Fagnar lendingu í málum ASÍ og Icelandair – „Ekkert nema jákvætt“

Formaður VR segir að samkomulag ASÍ og Icelandair gefi færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að samskiptum við stórfyrirtæki annars vegar og Samtök atvinnulífsins hins vegar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

„Ég fagna því ef deilu­að­ilar ná saman og ná sam­komu­lagi og lend­ingu í ágrein­ings­mál­um. Þetta var nú eitt af því sem okkur í VR fannst í sjálfu sér vera risa­stórt mál á sínum tíma. Ekki bara gagn­vart flug­freyj­um, heldur gagn­vart samn­ings­rétti stétt­ar­fé­laga. Og ef í þessu sam­komu­lagi fellst við­ur­kenn­ing af hálfu Icelanda­ir, stjórn­enda félags­ins og stjórn­enda Sam­taka atvinnu­lífs­ins, á því að þeir hafi farið út fyrir þann ramma sem vinnu­mark­að­ur­inn hefur sett sér, þá er það í sjálfur sér ekk­ert nema jákvætt.“

Þetta segir Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, þegar hann er inntur eftir við­brögðum við sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Icelandair og Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) um að ljúka deilum sín á milli. Hann seg­ist hafa fengið að sjá drög að yfir­lýs­ing­unni í gær en hann sagði sig úr mið­stjórn ASÍ fyrr á árin­u. 

Kjarn­inn greindi frá því í dag að mið­­stjórn ASÍ hefði verið boð­uð á fund snemma í morg­un. Á þeim fundi var lögð fram sam­eig­in­­leg yfir­­lýs­ing ASÍ og Icelandair Group um að þau lykju deilum sín á milli sem staðið hafa yfir frá því um miðjan júlí, þegar Icelandair Group sagði upp öllum starf­andi flug­­­þjónum og -freyjum og sagð­ist ætla að semja við annað stétt­­ar­­fé­lag en þeirra. Þær deilur voru á leið fyrir Félags­­­dóm en sam­­kvæmt yfir­­lýs­ing­unni verður fallið frá þeirri veg­­ferð. 

Auglýsing

Átti ekki von á sátta­tón

„Í sjálfu sér hafa mínar skoð­anir og mín fyrri ummæli lítið með þetta að ger­a,“ segir Ragnar Þór þegar hann er spurður út í orð sem hann hefur áður látið falla meðal ann­ars um athafnir Icelandair í kjara­deilu flug­freyja.

Hann segir varð­andi tíma­setn­ingu sam­komu­lags­ins, en í morgun hófst hluta­fjár­út­boð Icelandair Group, að það sýni að málið standi mjög tæpt, sem og hluta­fjár­út­boðið sjálft. „Það hlýtur að vera lýsandi fyrir stemn­ing­una innan félags­ins og meðal stjórn­enda. Maður skynjar það og les úr þess­ari miklu óvissu sem er í kringum hluta­fjár­út­boðið og í kringum fram­tíð félags­ins. Alla­jafna hefði ég ekki talið – miðað við fram­gang félags­ins og stjórn­enda Sam­taka atvinnu­lífs­ins hingað til – að við ættum von á þessum mikla sátta­tón. En svo þegar vantar pen­inga þá eru menn til­búnir til að ganga lengra en þeir væru ann­ars lík­legir til að ger­a.“

„Eng­inn þrýst­ingur af okkar hálfu“

Ragnar Þór seg­ist fagna því mjög að ein­hver lend­ing sé komin í mál­ið. „Það er aldrei gott að vera með ein­hvers konar óvissu, hvort sem það er í formi átaka fyrir dóm­stólum eða eitt­hvað slíkt. Það gefur okkur færi á því að vinna á hreinni grunni þegar kemur að sam­skiptum við stór­fyr­ir­tæki ann­ars vegar og Sam­tök atvinnu­lífs­ins hins veg­ar.“

Verka­lýðs­for­ystan hefur haldið uppi harðri orð­ræðu gagn­vart Icelandair og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins en Ragnar Þór, Drífa Snædal, for­maður ASÍ, og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hafa öll gagn­rýnt félagið og sam­tökin harð­lega. 

Ragnar Þór telur að afstaða innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar til sam­komu­lags­ins verði ekki ein­hlít. „En hvað okkur hjá VR varðar þá vorum við löngu búin að taka afstöðu í þessu máli. Stjórnin sendi frá sér yfir­lýs­ingu á sínum tíma að beina því til stjórn­ar­manna líf­eyr­is­sjóðs að fjár­festa ekki í Icelanda­ir. Þegar samn­ingar hins vegar náð­ust og félagið bakk­aði á þeirri veg­ferð, þótt skað­inn hefði verið skeð­ur, þá töldum við í stjórn VR – að þegar deilu­að­ilar setj­ast niður og skrifa undir samn­ing og hann síðan sam­þykktur – ekki for­sendur fyrir því að standa við yfir­lýs­ing­una, og við drógum hana til bak­a.“

Frá þeim tíma­punkti hafi algjör­lega verið ljóst af þeirra hálfu að málið væri komið inn á borð stjórnar Líf­eyr­is­sjóð verzl­un­ar­manna og starfs­manna þar og „það var alveg skýrt að það var eng­inn þrýst­ingur settur af okkar hálfu á stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins eða okkar full­trúa þar inni. Frekar gerðum við þetta til þess að minnka mögu­legan þrýst­ing og gefa fólki and­rými til að taka fag­lega og upp­lýsta ákvörðun um fjár­fest­ingu í félag­inu frá þeim verk­falls­reglum sem snúa fyrst og fremst að áhættu og ávöxt­un.“

Jákvætt þegar fólk nær saman

Ragnar Þór telur að þessi yfir­lýs­ing ASÍ og Icelandair hafi ekki mikið að segja varð­andi hluta­fjár­út­boð félags­ins. „Það er bara jákvætt ef fólk nær saman með ein­hverjum hætti og ég set mig ekk­ert upp á móti því. Mér finnst það bara vera mjög gott,“ segir hann. 

Ragnar Þór bendir á að skoðun hans hafi ekki breyst varð­andi stjórn Icelanda­ir. „Skoðun mín truflar ekki fólkið okkar í stjórn líf­eyr­is­sjóðs­ins við ákvarð­ana­töku – en það er bara þannig að ég hef rétt á minni skoð­un. En ég vona bara inni­lega að félag­inu verði bjargað þótt ég hafi þá skoðun að ég treysti ekki stjórn­endum Icelandair til að leiða þá vinnu áfram. Mér er auð­vitað umhugað um störfin og mér er umhugað um að félagið lifi – en það er ekki sama hvernig því verður bjarg­að. En ég er áður búinn að segja allt sem ég þarf að segja um stjórn­endur félags­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Múli Jónasson
Varnir gegn spillingu
Kjarninn 20. janúar 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.
Kjarninn 20. janúar 2021
Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Ísland með Norðurlandamet í hækkun leiguverðs
Leiguverð hérlendis er íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa, en fá iðnríki hafa upplifað jafnmiklar verðhækkanir á leigumarkaðnum og Ísland frá árinu 2005, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Verðhækkunin er langmest allra Norðurlanda.
Kjarninn 20. janúar 2021
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent