Fengu gögn um þá stóru en ekki þá mörgu smáu

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gögn um 25 milljarða greiðslur til AirBnB-leigusala sem fengust afhent frá AirBnB á Írlandi nemi um 80 prósent heildargreiðslna, en varði einungis 30 prósent leigusala.

Embætti skattrannsóknastjóra hefur fengið gögn um 30 prósent þeirra aðila sem fengu hæstar greiðslur vegna AirBnB-útleigu á Íslandi á árunum 2015-2018.
Embætti skattrannsóknastjóra hefur fengið gögn um 30 prósent þeirra aðila sem fengu hæstar greiðslur vegna AirBnB-útleigu á Íslandi á árunum 2015-2018.
Auglýsing

Emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra fékk nýlega upp­lýs­ingar um greiðslur til um 30 pró­sent þeirra aðila sem voru að leigja út eignir í gegnum Air­BnB á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Emb­ættið fékk upp­lýs­ingar um greiðslur sem námu 25,1 millj­arði.

Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri segir í sam­tali við Kjarn­ann að sú upp­hæð nemi 80 pró­sent heild­ar­greiðslna sem bár­ust frá Air­BnB til aðila hér á landi. Þær hafa því í heild­ina numið um 30 millj­örðum króna á þessu fjög­urra ára tíma­bil­i.

„Við erum ekki með þessa mörgu mjög smá­u,“ segir Bryn­dís við blaða­mann, en fyrr í dag var greint frá því að upp­lýs­ing­arnar hefðu feng­ist frá Air­BnB á Írlandi með aðstoð frá írskum skatt­yf­ir­völd­um. Gögnin feng­ust ekki fyrr en eftir að sátt var gerð fyrir dómi um að afhenda þennan hluta gagn­anna, segir Bryn­dís.

„Það er bara oft þannig með þessar erlendu beiðnir að þetta tekur heill­angan tíma,“ segir Bryn­dís, en beiðni var form­lega send bréfleiðis til Air­BnB í upp­hafi árs 2019. Nú er emb­ættið að fara yfir gögnin og greina þau og segir Bryn­dís að það líti ekki út fyrir að verða mjög flókin grein­ing­ar­vinna.

Auglýsing

„Það þarf bara að bera þetta saman við skatt­skilin [...] og ef það sé ein­hver grunur um und­an­skot þá væru ein­hver mál tekin til rann­sókn­ar,“ segir Bryn­dís og bætir við að vænt­an­lega verði starf­inu for­gangs­raðað þannig að stærstu málin verði efst á blaði. Það sé venj­an.

„En við erum ekki komin þang­að. Við byrjum með autt blað, maður hugsar þetta þannig og kannski er þetta bara í lag­i,“ segir Bryn­dís. 

Aðspurð um hvað hæstu greiðsl­urnar til ein­staka aðila nemi háum fjár­hæðum segir Bryn­dís að emb­ættið hafi ákveðið að halda þeim upp­lýs­ingum að sér, að sinni, enda sé enn verið að fara yfir gögn­in, stemma þau af og púsla þeim sam­an.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent