Efni frá Sagafilm verður boðið víðar í kjölfar erlendrar fjárfestingar

Dótturfélag stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu hefur keypt 25 prósent hlut í Sagafilm. Kaupverðið er trúnaðarmál, en forstjóri Sagafilm segir kaupin staðfesta að áætlanir fyrirtækisins undanfarin misseri hafi gengið.

Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Fjórðungshlutur í Sagafilm er kominn í eigu dótturfélags stærsta sjálfstæða kvikmyndafyrirtækis Evrópu.
Auglýsing

Beta Nor­dic Studi­os, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Beta Film, stærsta sjálf­stæða kvik­mynda­fyr­ir­tækis Evr­ópu, hefur keypt fjórð­ungs­hlut í íslenska fyr­ir­tæk­inu Sagafilm. Verður Sagafilm þar með hluti af Beta Nor­dic Studi­os, rétt eins og sænska fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Dramacorp og finnska fyr­ir­tækið Fis­her King. Kaup­verðið er trún­að­ar­mál.

„Þetta er bara frá­bært, það er í fyrsta lagi ein­hver sem hefur áhuga á þessu og í öðru lagi er til­bú­inn að borga fyrir það og koma með beina fjár­fest­ingu inn,“ segir Hilmar Sig­urðs­son for­stjóri Sagafilm í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að Sagafilm hafi verið í örum vexti und­an­farin ár og að fjár­fest­ing Beta-­sam­steypunnar sé stað­fest­ing á því að áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið að virka.

Hilmar Sigurðsson

Beta Film er sem áður segir stærsta fyr­ir­tækið í kvik­mynda- og sjón­varps­fram­leiðslu í Evr­ópu og hefur verið starf­andi frá 1953. „Þetta er alveg risa­fyr­ir­tæki, með skrif­stofur út um alla Evr­ópu og Amer­íku og Suð­ur­-Am­er­íku. Beta Nor­dic Studios er svo nor­ræni vink­ill­inn þeirra,“ segir Hilm­ar.

„Þetta styrkir okkur í dreif­ingu, það er alveg ljóst, en okkur finnst líka mik­il­vægt að við munum halda áfram að vinna með sömu sam­starfs­að­ilum í verk­efnum og við höfum verið að gera. En þetta styrkir okkur í dreif­ingu og það efni sem er til hérna mun koma til með að verða boðið víðar en núna er. Það er hluti af þessu mark­miði og að halda áfram að fram­leiða hágæða sjón­varps- og kvik­mynda­efn­i,“ segir Hilm­ar.

Auglýsing

Fyrst var greint frá kaup­unum á vefnum Vari­ety í dag, en þar var haft eftir Justus Ries­en­kampff, sem stýrir Norð­ur- og Nið­ur­landa­deild­inni hjá Beta Film að það sé mik­il­vægt að hafa snertifleti við Skand­in­avíu fyrir þýskt fyr­ir­tæki. „Við höfum kom­ist að því að Norð­ur­löndin fram­leiðar sumar af vin­sæl­ustu drama­ser­íum heims­ins á öðrum tungu­málum en ensku, rétt á eftir spænskum þátta­röð­u­m,“ segir Ries­en­kampff. Hann mun taka sæti í stjórn Sagafilm og það mun fram­kvæmda­stjóri Beta Nor­dic Studi­os, Martin Håkans­son, einnig gera.

Ekki er gert ráð fyrir að kaupin hafi í för með sér neinar breyt­ingar á starf­semi Sagafilm, sem var stofnað árið 1978. Eig­endur Sagafilm eru KPR ehf. og HilGun ehf. og nú Beta Nor­dic Studi­os. Félagið velti 2,3 millj­örðum á árinu 2019 og skil­aði hagn­að­i. Sagafilm fram­leiðir hvers kyns kvik­myndir og sjón­varps­efni, auk þess að sinna þjón­ustu við erlend verk­efni og aug­lýs­ing­ar. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Sagafilm er félagið með fjögur stór verk­efni á mis­mun­andi stöðum í fram­leiðslu og þar af tvö í tökum um þessar mund­ir, en næsta frum­sýn­ing hjá Sagafilm er sjón­varps­þátta­röðin Ráð­herr­ann með Ólafi Darra Ólafs­syni í aðal­hlut­verki. Sýn­ingar hefj­ast á RÚV þann 20. sept­em­ber og í kjöl­farið víða um heim. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent