Fagnar lendingu í málum ASÍ og Icelandair – „Ekkert nema jákvætt“

Formaður VR segir að samkomulag ASÍ og Icelandair gefi færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að samskiptum við stórfyrirtæki annars vegar og Samtök atvinnulífsins hins vegar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Ég fagna því ef deilu­að­ilar ná saman og ná sam­komu­lagi og lend­ingu í ágrein­ings­mál­um. Þetta var nú eitt af því sem okkur í VR fannst í sjálfu sér vera risa­stórt mál á sínum tíma. Ekki bara gagn­vart flug­freyj­um, heldur gagn­vart samn­ings­rétti stétt­ar­fé­laga. Og ef í þessu sam­komu­lagi fellst við­ur­kenn­ing af hálfu Icelanda­ir, stjórn­enda félags­ins og stjórn­enda Sam­taka atvinnu­lífs­ins, á því að þeir hafi farið út fyrir þann ramma sem vinnu­mark­að­ur­inn hefur sett sér, þá er það í sjálfur sér ekk­ert nema jákvætt.“

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, þegar hann er inntur eftir við­brögðum við sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Icelandair og Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) um að ljúka deilum sín á milli. Hann seg­ist hafa fengið að sjá drög að yfir­lýs­ing­unni í gær en hann sagði sig úr mið­stjórn ASÍ fyrr á árin­u. 

Kjarn­inn greindi frá því í dag að mið­­stjórn ASÍ hefði verið boð­uð á fund snemma í morg­un. Á þeim fundi var lögð fram sam­eig­in­­leg yfir­­lýs­ing ASÍ og Icelandair Group um að þau lykju deilum sín á milli sem staðið hafa yfir frá því um miðjan júlí, þegar Icelandair Group sagði upp öllum starf­andi flug­­­þjónum og -freyjum og sagð­ist ætla að semja við annað stétt­­ar­­fé­lag en þeirra. Þær deilur voru á leið fyrir Félags­­­dóm en sam­­kvæmt yfir­­lýs­ing­unni verður fallið frá þeirri veg­­ferð. 

Auglýsing

Átti ekki von á sátta­tón

„Í sjálfu sér hafa mínar skoð­anir og mín fyrri ummæli lítið með þetta að ger­a,“ segir Ragnar Þór þegar hann er spurður út í orð sem hann hefur áður látið falla meðal ann­ars um athafnir Icelandair í kjara­deilu flug­freyja.

Hann segir varð­andi tíma­setn­ingu sam­komu­lags­ins, en í morgun hófst hluta­fjár­út­boð Icelandair Group, að það sýni að málið standi mjög tæpt, sem og hluta­fjár­út­boðið sjálft. „Það hlýtur að vera lýsandi fyrir stemn­ing­una innan félags­ins og meðal stjórn­enda. Maður skynjar það og les úr þess­ari miklu óvissu sem er í kringum hluta­fjár­út­boðið og í kringum fram­tíð félags­ins. Alla­jafna hefði ég ekki talið – miðað við fram­gang félags­ins og stjórn­enda Sam­taka atvinnu­lífs­ins hingað til – að við ættum von á þessum mikla sátta­tón. En svo þegar vantar pen­inga þá eru menn til­búnir til að ganga lengra en þeir væru ann­ars lík­legir til að ger­a.“

„Eng­inn þrýst­ingur af okkar hálfu“

Ragnar Þór seg­ist fagna því mjög að ein­hver lend­ing sé komin í mál­ið. „Það er aldrei gott að vera með ein­hvers konar óvissu, hvort sem það er í formi átaka fyrir dóm­stólum eða eitt­hvað slíkt. Það gefur okkur færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að sam­skiptum við stór­fyr­ir­tæki ann­ars vegar og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hins veg­ar.“

Verka­lýðs­for­ystan hefur haldið uppi harðri orð­ræðu gagn­vart Icelandair og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins en Ragnar Þór, Drífa Snædal, for­maður ASÍ, og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hafa öll gagn­rýnt félagið og sam­tökin harð­lega. 

Ragnar Þór telur að afstaða innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til sam­komu­lags­ins verði ekki ein­hlít. „En hvað okkur hjá VR varðar þá vorum við löngu búin að taka afstöðu í þessu máli. Stjórnin sendi frá sér yfir­lýs­ingu á sínum tíma að beina því til stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóðs að fjár­festa ekki í Icelanda­ir. Þegar samn­ingar hins vegar náð­ust og félagið bakk­aði á þeirri veg­ferð, þótt skað­inn hefði verið skeð­ur, þá töldum við í stjórn VR – að þegar deilu­að­ilar setj­ast niður og skrifa undir samn­ing og hann síðan sam­þykktur – ekki for­sendur fyrir því að standa við yfir­lýs­ing­una, og við drógum hana til bak­a.“

Frá þeim tíma­punkti hafi algjör­lega verið ljóst af þeirra hálfu að málið væri komið inn á borð stjórnar Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna og starfs­manna þar og „það var alveg skýrt að það var eng­inn þrýst­ingur settur af okkar hálfu á stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins eða okkar full­trúa þar inni. Frekar gerðum við þetta til þess að minnka mögu­legan þrýst­ing og gefa fólki and­rými til að taka fag­lega og upp­lýsta ákvörðun um fjár­fest­ingu í félag­inu frá þeim verk­falls­reglum sem snúa fyrst og fremst að áhættu og ávöxt­un.“

Jákvætt þegar fólk nær saman

Ragnar Þór telur að þessi yfir­lýs­ing ASÍ og Icelandair hafi ekki mikið að segja varð­andi hluta­fjár­út­boð félags­ins. „Það er bara jákvætt ef fólk nær saman með ein­hverjum hætti og ég set mig ekk­ert upp á móti því. Mér finnst það bara vera mjög gott,“ segir hann. 

Ragnar Þór bendir á að skoðun hans hafi ekki breyst varð­andi stjórn Icelanda­ir. „Skoðun mín truflar ekki fólkið okkar í stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins við ákvarð­ana­töku – en það er bara þannig að ég hef rétt á minni skoð­un. En ég vona bara inni­lega að félag­inu verði bjargað þótt ég hafi þá skoðun að ég treysti ekki stjórn­endum Icelandair til að leiða þá vinnu áfram. Mér er auð­vitað umhugað um störfin og mér er umhugað um að félagið lifi – en það er ekki sama hvernig því verður bjarg­að. En ég er áður búinn að segja allt sem ég þarf að segja um stjórn­endur félags­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Bjarni Jónsson og Sylviane Lecoultre
Heilbrigðisstarfsfólk og dánaraðstoð
Kjarninn 26. september 2020
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson: „Eigum við ekki nóg með okkur sjálf núna?“
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir flóttamenn sem hafi komið til landsins nýverið muni „þyngja yfirlestað heilbrigðiskerfi“. Hann segir að fiskisagan um að á Íslandi fái fólk hæli hafi fengið byr undir báða vængi. Engar tölur styðja afstöðu þingmannsins.
Kjarninn 26. september 2020
Þrír af stærstu eigendum Eimskips með vinnubrögð félagsins til skoðunar
Lífeyrissjóðir landsins eiga meirihluta hlutafjár í Eimskip. Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir segjast allir vera með þau vinnubrögð félagsins, sem lýst var í fréttaskýringaþætti á fimmtudag, til skoðunar.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent