„Ríkari kröfur“ gerðar til stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni

Fjármálaeftirlitið gerir „ríkari kröfur“ til þekkingar stjórnarmanna í stórum lífeyrissjóðum en minni og því er líklegra er að þeir sem taka sæti í stjórnum stórra sjóða séu kallaðir inn í munnlegt hæfismat af hálfu FME. Það er þó metið hverju sinni.

Þegar nýir stjórnarmenn taka sæti í lífeyrissjóðum þurfa þeir að standast hæfismat FME. Sumir eru teknir í munnlegt hæfismat, en ekki allir.
Þegar nýir stjórnarmenn taka sæti í lífeyrissjóðum þurfa þeir að standast hæfismat FME. Sumir eru teknir í munnlegt hæfismat, en ekki allir.
Auglýsing

Þegar nýir ein­stak­lingar taka sæti í stjórnum íslenskra líf­eyr­is­sjóða er hæfi þeirra til þess að gegna stjórn­ar­stör­f­unum alltaf metið sér­stak­lega af Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands (FME). Mis­jafnt er hvernig það hæf­is­mat fer fram og helg­ast það meðal ann­ars af stærð og umfangi sjóða hvort stjórn­ar­menn eru látnir und­ir­gang­ast munn­legt hæf­is­mat. 

„Rík­ari kröf­ur“ eru gerðar til þekk­ingar stjórn­ar­manna í stærri sjóðum en þeirra sem smærri eru, sam­kvæmt svörum FME við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um fram­kvæmd hæf­is­mats­ins.

Það sem af er ári hefur 21 nýr stjórn­ar­maður tekið sæti hjá íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, en ein­ungis sjö þeirra hafa verið teknir í munn­legt hæf­is­mat. Aðrar leiðir hafa verið not­aðar til þess að meta hæfi tíu og hæf­is­mat fjög­urra til við­bótar er í vinnslu þessa dag­ana, sam­kvæmt svari FME.

Auglýsing

„Stjórn­ar­menn senda inn viða­miklar upp­lýs­ing­ar, þ.á m. um mennt­un, þekk­ingu og reynslu þeirra, auk ítar­legs rök­stuðn­ings um hæfi þeirra til til­tek­innar stjórn­ar­setu. Munn­legt hæf­is­mat er ein­ungis einn þáttur til að meta þekk­ingu við­kom­andi. Ef upp koma efa­semdir um hæfi við­kom­andi stjórn­ar­manna eftir yfir­ferð á inn­sendum gögnum er við­kom­andi ávallt boð­aður í við­tal þar sem þekk­ing hans er könn­uð,“ segir í svari FME.

Kjarn­inn spurði hvað réði því hverjir væru teknir í munn­legt við­tal og hverjir ekki og fékk þau svör frá FME að litið væri til reglna um fram­kvæmd hæf­is­mats fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja.

Sam­kvæmt þeim reglum á FME sjálft að meta hvort stjórn­ar­menn eigi að gang­ast undir munn­legt mat. Við það mat skal, sam­kvæmt regl­un­um, meðal ann­ars horft til teg­und­ar, stærðar og umfangs rekst­urs­ins og þess hvort vafi sé á að við­kom­andi upp­fylli skil­yrði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki, um nægi­lega þekk­ingu og reynslu til að geta gegnt stöðu sinni á til­hlýði­legan hátt.

FME seg­ist í svari sínu ávallt hafa boðað stjórn­ar­menn ákveð­inna eft­ir­lits­skyldra aðila til við­tals, en með hlið­sjón af for­gangs­röðun bank­ans við úthlutun fjár­muna hefur við mat á hvaða aðilar eru ávallt boð­aðir til við­tals meðal ann­ars verið litið til stærðar og umfangs þeirra og að „­gerðar [séu] rík­ari kröfur til þekk­ingar eftir því sem stærð og umfang rekst­urs eft­ir­lits­skyldra aðila er meiri.“

„Helg­ast það við­mið af ýmsum sjón­ar­miðum m.a. ríkri ábyrgð stjórn­ar­manna, mögu­lega fleiri og/eða flókn­ari verk­efnum eftir stærð og umfangi og hugs­an­leg áhrif eft­ir­lit­skylds aðila á fjár­mála­stöð­ug­leika,“ segir í svari FME.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent