Fjölmiðlakonurnar og karlaáreitið

Frásögn Sofie Linde í skemmtiþætti á TV2 í Danmörku af framkomu karla gagnvart henni, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega 1.600 núverandi og fyrrverandi fjölmiðlakonur hafa í kjölfarið lýst stuðningi við Sofie Linde og hælt henni fyrir að segja frá.

Sofie Linde
Auglýsing

Sunnudagskvöldið 6. september síðastliðið sendi danska sjónvarpsstöðin TV2 Zulu út skemmtiþáttinn Zulu Comedy Galla. Þátturinn, sem er eins konar árleg uppskeruhátíð danskra grínara, hefur verið á dagskrá Zulu rásarinnar um margra ára skeið og dregur alltaf til sín marga áhorfendur. Stjórnandi þáttarins er jafnan einhver þjóðþekktur Dani, oftast leikari eða skemmtikraftur. Stjórnandinn í ár var Sofie Linde. Hún er leikari en í heimalandinu þekktari sem stjórnandi sjónvarpsþátta meðal annars söngkeppninni X Factor sem um árabil var í danska sjónvarpinu, DR, en er nú á sjónvarpsstöðinni TV2.

X Factor er einn vinsælasti dagskrárliður í dönsku sjónvarpi, og er eins og áður sagði söngkeppni, með útsláttarfyrirkomulagi, og í lokin stendur einn keppandi, sigurvegarinn, eftir. Þátttakendur hafa mismikla reynslu, en eru allir áhugamenn á söngsviðinu. Stundum hefur sigur í X Factor opnað þátttakendum dyr, komið þeim á kortið eins og það er kallað, en það er þó langt í frá algilt. Þegar X Factor keppnin fluttist frá DR yfir á TV2 fylgdi kynnirinn Sofie Linde með og það gerði einnig Thomas Blachman, einn þriggja dómara keppninnar. Thomas þessi er tónlistarmaður og þekktur fyrir að skafa ekki utan af hlutunum þegar hann dæmir keppendur.

Zulu Comedy Galla 2020

Eins og áður var nefnt var Zulu Comedy Galla 2020 sýnt á Zulu rás TV2 fyrir viku síðan. Þátturinn var tekinn upp í Óperunni í Kaupmannahöfn 26. ágúst. Þegar kynnirinn, Sofie Linde, birtist á sviðinu sáu viðstaddir, sem vegna kórónuveirunnar voru nú mun færri en venjulega, að Sofie Linde var kona ekki einsömul. Hún tilkynnti strax í byrjun að þetta væri ekki missýn, í bumbunni væri barn. Nánar tiltekið stúlka.

Auglýsing

Þótt Zulu Comedy Galla sé alla jafna skemmtiþáttur þar sem grínararnir, og þáttastjórnandinn, láta vaða á súðum var það ekki spaugið og sprellið sem vakti mesta athygli að þessu sinni. Hefð er fyrir því að stjórnandi skemmtunarinnar flytji eins konar ávarp, oftast í gamansömum tóni. Þannig var það ekki í þetta skipti. Sofie Linde talaði um tvennt, sem til þessa hefur verið hálfgert feimnismál meðal dansks fjölmiðlafólks. Launamál og áreitni í garð kvenna.

Launin

Thomas Blachman, sem minnst var á hér að framan er óumdeild stjarna X Factor þáttanna og oft kallaður segullinn sem dregur fólk að skjánum. Það segir sig sjálft að slíkur segull selur sig dýrt, en launamál þessa fólks eru sjaldan til umræðu. Vitað er að Thomas Blachman fær vel greitt fyrir vinnu sína og greint var frá því í fréttum þegar annar dómari í X Factor meðan þátturinn var á DR, Remee Jackman sem er þekktur tónlistarmaður, vildi fá sömu laun og Thomas Blachman. Hvernig það mál endaði hefur ekki verið upplýst, en Remee fylgdi ekki með þegar þátturinn fluttist yfir á TV2.

Sofies Lindes tale i fuld længde ⭐️

Sej kvinde. Stor scene. Stærk budskab ❤

Posted by TV 2 ZULU on Sunday, September 6, 2020


Þeir sem fylgdust með útsendingu á Zulu Comedy Galla sl. sunnudagskvöld áttu líklega ekki von á að þar yrðu launamál til umræðu. En Sofie Linde „lét vaða“ eins og dönsku miðlarnir orðuðu það. Hún sagði frá því að laun hennar sem kynnis og þáttastjórnanda væru aðeins brot af því sem „stjörnudómarinn“ í X Factor fengi. Hún hefði farið fram á að fá sem svaraði helmingi þeirrar greiðslu sem „stjörnudómarinn“ fær fyrir sína vinnu. Þótt Sofie Linde segði það ekki berum orðum fór ekki á milli mála að ástæðuna fyrir þessum mikla launamun mætti rekja til þeirrar staðreyndar að hún er kona.

Þessi ummæli vöktu mikla athygli. En Sofie Linde lét ekki þar með staðar numið.

Áreitni og hótanir

Sofie Linde, sem er þrítug, sagði frá því að þegar hún var átján ára og nýbyrjuð að vinna hjá DR, danska sjónvarpinu, mætti hún í matarveislu starfsmanna (julefrokost) í byrjun desember. Þar hefði þekktur sjónvarpsmaður, sem hún nafngreindi ekki, komið til hennar og sagt orðrétt: „Hvis du ikke går med ud og sutter min pik, så fucking ødelægger jeg din karriere.“ Þessi hótunarorð þarfnast ekki þýðingar. Sofie Linden sagði að hún hefði strax sagt nei, og ekki einu sinni hugsað út í að þessi þekkti sjónvarpsmaður gæti hugsanlega haft áhrif á störf hennar og framtíðarmöguleika.

Viðbrögðin og stuðningsbréfið

Þessi frásögn vakti gríðarlega athygli og Sofie Linde og ummæli hennar voru á forsíðum allra danskra fjölmiðla daginn eftir útsendingu Zulu Comedy Galla. Blaðamaður Politiken lýsti því þannig að „flóðgáttir hafi opnast“, sú lýsing á vel við og þessi mál hafa verið áberandi í miðlunum alla síðastliðna viku.

Daginn eftir útsendingu þáttarins skrifuðu konur sem starfa á TV2 opið bréf til Sofie Linde. Þar sem þær lýsa stuðningi við ummæli hennar, og segja að þau viðhorf sem hún lýsti í þættinum séu enn til staðar. Í bréfinu segir að Sofie Linde hafi verið gagnrýnd fyrir að nefna ekki nafn mannsins sem hótaði henni, en bréfritarar segja það rétta ákvörðun, þetta mál snúist nefnilega ekki um tiltekinn einstakling, og ekki eigi að tala um hvað eigi, og þurfi, að gera ef konur verða fyrir áreitni af þessu tagi. Umræðan eigi að snúast um hvernig hægt sé að koma í veg fyrir áreitnina. Ábyrgðin er þeirra sem ekki þekkja hvar mörkin liggja og sömuleiðis vinnuveitenda sem þurfa að setja skýrar reglur og tryggja að konur geti sagt frá, án þess að þurfa að óttast að missa vinnuna.

Sofie Linde er stjórnandi hæfileikakeppninnar X Factor í Danmörku. Mynd: X Factor


Eins og áður sagði voru það konur á TV2 sjónvarpsstöðinni sem skrifuðu stuðningsbréfið. Næstu daga skrifuðu rúmlega 700 konur sem starfa á dönskum fjölmiðlum og tengdum fyrirtækjum undir bréfið. Þegar lokað var fyrir undirskriftir á hádegi í gær, 12. september, höfðu samtals 1618 konur, sem allar hafa starfað við fjölmiðla, skrifað undir bréfið. Tugir kvenna sem starfa, eða hafa starfað, við danska fjölmiðla hafa jafnframt greint frá hliðstæðum atvikum og Sofie Linde greindi frá á sviði Óperunnar.

Yfirmenn stóru dönsku fjölmiðlanna hafa allir lýst yfir að þeir muni taka málið upp við starfsfólk sitt. Og ekki láta sitja við orðin tóm.

Ráðherra bregst við

Ummæli Sofie Linde og viðbrögð vegna þeirra hafa ekki farið framhjá stjórnmálamönnunum.

Í gær, 12. september, greindi Mogens Jensen, ráðherra jafnréttismála frá því, í viðtali við Ritzau fréttastofuna, að hann hyggðist á næstunni ræða við Sofie Linde og fleiri fjölmiðlakonur. Jafnframt ætlaði að hann að hitta forsvarsmenn atvinnurekenda og samtaka kvenna í dönsku atvinnulífi. Jafnframt hyggðist ráðherrann taka málið upp í þinginu, Folketinget. Ráðherrann sagði að þótt lög og leiðbeiningar væru góð og gild skipti það sem hann kallaði „vinnustaðakúltúr“ mestu máli. Það væri jafnframt það sem erfiðast yrði að breyta.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar