Efni frá Sagafilm verður boðið víðar í kjölfar erlendrar fjárfestingar

Dótturfélag stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu hefur keypt 25 prósent hlut í Sagafilm. Kaupverðið er trúnaðarmál, en forstjóri Sagafilm segir kaupin staðfesta að áætlanir fyrirtækisins undanfarin misseri hafi gengið.

Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Auglýsing

Beta Nor­dic Studi­os, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Beta Film, stærsta sjálf­stæða kvik­mynda­fyr­ir­tækis Evr­ópu, hefur keypt fjórð­ungs­hlut í íslenska fyr­ir­tæk­inu Sagafilm. Verður Sagafilm þar með hluti af Beta Nor­dic Studi­os, rétt eins og sænska fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Dramacorp og finnska fyr­ir­tækið Fis­her King. Kaup­verðið er trún­að­ar­mál.

„Þetta er bara frá­bært, það er í fyrsta lagi ein­hver sem hefur áhuga á þessu og í öðru lagi er til­bú­inn að borga fyrir það og koma með beina fjár­fest­ingu inn,“ segir Hilmar Sig­urðs­son for­stjóri Sagafilm í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að Sagafilm hafi verið í örum vexti und­an­farin ár og að fjár­fest­ing Beta-­sam­steypunnar sé stað­fest­ing á því að áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið að virka.

Hilmar Sigurðsson

Beta Film er sem áður segir stærsta fyr­ir­tækið í kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslu í Evr­ópu og hefur verið starf­andi frá 1953. „Þetta er alveg risa­fyr­ir­tæki, með skrif­stofur út um alla Evr­ópu og Amer­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Beta Nor­dic Studios er svo nor­ræni vink­ill­inn þeirra,“ segir Hilm­ar.

„Þetta styrkir okkur í dreif­ingu, það er alveg ljóst, en okkur finnst líka mik­il­vægt að við munum halda áfram að vinna með sömu sam­starfs­að­ilum í verk­efnum og við höfum verið að gera. En þetta styrkir okkur í dreif­ingu og það efni sem er til hérna mun koma til með að verða boðið víðar en núna er. Það er hluti af þessu mark­miði og að halda áfram að fram­leiða hágæða sjón­varps- og kvik­mynda­efn­i,“ segir Hilm­ar.

Auglýsing

Fyrst var greint frá kaup­unum á vefnum Vari­ety í dag, en þar var haft eftir Justus Ries­en­kampff, sem stýrir Norð­ur- og Nið­ur­landa­deild­inni hjá Beta Film að það sé mik­il­vægt að hafa snertifleti við Skand­in­avíu fyrir þýskt fyr­ir­tæki. „Við höfum kom­ist að því að Norð­ur­löndin fram­leiðar sumar af vin­sæl­ustu drama­ser­íum heims­ins á öðrum tungu­málum en ensku, rétt á eftir spænskum þátta­röð­u­m,“ segir Ries­en­kampff. Hann mun taka sæti í stjórn Sagafilm og það mun fram­kvæmda­stjóri Beta Nor­dic Studi­os, Martin Håkans­son, einnig gera.

Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi í för með sér neinar breyt­ingar á starf­semi Sagafilm, sem var stofnað árið 1978. Eig­endur Sagafilm eru KPR ehf. og HilGun ehf. og nú Beta Nor­dic Studi­os. Félagið velti 2,3 millj­örðum á árinu 2019 og skil­aði hagn­að­i. Sagafilm fram­leiðir hvers kyns kvik­myndir og sjón­varps­efni, auk þess að sinna þjón­ustu við erlend verk­efni og aug­lýs­ing­ar. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Sagafilm er félagið með fjögur stór verk­efni á mis­mun­andi stöðum í fram­leiðslu og þar af tvö í tökum um þessar mund­ir, en næsta frum­sýn­ing hjá Sagafilm er sjón­varps­þátta­röðin Ráð­herr­ann með Ólafi Darra Ólafs­syni í aðal­hlut­verki. Sýn­ingar hefj­ast á RÚV þann 20. sept­em­ber og í kjöl­farið víða um heim. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent