Efni frá Sagafilm verður boðið víðar í kjölfar erlendrar fjárfestingar

Dótturfélag stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu hefur keypt 25 prósent hlut í Sagafilm. Kaupverðið er trúnaðarmál, en forstjóri Sagafilm segir kaupin staðfesta að áætlanir fyrirtækisins undanfarin misseri hafi gengið.

Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Auglýsing

Beta Nor­dic Studi­os, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Beta Film, stærsta sjálf­stæða kvik­mynda­fyr­ir­tækis Evr­ópu, hefur keypt fjórð­ungs­hlut í íslenska fyr­ir­tæk­inu Sagafilm. Verður Sagafilm þar með hluti af Beta Nor­dic Studi­os, rétt eins og sænska fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Dramacorp og finnska fyr­ir­tækið Fis­her King. Kaup­verðið er trún­að­ar­mál.

„Þetta er bara frá­bært, það er í fyrsta lagi ein­hver sem hefur áhuga á þessu og í öðru lagi er til­bú­inn að borga fyrir það og koma með beina fjár­fest­ingu inn,“ segir Hilmar Sig­urðs­son for­stjóri Sagafilm í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að Sagafilm hafi verið í örum vexti und­an­farin ár og að fjár­fest­ing Beta-­sam­steypunnar sé stað­fest­ing á því að áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið að virka.

Hilmar Sigurðsson

Beta Film er sem áður segir stærsta fyr­ir­tækið í kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslu í Evr­ópu og hefur verið starf­andi frá 1953. „Þetta er alveg risa­fyr­ir­tæki, með skrif­stofur út um alla Evr­ópu og Amer­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Beta Nor­dic Studios er svo nor­ræni vink­ill­inn þeirra,“ segir Hilm­ar.

„Þetta styrkir okkur í dreif­ingu, það er alveg ljóst, en okkur finnst líka mik­il­vægt að við munum halda áfram að vinna með sömu sam­starfs­að­ilum í verk­efnum og við höfum verið að gera. En þetta styrkir okkur í dreif­ingu og það efni sem er til hérna mun koma til með að verða boðið víðar en núna er. Það er hluti af þessu mark­miði og að halda áfram að fram­leiða hágæða sjón­varps- og kvik­mynda­efn­i,“ segir Hilm­ar.

Auglýsing

Fyrst var greint frá kaup­unum á vefnum Vari­ety í dag, en þar var haft eftir Justus Ries­en­kampff, sem stýrir Norð­ur- og Nið­ur­landa­deild­inni hjá Beta Film að það sé mik­il­vægt að hafa snertifleti við Skand­in­avíu fyrir þýskt fyr­ir­tæki. „Við höfum kom­ist að því að Norð­ur­löndin fram­leiðar sumar af vin­sæl­ustu drama­ser­íum heims­ins á öðrum tungu­málum en ensku, rétt á eftir spænskum þátta­röð­u­m,“ segir Ries­en­kampff. Hann mun taka sæti í stjórn Sagafilm og það mun fram­kvæmda­stjóri Beta Nor­dic Studi­os, Martin Håkans­son, einnig gera.

Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi í för með sér neinar breyt­ingar á starf­semi Sagafilm, sem var stofnað árið 1978. Eig­endur Sagafilm eru KPR ehf. og HilGun ehf. og nú Beta Nor­dic Studi­os. Félagið velti 2,3 millj­örðum á árinu 2019 og skil­aði hagn­að­i. Sagafilm fram­leiðir hvers kyns kvik­myndir og sjón­varps­efni, auk þess að sinna þjón­ustu við erlend verk­efni og aug­lýs­ing­ar. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Sagafilm er félagið með fjögur stór verk­efni á mis­mun­andi stöðum í fram­leiðslu og þar af tvö í tökum um þessar mund­ir, en næsta frum­sýn­ing hjá Sagafilm er sjón­varps­þátta­röðin Ráð­herr­ann með Ólafi Darra Ólafs­syni í aðal­hlut­verki. Sýn­ingar hefj­ast á RÚV þann 20. sept­em­ber og í kjöl­farið víða um heim. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent