sé að ræða þátt­töku sem leiðir af og sam­rým­ist emb­ætt­is­skyldum ráð­herra,“ segir í álit­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent