PLAY verður að hluta til í eigu erlendra aðila

Eignarhald lággjaldaflugfélagsins PLAY verður að hluta til erlent en félagið verður þó að langmestu leyti í eigu Íslendinga, samkvæmt núverandi eiganda.

Skúli Skúlason, eigandi PLAY.
Skúli Skúlason, eigandi PLAY.
Auglýsing

Skúli Skúla­son eig­andi flug­fé­lags­ins PLAY segir erlendan aðila munu eiga tölu­verðan hluta af flug­fé­lag­inu í fram­tíð­inni. Þó verði eig­enda­hóp­ur­inn að lang­mestu leyti íslensk­ur. Þetta kemur fram í ítar­legu við­tali Kjarn­ans við Skúla og Arnar Má Magn­ús­son, for­stjóra flug­fé­lags­ins. 

Í við­tal­inu segir Skúli að þrír hópar fjár­festa muni standa að félag­inu, en svo verði öðrum fjár­festum boðið að fylgja með: “Við erum komin langt með að loka við­ræðum við einn hóp og erum síðan í við­ræðum við nokkra aðra sem gætu verið hugs­an­legur þriðji aðili í þessum kjarna.” 

Aðspurður hvaðan þessir hópar koma segir Skúli að eig­end­urnir muni að lang­mestu leyti verða íslensk­ir. “Það er erlendur aðili sem er með ágætis hlut samt, en kemur með mikil verð­mæti að borð­inu fyrir rekst­ur­inn og fyrir félag­ið,” bætir hann við.

Auglýsing
Skúli fer fyrir hópi fjár­festa sem á félagið FEA ehf, en það félag varð eig­andi alls hluta­fjár Play í byrjun maí, þegar flug­fé­lagið gat ekki greitt til­baka brú­ar­lán sem FEA veitti því í fyrra­vet­ur. 

Í við­tal­inu sagði Arnar Már að eig­enda­skiptin hafi einnig falið í sér stefnu­breyt­ingu, þar sem fjár­mögn­unin kæmi nú að öllu leyti frá eig­endum félags­ins, en ekki frá lán­tak­end­um. Flug­fé­lagið hafði áður tryggt sér vil­yrði um lán frá breska fjár­fest­ing­ar­sjóðnum Athene Capi­tal í fyrra að and­virði rúmra 5,5 millj­arða króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent