Bjarni: Efnahagsstefna Viðreisnar bara tómt blað

Þingmaður Viðreisnar segir að ný og endurbætt fjármálastefna ríkisstjórnarinnar sé ekki skýr varðandi áætlanir hennar. Hann spyr hvort skref ríkisstjórnarinnar séu hreinlega ekki of lítil. Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir þessa gagnrýni.

Bjarni Benediktsson og Jón Steindór.
Bjarni Benediktsson og Jón Steindór.
Auglýsing

Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisn­ar, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tók­ust á í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Þing­mað­ur­inn spurði ráð­herra meðal ann­ars hvort skref rík­is­stjórn­ar­innar í aðgerðum í efna­hags­málum væru ekki ein­fald­lega of lít­il, taktur þeirra of hæg­ur. Bjarni svar­aði og sagð­ist ekki heyra Jón Stein­dór koma með „eitt ein­asta mál hér upp í ræðu­stól. Það er ekki frekar en að maður gat fundið eitt ein­asta mál í nýrri efna­hags­stefnu Við­reisn­ar. Það er bara ekki eitt ein­asta mál til­tekið – það er bara tómt blað.“

Jón Stein­dór sagði að á þessu ári hefði Alþingi sam­þykkt breyt­ingu á fjár­mála­stefnu tvisvar sinn­um. Breyt­ingin sem sam­þykkt var í gær gæfi til kynna að rík­is­stjórnin ætl­aði að dreifa við­brögðum sínum jafnt til næstu þriggja ára.

Auglýsing

Spyr hvers vegna verið sé að draga aðgerðir á lang­inn

„Horfur í efna­hags­málum eru slæmar og flestir spá­að­ilar sam­mála um að við erum að horfa fram á erf­iðan vetur þar sem atvinnu­leysi muni aukast. Hag­fræð­ingar eru sam­mála um að aðgerðir til að mæta sam­drætt­inum verði að koma fram núna.

Að dreifa þeim fram á næstu ár dregur ekki bara úr áhrifum þeirra núna heldur eykur líkur á verð­bólgu þegar atvinnu­lífið tekur við sér aft­ur,“ sagði Jón Stein­dór.

Fyr­ir­tækin þyrftu hrein­lega súr­efni á að halda til að við­halda ráðn­inga­sam­böndum sínum við laun­þega. Fyr­ir­tækin og sveit­ar­fé­lögin þyrftu enn fremur mögu­leika á hvata til þess að ráða til sín fólk eða við­halda virkni fólks­ins.

„Ný og end­ur­bætt fjár­mála­stefna rík­is­stjórn­ar­innar er ekki skýr um plan­ið. Allt sem er hvetj­andi fyrir störf er af hinu góða. Það er ekki bara það mann­lega í stöð­unni heldur ábyrgt efna­hags­lega. Það þarf að auð­velda fólki að skapa sér tæki­færi og tekj­ur, lækkar álögur á vinnu­veit­endur og skapa fyr­ir­tækjum hvata til þess að ráða fólk.

Ef rík­is­stjórnin er að veðja á að áfallið sé tíma­bundið eins og fjár­mála­ráð­herra segir sjálfur hvers vegna þá að draga aðgerðir á lang­inn? Hvers vegna ekki að bregð­ast hraðar við? Hvers vegna lagði ráð­herra fram fjár­mála­stefnu sem var ekki fram­þyngri en raun ber vitn­i?“ spurði hann.

„Eru skref rík­is­stjórn­ar­innar ekki ein­fald­lega of lít­il, taktur þeirra of hæg­ur?“

Allt sem ­rík­is­stjórnin hefur kynnt til sög­unnar á þessu ári gengið mjög vel

Bjarni svar­aði og benti á að ein­ungis hefði verðir búið að end­ur­skoða fjár­mála­stefn­una einu sinni á þessu ári en tvisvar á kjör­tíma­bil­inu. „En í þess­ari stefnu erum við að draga upp breiðu lín­urn­ar. Við erum að fjalla um heild­ar­af­kom­una, við erum að fjalla um skulda­þró­un­ina og við erum að segja að hvers vegna þörf sé á end­ur­skoðun stefn­unn­ar. Hvað hafi breyst í horfum hér inn­an­lands varð­andi hag­vöxt, atvinnu­sköpun og svo fram­veg­is. En við erum ekki að takast á við þær spurn­ingar sem hátt­virtur þing­maður ber hér fram og snúa að því hvernig við getum nákvæm­lega örv­að, hvaða lausnir við getum komið með að borð­inu. Það höfum við verið að gera í öðrum þing­málum hér fyrr á árinu og munum næst taka sér­stak­lega fyrir í fjár­mála­á­ætl­un­inni og í fjár­lög­un­um.“

Hann sagði að það sem rík­is­stjórnin hefur kynnt til sög­unnar á þessu ári hefði gengið mjög vel. „Hluta­bóta­leiðin hefur verið hér á þessum þing­dögum til umræðu og fram­leng­ing hennar og við sjáum að það er úrræði sem hefur gagn­ast mjög vel. En það er fjöl­margt annað sem sjaldnar er rætt um sem hefur einnig skipt máli: Frestun á gjald­dögum skilur eftir fjár­muni hjá fyr­ir­tækj­unum sem þau geti betur ein­beitt sér að því að fást við aðstæð­ur. Breyt­ingar á skatta­reglum – þannig að fyr­ir­tæki sem áttu eða höfðu vænt­ingar um að þurfa að greiða til rík­is­ins skatt á þessu ári vegna hagn­aðar á árinu 2019 – leiða til þess að þeir pen­ingar verða eftir inn í fyr­ir­tækj­unum og geta gagn­ast í rekstr­in­um. 

Fjár­fest­inga­á­tak rík­is­stjórn­ar­innar er sömu­leiðis að koma að gagni. Það kemur ofan á annað átak sem við höfum sér­stak­lega lagt upp með í sam­göngu­málum og kemur inn á fjöl­breytt svið mann­lífs­ins á Íslandi, allt frá sam­göngum yfir í grunn­rann­sóknir – ýmis­legt sem snertir sam­keppn­is­sjóð­ina og margt fleira. Hér er í raun og veru spurt: Af hverju gerum við ekki meira hrað­ar?“

Bjarni spurði á móti: „Hvað er það sem hátt­virtur þing­maður er að kalla eftir að gert verði sér­stak­lega? Sumir tala um að hið opin­bera eigi að stór­auka enn fremur fjár­fest­ingu sína, það gæti komið til álita að bæta eitt­hvað í, en ég held að við ættum að beina sjónum okkur að hinu raun­veru­lega vanda­máli sem er fall í fjár­fest­ingu einka­geirans.“

Rík­is­stjórnin farin að und­ir­búa sig fyrir næstu kosn­ing­ar?

Jón Stein­dór kom aftur í pontu og sagði: „Ósam­hverf og óskýr stefna. Hætta er á laus­ung í stjórn opin­berra fjár­mála með nýrri fjár­mála­stefnu ef hag­vöxtur verður meiri en búist var við. Þetta eru ekki mín orð heldur fjár­mála­ráðs. Það sem við erum að tala um er ein­fald­lega það að það þarf að sjá til þess að það sé hægt að halda uppi umsvifum í sam­fé­lag­inu þegar mest þarf á því að halda og það er á næstu örfáum mán­uð­um. Ef að veð­mál rík­is­stjórn­ar­innar og spá­að­ila er rétt um það að þetta verði stutt og snarpt. Það læð­ist hins vegar að manni sá grunur að það gæti verið að rík­is­stjórnin sé klók og hún sé þegar farin að und­ir­búa sig fyrir næstu kosn­ingar og ætli þá að eiga í vas­anum mál til þess að fjár­magna kosn­inga­lof­orð sem verða sett fram á næsta vetri.“

Orð sem hafa ekk­ert inni­hald

­Bjarni svar­aði og sagði að honum fynd­ist Jón Stein­dór hræra saman í eina skál mjög ólíkum hlut­um. „Ann­ars vegar því hvernig við beitum lögum um opin­ber fjár­mál til þess að veita aðhald og auka aga við stjórn opin­berra fjár­mála – sem er það sem að fjár­mála­ráð var að tjá sig um og lesið var upp hér í ræðu­stól – og hins vegar því ein­stöku aðgerðir sem það eru. Við erum ekki beint að fjalla um þær í fjár­mála­stefn­unni, þess­ari end­ur­gerðu. Eða hvaða ein­stöku aðgerðir það eru.“

Hann sagð­ist ekki heyra Jón Stein­dór koma með „eitt ein­asta mál hér upp í ræðu­stól. Það er ekki frekar en að maður gat fundið eitt ein­asta mál í nýrri efna­hags­stefnu Við­reisn­ar. Það er bara ekki eitt ein­asta mál til­tekið – það er bara tómt blað. Það er bara fyr­ir­sögnin að þetta sé efna­hags­stefnan og að það þurfi að gera eitt­hvað en það bara er ekk­ert inni­hald. Það er ekk­ert inni­hald.“

Þing­menn létu í sér heyra í þing­sal við þessi orð og má vænta að það hafi verið þing­menn Við­reisnar sem mót­mæltu þessum orð­um.

Bjarni hélt áfram: „Við köllum eftir því þegar menn koma og segja að það þurfi að fara ein­hverja aðra leið að menn lýsi þá upp um þá leið og leggi á borðið ein­hverjar raun­veru­legar til­lög­ur. Ein­hverjar raun­veru­legar til­lögur sem val­kost en standi ekki hér og gagn­rýni það sem er verið að gera með ein­hverjum almennum orðum sem hafa nákvæm­lega ekk­ert inni­hald.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent