Novator selur hlut sinn í Play

Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.

Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Novator hefur sam­þykkt kauptil­boð í pólska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Play frá franska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Iliad Group. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fjár­fest­ing­ar­fé­lag­inu fyrr í dag. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni kom Novator að stofnun Play árið 2005 í gegnum eign­ar­halds­fé­lagið P4. Novator eign­að­ist svo meiri­hluta í félag­inu árið 2007, en tíu árum seinna var það skráð á markað í kaup­höll­inni í Var­sjá. Í dag er Play stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki Pól­lands með yfir 15 millj­ónir við­skipta­vina og 28 pró­senta mark­aðs­hlut­deild.

Novator átti fimmt­ungs­hlut í pólska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu, en sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er hlut­ur­inn met­inn á 440 millj­ónir evra, sem sam­svarar 71 millj­arði íslenskra króna, ef miðað er við loka­gengi félags­ins í pólsku kaup­höll­inni í gær. Kaup­verðið var 39 pró­sent hærra en loka­geng­ið.

Auglýsing

Novator er í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar og er umsvifa­mesta fjár­fest­ing­ar­fé­lagið sem er í eigu Íslend­inga. Síð­asta rúman ára­tug hefur hann, ásamt sam­starfs­mönnum hans í félag­inu, Birgi Má Ragn­ars­syni og Andra Sveins­syni, farið mik­inn í fjár­fest­ingum erlend­is. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent