Jón Óttar: Skilaboðin endurspegla „dómgreindarbrest af minni hálfu“

Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir að Samherji hafi ekki haft vitneskju um skilaboð sem hann sendi til Helga Seljan. Honum finnst miður að háttsemi hans sé bendluð við fyrirtækið. „Hún er alfarið á mína ábyrgð.“

Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar Ólafsson
Auglýsing

Jón Óttar Ólafsson segir að það hafi verið rangt af sér að senda Helga Seljan, blaðamanni hjá RÚV, SMS-skilaboð. Þau endurspegli dómgreindarbrest af hans hálfu og hann segist sjá mikið eftir að hafa sent þau. Jóni Óttari finnst miður ef þessi gagnrýniverða háttsemi hans verði á einhvern hátt bendluð við Samherja „og starfsfólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð“.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann hefur sent Kjarnanum vegna umfjöllunar sem birtist fyrr í dag. 

Í umfjölluninni var greint frá því að Jón Óttar, sem starfað hefur fyrir Samherja og er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hafi allt frá því að umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um viðskiptahætti Samherja í Namibíu birtist þann 12. nóvember á síðasta ári verið tíður gestur á Kaffifélaginu, kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur, einatt til að hitta á og ná tali af Helga Seljan – en þar hittist hópur fólks iðulega á morgnana til að spjalla um daginn og veginn. 

Auglýsing
Kjarninn greindi enn fremur frá því að Jón Óttar hafi ítrekað sent Helga skilaboð, bæði í gegnum SMS og Facebook-reikning eiginkonu sinnar. Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Stundinni sem fjallað hefur um Samherja, fékk einnig send skilaboð þar sem honum var hótað „umfjöllun“.

Í yfirlýsingu Jóns Óttars segir hann: 

„Vefritið Kjarninn fjallar í dag um SMS-skilaboð sem ég sendi Helga Seljan, fréttamanni hjá Ríkisútvarpinu. Það var rangt af mér að senda umrædd skilaboð, þau endurspegla dómgreindarbrest af minni hálfu og ég sé mikið eftir því að hafa sent þau. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að biðja Helga Seljan afsökunar á þessum sendingum. 

Án þess að ég vilji reyna að réttlæta skilaboðin og efni þeirra finnst mér mikilvægt að fram komi að ég hef undanfarið verið undir miklu álagi. Einkum vegna neikvæðrar umfjöllunar í fjölmiðlum um mig persónulega. Nær öll skilaboðin voru send fyrr í þessum mánuði þegar umrædd fjölmiðlaumfjöllun var hvað mest áberandi með tilheyrandi óþægindum fyrir mig og fjölskyldu mína. 

Þá finnst mér rétt að undirstrika að heimsóknir mínar á kaffihúsið Kaffifélagið við Skólavörðustíg voru ekki til þess að elta Helga Seljan, eins og kemur fram í umfjöllun Kjarnans, enda hef ég verið viðskiptavinur kaffihússins í mörg ár. Hafa heimsóknir mínar þangað ekkert með Helga að gera og er því umfjöllun Kjarnans röng hvað þetta snertir. Ég get hins vegar ekki stýrt því hvernig Helgi Seljan upplifir samskipti okkar í gegnum árin. 

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hef ég sinnt ráðgjöf fyrir Samherja hf. sem verktaki. Tekið skal fram að stjórnendur félagsins höfðu ekki vitneskju um skilaboð mín til Helga. Mér finnst miður ef þessi gagnrýniverða háttsemi mín verði á einhvern hátt bendluð við félagið og starfsfólk þess því hún er alfarið á mína ábyrgð.“

Hægt er að lesa umfjöllun Kjarnans um áreiti Jóns Óttars hér. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent