Fjölmiðlakonurnar og karlaáreitið

Frásögn Sofie Linde í skemmtiþætti á TV2 í Danmörku af framkomu karla gagnvart henni, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega 1.600 núverandi og fyrrverandi fjölmiðlakonur hafa í kjölfarið lýst stuðningi við Sofie Linde og hælt henni fyrir að segja frá.

Sofie Linde
Auglýsing

Sunnu­dags­kvöldið 6. sept­em­ber síð­ast­liðið sendi danska sjón­varps­stöðin TV2 Zulu út skemmti­þátt­inn Zulu Comedy Galla. Þátt­ur­inn, sem er eins konar árleg upp­skeru­há­tíð danskra grín­ara, hefur verið á dag­skrá Zulu rás­ar­innar um margra ára skeið og dregur alltaf til sín marga áhorf­end­ur. Stjórn­andi þátt­ar­ins er jafnan ein­hver þjóð­þekktur Dani, oft­ast leik­ari eða skemmti­kraft­ur. Stjórn­and­inn í ár var Sofie Linde. Hún er leik­ari en í heima­land­inu þekkt­ari sem stjórn­andi sjón­varps­þátta meðal ann­ars söng­keppn­inni X Factor sem um ára­bil var í danska sjón­varp­inu, DR, en er nú á sjón­varps­stöð­inni TV2.

X Factor er einn vin­sæl­asti dag­skrár­liður í dönsku sjón­varpi, og er eins og áður sagði söng­keppni, með útslátt­ar­fyr­ir­komu­lagi, og í lokin stendur einn kepp­andi, sig­ur­veg­ar­inn, eft­ir. Þátt­tak­endur hafa mis­mikla reynslu, en eru allir áhuga­menn á söngsvið­inu. Stundum hefur sigur í X Factor opnað þátt­tak­endum dyr, komið þeim á kortið eins og það er kall­að, en það er þó langt í frá algilt. Þegar X Factor keppnin flutt­ist frá DR yfir á TV2 fylgdi kynn­ir­inn Sofie Linde með og það gerði einnig Thomas Blachman, einn þriggja dóm­ara keppn­inn­ar. Thomas þessi er tón­list­ar­maður og þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlut­unum þegar hann dæmir kepp­end­ur.

Zulu Comedy Galla 2020

Eins og áður var nefnt var Zulu Comedy Galla 2020 sýnt á Zulu rás TV2 fyrir viku síð­an. Þátt­ur­inn var tek­inn upp í Óper­unni í Kaup­manna­höfn 26. ágúst. Þegar kynn­ir­inn, Sofie Linde, birt­ist á svið­inu sáu við­stadd­ir, sem vegna kór­ónu­veirunnar voru nú mun færri en venju­lega, að Sofie Linde var kona ekki ein­söm­ul. Hún til­kynnti strax í byrjun að þetta væri ekki mis­sýn, í bumbunni væri barn. Nánar til­tekið stúlka.

Auglýsing

Þótt Zulu Comedy Galla sé alla jafna skemmti­þáttur þar sem grín­ar­arn­ir, og þátta­stjórn­and­inn, láta vaða á súðum var það ekki spaugið og sprellið sem vakti mesta athygli að þessu sinni. Hefð er fyrir því að stjórn­andi skemmt­un­ar­innar flytji eins konar ávarp, oft­ast í gam­an­sömum tóni. Þannig var það ekki í þetta skipti. Sofie Linde tal­aði um tvennt, sem til þessa hefur verið hálf­gert feimn­is­mál meðal dansks fjöl­miðla­fólks. Launa­mál og áreitni í garð kvenna.

Launin

Thomas Blachman, sem minnst var á hér að framan er óum­deild stjarna X Factor þátt­anna og oft kall­aður seg­ull­inn sem dregur fólk að skján­um. Það segir sig sjálft að slíkur seg­ull selur sig dýrt, en launa­mál þessa fólks eru sjaldan til umræðu. Vitað er að Thomas Blachman fær vel greitt fyrir vinnu sína og greint var frá því í fréttum þegar annar dóm­ari í X Factor meðan þátt­ur­inn var á DR, Remee Jack­man sem er þekktur tón­list­ar­mað­ur, vildi fá sömu laun og Thomas Blachman. Hvernig það mál end­aði hefur ekki verið upp­lýst, en Remee fylgdi ekki með þegar þátt­ur­inn flutt­ist yfir á TV2.

Sofies Lindes tale i fuld længde ⭐️

Sej kvinde. Stor scene. Stærk budskab ❤

Posted by TV 2 ZULU on Sunday, Sept­em­ber 6, 2020
Þeir sem fylgd­ust með útsend­ingu á Zulu Comedy Galla sl. sunnu­dags­kvöld áttu lík­lega ekki von á að þar yrðu launa­mál til umræðu. En Sofie Linde „lét vaða“ eins og dönsku miðl­arnir orð­uðu það. Hún sagði frá því að laun hennar sem kynnis og þátta­stjórn­anda væru aðeins brot af því sem „stjörnu­dóm­ar­inn“ í X Factor fengi. Hún hefði farið fram á að fá sem svar­aði helm­ingi þeirrar greiðslu sem „stjörnu­dóm­ar­inn“ fær fyrir sína vinnu. Þótt Sofie Linde segði það ekki berum orðum fór ekki á milli mála að ástæð­una fyrir þessum mikla launa­mun mætti rekja til þeirrar stað­reyndar að hún er kona.

Þessi ummæli vöktu mikla athygli. En Sofie Linde lét ekki þar með staðar numið.

Áreitni og hót­anir

Sofie Linde, sem er þrí­tug, sagði frá því að þegar hún var átján ára og nýbyrjuð að vinna hjá DR, danska sjón­varp­inu, mætti hún í mat­ar­veislu starfs­manna (julefro­kost) í byrjun des­em­ber. Þar hefði þekktur sjón­varps­mað­ur, sem hún nafn­greindi ekki, komið til hennar og sagt orð­rétt: „Hvis du ikke går med ud og sutter min pik, så fuck­ing ødelæg­ger jeg din karri­er­e.“ Þessi hót­un­ar­orð þarfn­ast ekki þýð­ing­ar. Sofie Linden sagði að hún hefði strax sagt nei, og ekki einu sinni hugsað út í að þessi þekkti sjón­varps­maður gæti hugs­an­lega haft áhrif á störf hennar og fram­tíð­ar­mögu­leika.

Við­brögðin og stuðn­ings­bréfið

Þessi frá­sögn vakti gríð­ar­lega athygli og Sofie Linde og ummæli hennar voru á for­síðum allra danskra fjöl­miðla dag­inn eftir útsend­ingu Zulu Comedy Galla. Blaða­maður Politi­ken lýsti því þannig að „flóð­gáttir hafi opnast“, sú lýs­ing á vel við og þessi mál hafa verið áber­andi í miðl­unum alla síð­ast­liðna viku.

Dag­inn eftir útsend­ingu þátt­ar­ins skrif­uðu konur sem starfa á TV2 opið bréf til Sofie Linde. Þar sem þær lýsa stuðn­ingi við ummæli henn­ar, og segja að þau við­horf sem hún lýsti í þætt­inum séu enn til stað­ar. Í bréf­inu segir að Sofie Linde hafi verið gagn­rýnd fyrir að nefna ekki nafn manns­ins sem hót­aði henni, en bréf­rit­arar segja það rétta ákvörð­un, þetta mál snú­ist nefni­lega ekki um til­tek­inn ein­stak­ling, og ekki eigi að tala um hvað eigi, og þurfi, að gera ef konur verða fyrir áreitni af þessu tagi. Umræðan eigi að snú­ast um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir áreitn­ina. Ábyrgðin er þeirra sem ekki þekkja hvar mörkin liggja og sömu­leiðis vinnu­veit­enda sem þurfa að setja skýrar reglur og tryggja að konur geti sagt frá, án þess að þurfa að ótt­ast að missa vinn­una.

Sofie Linde er stjórnandi hæfileikakeppninnar X Factor í Danmörku. Mynd: X FactorEins og áður sagði voru það konur á TV2 sjón­varps­stöð­inni sem skrif­uðu stuðn­ings­bréfið. Næstu daga skrif­uðu rúm­lega 700 konur sem starfa á dönskum fjöl­miðlum og tengdum fyr­ir­tækjum undir bréf­ið. Þegar lokað var fyrir und­ir­skriftir á hádegi í gær, 12. sept­em­ber, höfðu sam­tals 1618 kon­ur, sem allar hafa starfað við fjöl­miðla, skrifað undir bréf­ið. Tugir kvenna sem starfa, eða hafa starfað, við danska fjöl­miðla hafa jafn­framt greint frá hlið­stæðum atvikum og Sofie Linde greindi frá á sviði Óper­unn­ar.

Yfir­menn stóru dönsku fjöl­miðl­anna hafa allir lýst yfir að þeir muni taka málið upp við starfs­fólk sitt. Og ekki láta sitja við orðin tóm.

Ráð­herra bregst við

Ummæli Sofie Linde og við­brögð vegna þeirra hafa ekki farið fram­hjá stjórn­mála­mönn­un­um.

Í gær, 12. sept­em­ber, greindi Mog­ens Jen­sen, ráð­herra jafn­rétt­is­mála frá því, í við­tali við Ritzau frétta­stof­una, að hann hyggð­ist á næst­unni ræða við Sofie Linde og fleiri fjöl­miðla­kon­ur. Jafn­framt ætl­aði að hann að hitta for­svars­menn atvinnu­rek­enda og sam­taka kvenna í dönsku atvinnu­lífi. Jafn­framt hyggð­ist ráð­herr­ann taka málið upp í þing­inu, Fol­ket­inget. Ráð­herr­ann sagði að þótt lög og leið­bein­ingar væru góð og gild skipti það sem hann kall­aði „vinnu­staða­kúlt­úr“ mestu máli. Það væri jafn­framt það sem erf­ið­ast yrði að breyta.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar